Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.03.1997, Blaðsíða 35

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1997, Blaðsíða 35
UMFERÐARMÁL Stefnt er aö því aö fá tleiri til þess aö velja strætisvagn í staö einkabils eöa bils númer tvö. tengingum við göngu- og lijólastíga. í áætluninni er einnig lagt til að hjólreiðamenn noti strætisvagna á viss- um leiðum. Endurskoðun leiðakerfis SVR, nýjar skiptistöðvar og aukin ferðatíðni er mikilvægur áfangi í þeirri viðleitni að fá fleira fólk til þess að velja strætisvagna í stað einkabflsins eða í stað bfls númer tvö. Aógeróir til úrbóta fyrir fatlaöa vegfarendur Reykjavíkurborg hefur lagt sérstaka áherslu á að bæta aðgengi fyrir fatlaða. I því skyni hafa fláar verið settir á gangstéttir og við gatnamót og bekkjum hefur verið komið fyrir á gönguleiðum. Haldið verður áfram að setja fláa á gangstéttir. Ennfremur er lagt til að huga bet- ur að staðarvali umferðarmerkja, ljósastaura og annarra hindrana sem valda fötluðum erfiðleikum. Víða hefur verið komið upp sérmerktum bifreiðastæðum fyrir fatl- aða og hefur það gefist vel. Rétt er að fjölga slíkum stæðum. Stæðin auka aðgengi fatlaðra og draga úr slysa- hættu. Mikilvægt er að aðrir vegfarendur virði rétt fatl- aðra til sérmerktra bflastæða. I samráði við Blindrafé- lagið hafa verið sett hljóðmerki fyrir blinda á gangbraut- arljós. Ennfremur þarf að hvetja til virðingar fyrir „hvíta stafnum". Aógeröir í aöaigatnakerfinu Aðalgatnakerfi borgarinnar þjónar mikilvægu hlut- verki. Það þarf að vera greiðfært en jafnframt verður að taka tillit til umhverfisins og umferðaröryggi verður að vera innbyggt í skipulagið. Með úrbótum á aðalgatna- kerfmu má ná fram umtalsverðri fækkun á óhöppum og slysum. Mikilvægt er að umferð sé skipulögð á þann Fláar auövelda fötluöum aö komast lelöar slnnar. veg að mesta umferðin sé á aðalgatnakerfinu, m.a. til þess að koma í veg fyrir að óviðkomandi umferð leiti í gegnum íbúðahverfin. Nýlega var gerð skýrsla um úr- bætur á Miklubraut m.a. til þess að efla umferðaröryggi. Af stórframkvæmdum má nefna að framkvæmdir á Vesturlandsvegi/Artúnsbrekku, sem lokið verður við á þessu ári, munu auka umferðaröryggi verulega. Mislæg gatnamót við Skeiðarvog eiga einnig eftir að bæta um- ferðaröryggi á þessum fjölfamasta þjóðvegi Iandsins. Á vel útfærðum mislægum gatnamótum er lág slysatíðni, því að umferðarstraumar eru aðskildir. Viðbótarbeygjuakreinar á Kringlumýrarbraut/Miklu- braut og fjögurra fasa umferðarljós eru einnig dæmi um framkvæmdir sem ráðist verður í á næstu árum og munu auka umferðaröryggi á þessum stað. Vert er að geta þess að Miklabraut er þjóðvegur og verða allar meiri háttar aðgerðir þar greiddar úr ríkissjóði. Aögeröir í umferöaröryggismáium I umferðaröryggisáætlun er lagt til að haldið verði áfram að skilgreina hættulega götukafla, eða gatnamót, stundum kallaðir „svartblettir“ og koma með tillögur um lagfæringar. Markmiðið er að laga ákveðna staði í gatna- kerfinu á þann veg að umferðaröryggi aukist. Sjálfvirkt umferöareftirlit Reykjavíkurborg er frumkvöðull að sjálfvirku umferð- areftirliti í umferðinni. Borgarstjórinn í Reykjavík af- henti lögreglunni í Reykjavík búnað til sjálfvirks um- ferðareftirlits á sex gatnamót í Reykjavík í janúar 1997 og mun lögreglan í Reykjavík sjá um sektir og rekstur rauðljósamyndavélanna. Að undirbúningi málsins var einnig unnið á vegum dómsmálaráðuneytisins og Um- 29 L
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.