Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.03.1997, Blaðsíða 51

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1997, Blaðsíða 51
STJÓRNSÝSLA vegar voru bókanir á fundum hreppsnefndar, þar sem skýrt var frá formlegri afgreiðslu á umræddum drögum. auk þess sem færð vom til bókar þau skilyrði sem hreppsnefnd setti fyrir samþykkt viðskiptasamkomulagsins af sinni hálfu, ekki taldar fela í sér upplýsingar varðandi annað hlutafélagið eða aðra einkaaðila. sem sanngjamt væri og eðlilegt að leynt fæm skv. 5. gr. uppl., heldur kæmu þar fram sjónarmið sveitarfélagsins sem hluthafa í félaginu. Lagt var fyrir hreppsnefndina að veita kæranda aðgang að bókununum. Opinberir hagsmunir Með 6. gr. uppl. er svo mikilvægum almannahags- munum veitt vernd gagnvart aðgangi almennings og þar er það sarna uppi á teningnum og í síðari málslið 5. gr., að ekki verður synjað um upplýsingar, hvorki í heild né að hluta, nema aðgangur almennings sé til þess fallinn að skaða einhverja þá hagsmuni sem tilgreindir eru í ákvæðinu. í 1. tölul. 6. gr. eru fyrstir taldir hagsmunir ríkisvalds- ins af að tryggja öryggi ríkisins inn á við og út á við og varnarmál. Undir þetta geta fallið upplýsingar um lög- gæslu, landhelgisgæslu, almannavamir, útlendingaeftir- lit, áætlanir og samningar um vamir landsins og frarn- kvæmdir á vamarsvæðum. Ákvæði 2. tölul. 6. gr. tekur til samskipta íslenska rík- isins við önnur ríki og fjölþjóðastofnanir hvort sem þau eru af pólitískum, viðskiptalegum eða annars konar toga. Þeir hagsmunir, sem ákvæðinu er ætlað að vemda, eru tvenns konar. Annars vegar er verið að koma í veg fyrir það að erlendir viðsemjendur fái vitneskju unt samningsmarkmið og samningsstöðu íslenskra stjóm- valda. Hins vegar er verið að tryggja góð samskipti og gagnkvæmt traust í skiptum við önnur ríki. þ. á m. innan þeirra fjölþjóðlegu stofnana sem ríkið á aðild að. Samkvæmt 3. tölul. 6. gr. er heimilt að takmarka að- gang að gögnurn þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjast þess, enda hafi þau að geyma upplýsingar um viðskipti stofnana og fyrirtækja í eigu ríkis eða sveitar- félaga að því leyti sem þau eru í samkeppni við aðra. Við skýringu þessa ákvæðis er rétt að hafa í huga það markmið upplýsingalaga að veita almenningi og fjöl- miðlurn tækifæri til að öðlast vitneskju um hvemig op- inberum fjármunum er varið. Oheftur aðgangur að upp- lýsingum um opinberar stofnanir og fyrirtæki getur á hinn bóginn skaðað samkeppnis- og rekstrarstöðu þeirra þegar þau keppa áfrjálsum markaði við einkaaðila sem ekki er skylt að gefa upplýsingar um stöðu sína að þessu leyti. Til að opinberir aðilar sem svo háttar til um standi jafnfætis keppinautum sínum að þessu leyti er heimilað að takmarka upplýsingar um viðskipti þeirra. Rétt er þó að hnykkja á því að ákvæðið á aðeins við þegar opinber fyrirtæki keppa við önnur á almennum markaði. Akvæðinu verður því ekki beitt þegar hið opinbera starfar í skjóli einkaréttar né heldur ef opinber aðili er einn um rekstur þótt einkaréttar njóti ekki við. Úrskurður úrskurðamefndar um upplvsingamál frá 30. ian- úar 1997 í málinu nr. A-3/1997: Upplýsingar í drögum að viðskiptasamkomulagi voru taldar geta skaðað samkeppn- isstöðu ríkisviðskiptabanka ef þær væru á almannavitorði, sbr. 3. tölul. 6. gr. uppl., og synjun hreppsnefndar um að- gang að þeim staðfest. Jafnframt lagt fyrir hreppsnefnd að afmá úr bókun í fundargerð fjárhæð á fyrirhuguðu láni frá bankanum til félags sem þar var til umfjöllunar og lagt var fyrir nefndina að veita aðgang að að öðru leyti. Loks er í 4. tölul. 6. gr. heimilað að takmarka aðgang að upplýsingum um fyrirhugaðar ráðstafanir eða próf á vegum ríkis eða sveitarfélaga ef þau yrðu þýðingarlaus eða næðu ekki tilætluðum árangri væru þau á almanna- vitorði. Markmið þessa ákvæðis er að hindra að nokkur geti aflað sér á ótilhlýðilegan hátt vitneskju um fyrirhug- aðar ráðstafanir á vegum hins opinbera. Með ráðstöfun- um á vegum ríkis og sveitarfélaga er m.a. átt við fyrir- hugaðar ráðstafanir í efnahags- og fjármálum, svo sem aðgerðir í gengismálum, skattamálum, tollamálum og öðrum málum er varða tekjuöflun hins opinbera. Á sama hátt falla hér undir ráðstafanir sem ætlað er að tryggja öryggi, svo sem fyrirhugaðar eftirlitsaðgerðir lögreglu og annarra yfirvalda í þágu umferðaröryggis. Þá geta fyrirhugaðar eftirlitsaðgerðir heilbrigðiseftirlits og Vinnueftirlits rikisins fallið hér undir, svo og ráðstafanir er tengjast skatt- og tolleftirliti. Ennfremur rnyndi vera heimilt samkvæmt þessunt tölulið að takmarka aðgang að gögnum sem lúta að fyrir- huguðum ráðstöfunum í kjaramálum starfsmanna ríkis og sveitarfélaga til að tryggja jafnræði í kjarasamningum hins opinbera og viðsemjenda þess. Undanþágunni verð- ur einnig beitt í tengslum við hagræðingu og breytingu í rekstri opinberra stofnana og fyrirtækja. Loks er augljóst að hvers konar prófraunir sem opin- berir aðilar standa fyrir geta gefið óvilhalla niðurstöðu ef prófgögnum er ekki haldið leyndum áður en próf eru þreytt. Ekki er aðeins um að ræða próf í hefðbundnum menntastofnunum heldur einnig próf fyrir ökumenn, flugmenn o.s.frv. Ákvæðið gerir ráð fyrir að stjómvald meti sjálfstætt í hverju tilviki hverjar afleiðingar það hefði ef ljóstrað yrði upp um fyrirhugaðar ráðstafanir. Séu líkur á að ár- angur skerðist, þó ekki sé nema að litlu leyti, myndi stjórnvaldi að öðru jöfnu vera heimilt að synja um að veita umbeðnar upplýsingar á grundvelli þessa ákvæðis. Þegar þær ráðstafanir eru afstaðnar sem 4. tölul. tekur til er almenningi heimill aðgangur að gögnunum nema ákvæði 5. gr. eða 1.-3. tölul. 6. gr. eigi við, sbr. I. mgr. 8. gr. uppl. Skýring undanþáguákvœöa Þegar áhrif þessara ákvæða eru metin er rétt að hafa í huga að þau geyma undanþágur frá meginreglu laganna og sem slíkar ber að skýra þær þröngt. I skýringum, sem þeim fylgdu í athugasemdum við frumvarp það er varð 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.