Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.03.1997, Blaðsíða 66

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1997, Blaðsíða 66
ERLENP SAMSKIPTI NORDJOBB Nordjobb er samnorrænt verkefni sem býður ungu fólki á aldrinum 18 til 26 ára upp á sumarvinnu, hús- næði og fjölbreytt tómstunda- og fé- lagsstarf á Norðurlöndum. Um það bil 200 íslensk ungmenni fara árlega utan á vegum verkefnisins og koma heim með verðmætar minningar, reynslu og tungumálakunnáttu í farteskinu. Nordjobb tók til starfa árið 1985 að frumkvæði leiðandi afla í atvinnulífi Norðurlanda. Það var hinn svokallaði Gyllen- hammar- og Sundqvist- hópur með forstjóra VOLVO í fararbroddi, sem hleypti verkefninu af stokkunum til þess að gera sameiginlegan vinnumarkað Norður- landa að aðgengilegum valkosti fyrir ungt fólk. Markmiðið var að auka þekkingu og skilning ungs fólks á aðstæðum og menningu nágranna- landanna og þannig styrkja norrænt samstarf. Fyrstu árin var Nordjobb fjármagnað með framlögum úr at- vinnulífinu, en síðar tók Norræna ráðherranefndin að mestu við fjár- mögnuninni og fól Norrænu félög- unurn framkvæmd þess og skipu- lagningu. Nordjobb á íslandi Frá upphafi hefur Nordjobb-verk- efnið verið vel heppnað framtak á íslandi. Þar má kannski fyrst og fremst þakka íslenskum atvinnurek- endum sem hingað til hafa sýnt verkefninu áhuga og verið fúsir til að ráða norræn ungmenni í sumar- vinnu. Vinnuveitendur vita að Nordjobb tekur alls ekki atvinnu frá íslenskum ungmennum, því tvöfalt fleiri fara utan heldur en sækja okk- ur heim. A hverju sumri dveljast u.þ.b. 100 norræn ungmenni á Islandi á vegum Nordjobb. Þessi hópur svokallaðra nordjobbara verður oft áberandi þar sem hann kemur, enda er um að ræða ungt og lífsglatt fólk sem lífg- ar upp á götumyndina. Tómstunda- starf Nordjobb gefur þessum gest- um okkar m.a. kost á námskeiði í ís- lensku, ferðum um landið og kynn- ingu á íslenskri menningu. Hvers vegna taka vinnu- veitendur þátt í Nordjobb? Fjölmargar ástæður liggja að baki þátttöku atvinnurekenda í Nordjobb. Mörgum vinnuveitendum er ljóst að nordjobbarar eru að jafnaði hresst, áhugasamt og duglegt ungt fólk sem lífgar upp á vinnustaði. Stjómendur vinnustaða, þar sem ungmenni starfa, líta gjaman til þess að það er bæði gaman og gagnlegt fyrir ís- lensku krakkana að vinna nteð jafn- öldrum frá nágrannalöndunum. Aðrir taka þátt beinlínis til að styðja verkefnið og þar með norrænt samstarf. Margir sjá Nordjobb sem góðan kost fyrir íslensk ungmenni og ráða til sín nordjobbara til þess að leggja sitt af mörkum svo þessi möguleiki haldist opinn, en forsenda þess að ís- lensk ungmenni fari utan er sú að Nordjobb sé einnig virkt hér á landi. Mörg sveitarfélög hafa tengt Nordjobb-verkefn- ið við vinabæjasamstarf og ráðið ungmenni frá vinabæjum í sumar- vinnu. Islenskir bændur hafa tekið þátt í Nord- jobb af miklum dugnaði og hafa nordjobbarar reynst þeim góður starfs- kraftur. Ferðaþjónustan hefur einnig tekið við sér, enda kemur tungu- málakunnátta ungra Norðurlandabúa sér vel í þeirri þjónustugrein. Ár hvert berast Nordjobb u.þ.b. 600 umsóknir frá ungu fólki sem vill vinna á íslandi um sumarið. Umsækjendur eru með fjölbreytta reynslu og menntun, en fyrst og fremst með mikinn áhuga á að kynnast Islandi. Vilt þú taka þátt? Sveitarfélög og aðrir vinnuveit- endur sem hafa áhuga á að taka þátt í Nordjobb-verkefninu eru hvattir til að hafa samband við Óðin Alberts- son hjá Norræna félaginu, Bröttu- götu 3B, 101 Reykjavík, sími 551 0165, fax 562 8296. Skoöunarferöir um landiö eru fastur þáttur i dvöl nordjobbara ár hvert. 60
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.