Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.03.1997, Blaðsíða 19

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1997, Blaðsíða 19
HEILBRIGÐISMÁL Snúum vörn í sókn í baráttunni gegn vímuefnum Snjólaug Stefánsdóttir, verkefnisstjóri vímuvarnanefndar Reykjavíkurborgar Á undanförnum árum hefur átt sér stað rnikil umræða um nauðsyn þess efla starf á sviði vímuefna- vama og að tímabært sé að samhæfa kraftana í vel skipulögðu forvama- starfi. I þessari umræðu hefur verið bent á að meðferð fyrir fullorðna áfengis- og vímuefnaneytendur sé unt margt til fyrirmyndar hér á landi, en að nokkuð skorti á að for- vamimar séu í því horfi sem viðun- andi sé í nútímaþjóðfélagi. Þessi sjónarmið hafa m.a. leitt til þess að stjórnvöld hafa tekið rnálið á dag- skrá og er skemmst að minnast stefnu ríkisstjómarinnar urn aðgerð- ir í fíkniefna-, áfengis- og tóbaks- vömum sem kynnt var á dögunum, stefnumörkun Sambands íslenskra sveitarfélaga, aukna áherslu SÁÁ á forvarnir og nú síðast samstarf Reykjavíkurborgar, ríkisstjómarinn- ar og samtakanna Evrópskar borgir gegn eiturlyfjum (ECAD) um áætl- unina Island án eiturlyfja 2002. Vímuvarnanefnd Reykja- víkurborgar Reykjavíkurborg hefur unnið öt- ullega að stefnumótun og aðgerðum í vímuvömum og verður hér í stuttu máli farið yfir þau verkefni og þær aðgerðir sent Reykjavíkurborg hefur beitt sér fyrir í því skyni að efla sér- hæfða starfsenti á þessum vettvangi. Haustið 1995 var stofnuð sérstök vímuvamanefnd til tveggja ára með þátttöku fulltrúa þeirra stofnana borgarinnar sem vinna að bama- og unglingamálum. Nefndinni er, auk þess að vera vettvangur samráðs, ætlað að vinna að stefnumótun borgarinnar og hrinda í framkvæmd stefnumótandi verkefnum. Meðal verkefna sem nefndin hefur haft frumkvæði að og hrint í fram- kvæmd var sk. Vímuvamaskóli. Vímuvarnaskólinn Fyrirkomulag Vímuvamaskólans, eins og hann er kallaður, fólst í um- fangsmikilli fræðslu um vímuefna- vamir og tengd efni fyrir starfsfólk grunnskóla Reykjavíkurborgar á vormánuðum 1996. Að framkvæmd Vímuvamaskól- ans komu fjölmargir aðilar, m.a. Fé- lagsmálastofnun Reykjavíkur, Fræðslumiðstöð Reykjavíkur, Iþrótta- og tómstundaráð Reykja- víkur, forvarnadeild SÁÁ, Barna- verndarstofa, Fræðslumiðstöð í fíknivömum og Rauði kross íslands. Var þama um að ræða fyrstu skrefin af vonandi fleirum í samstarfi þeirra aðila sem mesta þekkingu og reynslu hafa á sviði vímuvarna- starfs. Meðal þess sem fram kom á fræðslufundunum var mikilvægi þess að hver og einn skóli setti sér vímuvarnaáætlun sem hefði að markmiði vímuefnalausan grunn- skóla. Vímuvarnaskólinn þótti takast vel og undirstrikaði starfsemi hans nauðsyn þess að auka fræðslu og þekkingu á málinu meðal þeirra sem vinna að málefnum barna og unglinga. Staðreyndin er því miður sú að fullorðnir hafa oftast minni þekk- ingu á vímuefnamálum en unga fólkið. Foreldrar vita rninna en börnin urn málið, kennarar minna en nemendur o.s.frv. Unglingarnir vita betur hvaða eiturlyf eru í boði, hvar þau er að fá, hver einkenni þeirra eru, hverjir það eru sem neyta þeirra o.s.frv. Við þessari staðreynd þarf að bregðast, m.a. með aukinni fræðslu og upplýsingum til fullorð- inna. Vímuvamaskóli var sendur Sam- bandi íslenskra sveitarfélaga til ráð- stöfunar þannig að önnur sveitarfé- lög hafa nú aðgang að efni hans og er mér kunnugt um að forvamadeild SÁÁ, Fræðslumiðstöð í fíknivörn- um og Rauði kross Islands hafa hug á að skipuleggja fræðslu og fara með Vímuvarnaskólann í önnur sveitarfélög. Samráö Samstarf og samráð þeirra sem vinna að málefnum barna og ungl- inga í Reykjavík hefur aukist á liðn- um árum. I vetur hafa verið stigin fleiri skref í átt að skipulögðu sam- starfí í hverfum borgarinnar með til- komu samráðshópa í flestum hverf- um borgarinnar. Hafa félagsmið- stöðvarnar í Reykjavík haft for- göngu í því starfi. í samráðshópun- um taka þátt m.a. skólamir, félags- málastofnun, kirkjan, foreldrasam- tök, lögreglan, íþróttafélögin og fleiri frjáls félagasamtök. Meðal verkefna á dagskrá er að skipu- leggja fræðslu og forvamaverkefni í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.