Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.03.1997, Blaðsíða 63

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1997, Blaðsíða 63
UMHVERFISMAL hluta sýslunnar, og á Selfossi, í Hveragerði og Þorlákshöfn. I nær öllum tilfellum hafa sveitarfélögin komið sér upp aðstöðu fyrir mót- töku á spilliefnum. Allt sorp sem inn á svæðið kemur er vigtað og greiða viðskiptavinir stöðvarinnar, sem fyrst og fremst eru sveitarfélögin auk nokkurra fyr- irtækja, í samræmi við magn, eftir gjaldskrá sem var sett um leið og vigtun hófst í byrjun árs 1996. Eng- in almenn umferð er leyfð inn á svæðið og verður almenningur að fara með rusl sem ekki telst til venjulegs húsasorps á gámasvæðin eða í staka gáma sem sveitarfélögin hafa komið fyrir víðs vegar. Nýjungar í starfsemi stöðvarinnar Dagarnir 23. og 24 maí sl. voru stórir dagar í starfsemi Sorpstöðvar Suðurlands. Fyrri daginn hófst í öll- um helstu þéttbýliskjömum á Suð- urlandi, frá Þorlákshöfn í vestri að Kirkjubæjarklaustri í austri, söfnun á dagblaða- og tímaritapappír fyrir tilstilli Sorpstöðvar Suðurlands og er árangurinn nú þegar orðinn jafn- góður eða betri en á höfuðborgar- svæðinu, ef miðað er við magn á íbúa. A fyrstu fimm mánuðunum söfnuðust liðlega 40 tonn sem þýðir tæplega 4 kg á íbúa. I tengslum við pappírssöfnunina lét Sorpstöðin út- búa sérstök pappírssöfnunarílát fyrir heimilin í samvinnu við Kaupfélag Árnesinga (KÁ) og Gámaþjónust- una. Söfnunin hófst formlega við verslun KÁ á Selfossi með ávarpi Þórðar Óskarssonar, skrifstofustjóra í umhverfisráðuneytinu, sem jafn- framt fékk afhentan fyrsta pappírs- söfnunarkassann. Seinni daginn eða 24. maí var tekinn í notkun í Kirkjuferjuhjáleigu BOMAG-sorptroðari sem keyptur var frá Þýskalandi fyrir milligöngu innflutningsfyrirtækisins Merkúrs hf. Troðarinn er 28 tonna sérhæfð vinnuvél sem er eingöngu ætluð til þessara nota. Helsti ávinningurinn er fólginn í því að hægt er þjappa sorpinu mun betur saman en áður Þóröur Ólafsson, skrifstofustjóri í umhverfisráöuneytinu, setur pappírssöfnunina form- lega af staö. Sigurður Teitsson, framkvæmdastjóri verslunarsviös KÁ, Þorvarður Hjaltason, fram- kvæmdastjóri SASS, og Þóröur Ólafsson, skrifstofustjóri f umhverfisráöuneytinu, hjálpast aö viö aö losa í gáminn úr pappírssöfnunarkassanum. sem hefur það í för með sér að plássið nýtist mun betur en ella auk þess sem auðveldara er að hemja sorpið í vindi o.fl. Eftir hálfs árs notkun hefur troðarinn þegar sannað gildi sitt ótvírætt. Ennfremur keypti Sorpstöðin og tók í notkun þennan sama dag Vermeer-trjákurlara til afnota fyrir aðildarsveitarfélögin. Hægt er að keyra með tækið á milli staða og því auðvelt fyrir sveitarfélögin að hag- nýta sér það. Sorpstöðin keypti kurl- arann einnig af Merkúr hf. Stefnt er að enn frekari flokkun. og endurnýtingu sorps á næstu misserum. Umhverfismál á Suöur- landi Sunnlendingar hafa á undanföm- um árum verið að gera sér æ betur grein fyrir gildi umhverfismálanna, sem skipta ekki bara máli náttúr- unnar sjálfrar vegna heldur líka vegna atvinnulífsins. Á Suðurlandi 57
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.