Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.03.1997, Blaðsíða 52

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1997, Blaðsíða 52
STJÓRNSÝSLA að upplýsingalögum, er þessi lögskýringarleið áréttuð og jafnframt að leitast hafi verið við hafa þær sem fæst- ar og telja þær tæmandi talningu. Ennfremur er með ýmsum hætti dregið úr áhrifum undanþáguákvæðanna eftir því sem aðstæður leyfa. Aðgangur að lilula skjals eða öðrum gögnum Þannig er í 7. gr. uppl. mælt fyrir um hvemig með skuli fara ef ákvæði 4.-6. gr. eiga aðeins við um hluta skjals eða gagns af öðru tagi og mælt svo fyrir að veita skuli aðgang að öðrum hluta skjals eða gagns en þeim sem undanþáguákvæði tekur til. Markmið þessa ákvæð- is er að tryggja að það komi ekki í veg fyrir aðgang að upplýsingum að þær sé að finna í gögnum sem jafnframt hafa að geyma upplýsingar er leynt eiga að fara. I ákvæðinu felst m.ö.o. sú regla að almennt sé ekki nægi- legt að staðreyna að í skjali komi fram viðkvæmar upp- lýsingar um einka- eða almannahagsmuni sem njóta vemdar 4.-6. gr. til að undanþiggja megi skjalið í heild aðgangi almennings. Skv. 7. gr. þarf í slíkum tilvikum einnig að leggja á það sérstakt mat hvort hægt sé að veita almenningi aðgang að þeim iiluta skjals sem ekki hefur að geyma upplýsingar sem falla undir undanþágu- ákvæðin, en eðli málsins samkvæmt á það einkum við 5. og 6. gr. Ef upplýsingar sem falla undir síðastgreind ákvæði koma ekki fram í afmörkuðum hluta skjals, heldur í meirihluta þess, er þó almennt hægt að undan- þiggja skjalið í heild, sbr. til hliðsjónar: ÚrskurSur úrskurðarnefndar um uDDlvsingamál frá 30. ianúar 1997 í málinu nr. A-3/1997: Upplýsingar í drögum að viðskiptasamkomulagi sem sanngjamt var og eðlilegt að færu leynt vegna fjárhagsmuna tiltekinna fyrirtækja á grundvelli 5. gr. uppl. og gætu annars skaðað hagsmuni ríkisviðskiptabanka. sbr. 3. tölul. 6. gr. upp!.. var að ftnna „svo víða í drögunum að ekki er fært að veita aðgang að hluta þeirra skv. 7. gr. upplýsingalaga". Santanber hins vegar dæmi um að undanþága nái að- eins til afmarkaðs hluta gagna og takmarki ekki aðgang að öðru leyti: Úrskurður tirskurðarnefndar um upplvsingamál frá 22. ianúar 1997 í málinu nr. A-l/1997: Alit úrskurðamefndar var að upplýsingar um sakaferil einstaklings væm upplýs- ingar um einkamálefni sem sanngjamt væri og eðlilegt að leynt færu, sbr. 5. gr. uppl. Samkvæmt því og með vísan til 7. gr. uppl. lagði nefndin fyrir stjómvald það er í hlut átti að veita aðgang að tilteknum gögnum málsins að út- máðum þeim upplýsingum er féllu undir 5. gr. uppl. Aukinn aðgangur I ljósi þess að upplýsingalögin gera aðeins lágmarks- kröfur til stjómvalda er í 3. mgr. 3. gr. fest í lögin áður óskráð grundvallarregla sem stjómvöld hafa getað stuðst við og nefnd hefur verið reglan um aukinn aðgang að gögnum. Af henni leiðir að stjómvöldum er eftir sem áður heimilt að veita rýmri aðgang að gögnum en leiðir af meginreglu laganna og þeim undantekningum sem hún sætir, svo fremi að þagnarskylduákvæði í öðrum lögum standi því ekki í vegi. Brottfall takmarkana Loks eru í 8. gr. uppl. felldar niður þær takmarkanir, sem undanþágu- og takmörkunarákvæðin mæla fyrir um, að tilteknum tíma liðnum eða í þremur áföngum eftir efni þeirra. Er þá litið svo á að þeir hagsmunir, sem und- anþáguákvæðunum er ætlað að verja, hafi ekki ævarandi gildi og dvíni með tímanum. Eitt gleggsta dæmið um það er í 1. mgr. 8. gr. þar sem aðgangur er veittur að gögnum um ráðstafanir eða prófraunir á vegum ríkis eða sveitarfélaga jafnskjótt og þeim er að fullu lokið. Næsti áfangi er skv. 2. mgr. 8. gr. að liðnum þrjátíu árum frá tilurð gagna annarra en þeirra sem varða einkamálefni einstaklinga, en aðgang að þeim skal í þriðja áfanga fyrst veita að liðnum áttatíu árum frá því er þau urðu til. Tak- markalaus upplýsingaréttur að tilteknum tíma liðnum á þó aðeins við um gögn sem falla undir gildissvið laganna að öðru leyti. Loks var það mat allsherjarnefndar Al- þingis að sjúkraskrár og skýrslur sálfræðinga og félags- ráðgjafa gætu geymt svo viðkvæmar persónuupplýsingar að takmarkanir á aðgangi almennings að þeim ættu ekki að falla niður. Sú undantekning var því gerð á þessu kerfi að takmörkun 5. gr. uppl. að slíkum gögnum hefur ævarandi gildi, sbr. 2. málsl. 2. mgr. 8. gr. uppl., nema úrskurðarnefnd um upplýsingamál veiti undanþágu þar frá í þágu rannsóknarhagsmuna, sbr. niðurlag 8. gr. uppl. Aögangur aóila aó upplýsingum um hann sjálfan I umfjöllun um meginreglu 3. gr. laganna hér að fram- an var það talið til eins af kennimerkjum hennar að sá er upplýsinga beiðist á rétt til aðgangs að þeim án þess að þurfa að tilgreina ástæður fyrir beiðni sinni eða sýna fram á hagsmuni af því að vera látnar þær í té. Þegar gögn í vörslum stjórnvalda varða sérstaklega þann er upplýsinganna óskar standa slík tengsl aftur á móti al- mennt til að ryðja brott þeim takmörkunum sem miða að því að vemda friðhelgi einkalífs manna gagnvart upplýs- ingarétti almennings. Af þessum sökum var í 9. gr. uppl. tekin upp sérregla um aðgang aðila að upplýsingum um hann sjálfan sem almennt veitir honum ríkari rétt til að- gangs en annars væri. I slíkum tilvikum verður því sá er óskar aðgangs að upplýsingum að sýna fram á ákveðin tengsl við þær upplýsingar er fram koma í gögnum þeim sem óskað er aðgangs að þar sem þær verða að snerta hann sjálfan. Segja má að þessi regla liggi miðja vegu milli upplýsingaréttar almennings og upplýsingaréttar aðila máls samkvæmt stjómsýslulögum og skapi hlutað- eigandi svipaðan rétt og samkvæmt síðamefndu lögun- um. Sá réttur er hins vegar takmarkaður af gildissviði 46
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.