Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.03.1997, Blaðsíða 25

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1997, Blaðsíða 25
HEILBRIGÐISMAL dómsmálaráðherra um lagabreytingar, sem áður hefur verið vikið að, við gerð þessa frumvarps. 9. Lokaorð Æsku landsins stendur ógn af því ástandi sem hér hef- ur skapast í vímuefnamálum. Með samstilltu átaki þarf að snúa vöm í sókn. Stjómvöld hafa markað stefnuna með þeim aðgerðunr sem ríkisstjómin kynnti í lok ársins 1996. Foreldrar eru að vakna til vitundar um hlutverk sitt í þessum efnum og láta þessi mál til sín taka í vax- andi mæli. Unglingamir sjálfir gera sér glögga grein fyr- ir ábyrgð sinni á þessu sviði og er Jafningjafræðslan, sem starfrækt er af Félagi framhaldsskólanema nreð stuðningi menntamálaráðuneytisins, gott dæmi um frá- bært starf þeirra sjálfra á þessu sviði. Eins og áður hefur verið vikið að hafa ríkið, Reykja- víkurborg og Evrópuborgir gegn eiturlyfjum tekið hönd- um saman um áætlunina Island án eiturlyfja 2002. Áætl- unin er metnaðarfull enda er nauðsynlegt að setja markið hátt í baráttunni á þessu sviði. Áætlunin hefur þann til- gang að virkja íslenska þjóðfélagið til að skapa samstöðu um markmiðið ísland án eiturlyfja 2002 og afla almenns stuðnings við þær aðgerðir sem grípa þarf til í því sam- bandi. Eigi árangur að nást í baráttunni gegn eiturlyfjum þarf þjóðin öll að taka höndurn saman. MÁLEFNI ALDRAÐRA Samstarf sveitarfélaga við félög eldri borgara Á formannafundi Landssambands aldraðra, sem haldinn var á Akur- eyri 18. og 19. apríl 1996, var rætt unr félagsstörf og starfsgrundvöll félaga eldri borgara og samskipti þeirra við sveitarstjómir og stofnan- ir þeirra. Fram hafði komið í umræðum að samvinna við sveitarfélög hefði aukist vemlega og að víða væri hún í góðu horfi. Á fundinum var gerð svofelld ályktun: „Formannafundur Landssam- bands aldraðra, haldinn á Akureyri 18. og 19. april 1996, telur það mik- ilvægt hagsmunamál fyrir aldraða í landinu og félagssamtök þeirra að gott og fjölbreytt samstarf takist milli félaga eldri borgara og sveitar- stjórna og stofnana þeirra um þá málaflokka, sem samkvæmt lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga heyra undir sveitarstjómir í landinu en em jafnframt á verkefnaskrá hjá öllum félögum eldri borgara. Mikilvægast er að samstarf takist um uppbyggingu og rekstur á hús- næði fyrir félags- og tómstundastörf fyrir aldraða, félögin fái afmörkuð verkefni og að reglur verði sem skýrastar um það hvernig verka- skiptingu er háttað. Auk þess er nú að því stefnt að fleiri málaflokkar færist til sveitar- félaganna frá ríkinu sem mikilvægir eru fyrir aldraða, svo sem heima- hjúkmn og heilsugæsla. Formanna- fundurinn hvetur því stjórn Lands- sambands aldraðra til að taka upp aukið samstarf við Samband ís- lenskra sveitarfélaga um sameigin- leg málefni aldraðra." Forráðamenn Landssambands aldraðra fylgdu eftir ályktun fundar- ins með viðræðum við fulltrúa sam- bandsins um tiltekin atriði sem ósk- að var eftir að sambandið hlutaðist til um við sveitarfélög. 1. Sveitarstjómir viðurkenni til- vist félaga eldri borgara með því að senda þeim til umsagnar þau mál- efni sveitarfélaganna sem snerta hagsmuni aldraðra og gefi félögun- um kost á því að tilnefna áheymar- fulltrúa í öldmnamefndir, sbr. heim- ild í 5. gr. laga nr. 82/1989 um mál- efni aldraðra en þar segir: „Þegar málefni einstakra öldrunarstofnana á starfssvæði öldrunamefndar eru til umfjöllunar skal nefndin gefa full- trúa viðkomandi stofnunar kost á að sitja fundinn. Þá getur öldrunar- nefnd og ákveðið að gefa fulltrúum félaga á starfssvæðinu, sem starfa í þágu aldraðra, kost á að eiga áheyrnarfulltrúa í nefndinni.“ Sér- stök athygli er vakin á þessu ákvæði laganna en beiting þess getur leitt til betri og markvissari þjónustu við aldraða. Samkvæmt upplýsingum fulltrúa Landssambands aldraðra, sem tóku þátt í viðræðum við full- trúa sambandsins, gera eldri borgar- ar ekki kröfu um laun fyrir störf sín. 2. Öll sveitarfélög taki á því verk- efni að byggja upp aðstöðu fyrir fé- lagsstarf og tómstundavinnu fyrir aldraða í samræmi við ákvæði 41. greinar laga um félagsþjónustu sveitarfélaga. 3. I hverju byggðarlagi, þar sem starfandi eru félög eldri borgara, verði teknar upp viðræður um sam- starf að málefnum aldraðra og verkaskiptingu milli sveitarfélaga og félags eldri borgara í viðkomandi byggðarlagi. I framhaldi af viðræðunum sendi sambandið sveitarfélögunum bréf, þar sem það beinir því til sveitar- stjóma að taka til umfjöllunar fram- angreint efni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.