Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.03.1997, Side 18

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1997, Side 18
FRÁ STJÓRN SAMBANDSINS Breytingar á fjármálalegum samskiptum við ríkið Hinn 13. desember sl. var svo- felld yfirlýsing undirrituð annars vegar af Friðriki Sophussyni fjár- málaráðherra og Páli Péturssyni fé- lagsmálaráðherra f.h. ríkissjóðs og hins vegar af Vilhjálmi Þ. Vil- hjálmssyni formanni og Þórði Skúlasyni framkvæmdastjóra fyrir hönd santbandsins: Fjármálaráðherra og félagsmála- ráðherra f.h. rfkissjóðs og Samband íslenskra sveitarfélaga eru sammála um eftirfarandi: 1. Að viðbótarkostnaður sveitar- félaga við að fullnusta lífeyrissjóðs- skuldbindingar grunnskólakennara sé 385 millj. kr. á heilu ári eða 225 millj. kr. umfram það sem talið var í samkomulagi frá 4. mars 1996. Þessi kostnaður verður fjármagnað- ur með því að hækka útsvarshlutfall um 0,09% til viðbótar því sem kveðið er á um í 1. tölulið áður- nefnds samkomulags. Tekjuskatts- hlutfall verður lækkað á móti um 0,09%. Þessi viðbótartilfærsla gefur sveitarfélöguni 243 millj. kr. í aukn- ar tekjur á ári. Þær 18 millj. kr., sem umfram eru, verða nýttar upp í kostnað samkvæmt 2. tölulið að neðan. 2. Til að mæta þeint kostnaði sem fellur á sveitarfélög á árinu 1997 vegna laga um skattlagningu fjármagnstekna tekur ríkissjóður að sér að fjármagna hlut sveitarfélaga í rekstri Neyðarsímsvörunar, endur- greiða sveitarfélögum ígildi virðis- aukaskatts vegna flutnings og förg- unar brotamálma og annars úrgangs ásamt flutningi vegna úrgangs til endurvinnslu. Til viðbótar verður allt að 20 milljónum króna varið til endurgreiðslu á virðisaukaskatti vegna kaupa á slökkvibílum og tækjabúnaði slökkviliða samkvæmt reglum sem fjármálaráðuneytið set- ur í samráði við Samband íslenskra sveitarfélaga. 3. Þegar álagning gjalda fyrir árið 1997 liggur fyrir munu ofan- greindir aðilar meta öll fjárhagsleg áhrif sem sveitarfélögin verða fyrir vegna skattlagningar fjámagnstekna og ekki er getið um í 2. tölulið að ofan. Þar verður tekið tillit til ann- arra skattbreytinga sem átt hafa sér stað á síðasta og yfirstandandi þingi, þar á meðal áhrifa vegna breytinga á lögum um tryggingagjald og af ákvæðum tekjuskattslaga um frá- Stjóm sambandsins hefur tilnefnt Sigrúnu Magnúsdóttur borgarfull- trúa í þriggja manna starfshóp sem menntamálaráðherra hefur stofnað til þess að taka til umfjöllunar álita- mál sem upp kunna að koma vegna ráðstöfunar og meðferðar á eignunt gömlu húsmæðraskólanna. I starfs- hópnurn eiga sæti auk Sigrúnar þau Drífa Hjartardóttir, hreppsnefndar- fulltrúi í Rangárvallahreppi og for- ntaður Kvenfélagasambands ís- lands, tilnefnd af því, og Sigurður Helgason, deildarstjóri í mennta- málaráðuneytinu, sem er formaður hópsins. Starfshópurinn er stofnaður að til- lögu nefndar sem skipuð var á árinu 1995 og hafði það hlutverk að meta hvemig best mætti varðveita arf og eignir gömlu húsmæðraskólanna í landinu. 1 niðurstöðum þeirrar nefndar, sem lauk störfum í október síðastliðnum, kemur meðal annars fram að hún telji að starfsemi hús- stjórnarskólanna hafi haft mikið menningarlegt og félagslegt gildi drátt vegna hlutabréfakaupa. Aðilar samþykkja að bæta að fullu fjár- hagsleg áhrif vegna framangreindra skattbreytinga með verkefnatilflutn- ingi og/eða breytingum á útsvars- prósentu samhliða breytingum tekjuskatts. Gengið verði frá endan- legu santkomulagi milli aðila og nauðsynlegum lagabreytingum fyrir árslok 1997. 4. Stefnt skal að því að sveitarfé- lögin annist alfarið kostnað vegna vistunar fatlaðra forskólabarna frá og með 1. janúar 1997 og að frá sama tíma muni ríkissjóður kosta al- farið stofnkostnað og viðhald sjúkrahúsa og heilsugæslustöðva. Þetta er háð því að samkomulag ná- ist um nauðsynlegar lagabreytingar ávorþingi 1997. fyrir samfélagið. Starfshópurinn á einnig að fylgja eftir ýmsum öðrum tillögum nefnd- arinnar. Til dæmis á hann að hlutast til um að listaverk og aðrir munir sem tilheyrðu skólunum verði merktir vel og skráðir. Hann á að stuðla að því að áfram verði safnað gögnum er varða sögu og eigur skólanna og að hafist verði handa við að tölvusetja nemendaskrár þannig að auðveldara verði að gefa upplýsingar urn námslok og útvega önnur gögn sem fyrrverandi nem- endur þurfa á að halda. Starfshópurinn mun einnig fylgja eftir málefnum einstakra húsmæðra- skóla sérstaklega. Þegar hefur verið ráðstafað eigurn sjö húsmæðraskóla af þeirn níu sem starfandi voru og því er talið að ekki sé þörf á sérstök- um aðgerðum vegna þeirra skóla. A hinn bóginn á starfshópurinn að fjalla sérstaklega um þá tvo sem eft- ir eru, þ.e. Vannaland í Borgarfirði og Hússtjómarskólann á Blönduósi. Starfshópur um ráðstöfun og meðferð á eignum gömlu husmæðraskólanna

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.