Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.03.1997, Qupperneq 34

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1997, Qupperneq 34
UMFERÐARMÁL Göngubrýr auka öryggi gangandi og hjólandi vegfarenda. stefnt að því að við skipulagningu nýrra hverfa verði gert ráð fyrir að hámarkshraði verði að jafnaði 30 km á klst. Samhliða því að hverfum er breytt í 30 km hverfi ákvað Reykjavíkurborg að nauðsynlegt væri að gera endurbætur á hverfum sem 30 km hámarkshraði hefur verið í um langt árabil. í gamla Austurbænum hefur há- markshraði verið 30 km frá 1985 og í gamla Vesturbæn- um frá 1983. Elstu 30 km svæðin eru of stór miðað við nútímahugmyndir um slík svæði og yfirleitt aðeins af- mörkuð með skiltum. Þegar hafa nokkrar ráðstafanir verið gerðar í „gömlu“ 30 km hverfunum. Má þar nefna hringtorg á Laufásvegi og hraðahindranir. I ár verða gerðar ráðstafanir til þess að draga úr umferðarhraða á innkeyrslum að Laufásvegi og Bergstaðastræti. Geró mislægra göngu- og hjólreióastíga Reykjavíkurborg hefur á þessu kjörtímabili lagt metn- að sinn í að auka öryggi gangandi og hjólandi vegfar- enda. Umferðaröryggisáætlun gerir ráð fyrir að lagfær- ingum á gatna- og stígakerfi verði hagað þannig að um- ferðaröryggi aukist. Flestir eru sammála um að mikil- vægt sé að aðgreina umferð akandi og gangandi og hjólandi sem mest. Árið 1995 reis fyrsta göngu- og hjól- reiðabrúin yfir Kringlumýrarbraut við Fossvog. Á þessu ári verður fullgerð sams konar brú yfir Miklubraut við Rauðagerði. Þá var gerð göngubrú árið 1996 frá Húsi verslunarinnar yfir í Kringluna í samvinnu við eigendur Kringlunnar. Ennfremur er áformað að gera göngubrú yfir Kringlumýrarbraut á móts við Sóltún. Gangandi og hjólandi vegfarendur Eftir því sem umferðin eykst og aðgengi bifreiða- stæða minnkar er reiðhjólið raunhæfur kostur í augum Gönguleiöir skólabarna þurfa aö vera öruggar. margra. Þess vegna er mikilvægt að gera góðar áætlanir um net hjólreiðastíga. Borgarskipulag Reykjavíkur hefur þegar gert áætlun um stofnbrautakerfi hjólreiða í Reykja- vík. Göngu- og hjólastígar eiga að vera aðskildir frá gatnakerfinu. Sérstaklega þarf að vanda útfærslu þar sem stígar skera götur. Niðurtekt við götukanta er til mikillar hagræðingar fyrir hjólreiðamenn, en geta valdið hættu ef þeir hjóla viðstöðulaust yfir gatnamót. Þá er það stefna að hjólagrindur og hjólaskýli verði jafn sjálfsögð og bíla- stæði. Gönguleiöir skólabarna Borgarskipulag Reykjavíkur hefur á undanförnum árum unnið gott starf við kortlagningu á gönguleiðum skólabarna í samráði við umferðardeild, lögreglu og skólayfirvöld. í umferðaröryggisáætlun er lagt til að efla þetta starf og hafa samráð við foreldrafélög, gangbraut- arverði og Umferðarráð. Það er reynsla manna víða um heim að vinna við öryggi gönguleiða skólabama sé öflug aðgerð í umferðaröryggismálum. Aukin notkun almenningsvagna Mikilvægt er að flytja umferð yfir á almenningssam- göngur í ríkara mæli og gera almenningssamgöngur að eftirsóknarverðum ferðamáta. Reynslan sýnir að hægt er að fækka umferðaróhöppum með meiðslum með því að flytja umferð yfir á samgöngutæki eins og strætisvagna sem hafa minni slysatíðni en einkabilar. Veiki hlekkur- inn hvað varðar strætisvagna og umferðaröryggi er á hinn bóginn aðkoman að biðstöðvum. I umferðarörygg- isáætlun er því lagt til að gönguleiðir að og frá strætis- vögnum og að biðstöðvum þeirra verði þannig háttað að leiðir að þeim verði gerðar öruggari, m.a með góðum 28
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.