Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.03.1997, Blaðsíða 56

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1997, Blaðsíða 56
STJÓRNSÝSLA sýslustigi ákvörðun er tekin, en það hefur þau áhrif að aðili þarf ekki að tæma aðrar kæruieiðir innan stjórn- sýslunnar áður en til hennar er leitað. Urskurðir nefndar- innar eru endanlegir og verður þeim því ekki skotið ann- að innan stjómsýslunnar. Það hefur jafnframt þau áhrif að úrskurðir hennar hafa fordœmisgildi fyrir önnur stjórnvöld, en það stuðlar að auknu samrœmi í fram- kvæmd laganna. Til að svo megi verða er mælt svo fyrir í 19. gr. uppl. að nefndin skuli árlega gefa út úrskurði sína eða útdrætti úr þeirn. Kceruheimild Urskurðarnefnd um upplýsingamál leysir aðeins úr ágreiningi um úrlausn máls á grundvelli upplýsingalaga. Sé réttilega leyst úr máli á öðrum lagagrundvelli verður slík úrlausn ekki kærð til nefndarinnar, heldur aðeins eftir hefðbundinni kæruleið til æðra stjómvalds, ef það er fyrir hendi, sbr. 26. gr. stjómsýslulaga. Urskurðar- nefndin metur hins vegar sjálf þann úrlausnargrundvöll sem stjórnvald hefur byggt ákvörðun sína á og getur tekið mál til meðferðar heyri það undir upplýsingalög, jafnvel þótt stjómvaid það er í hlut á hafi metið lagaskil með öðrum hætti. Urskurður úrskurðarnefndar um upplvsingamál frá 27. ianúar 1997 í málinu nr. A-2/1997: Rannsóknastofnun uppeldis- og menntamála hafði tilkynnt kæranda að leitað hefði verið álits tölvunefndar á beiðni hans um aðgang að skjölum og gögnum í vörslu hennar um meðaltal úr sam- ræmdum prófum í 10. bekk einstakra grunnskóla árin 1995 og 1996 og að ekki yrði unnt að afgreiða hana fyrr en það álit lægi fyrir. Úrskurðamefnd um upplýsingamál taldi tilkynningu rannsóknastofnunarinnar fela í sér synjun um að veita aðgang að umbeðnum gögnum samkvæmt upplýsingalögum þar eð svo virtist „sem stjómvaldið telji beiðnina falla undir lög nr. 121/1989, um skráningu og meðferð persónuupplýsinga, sbr. 2. mgr. 2. gr. upplýsinga- laga“. Kæruheimildin er bundin því skilyrði að ágreiningur sé uppi um annað tveggja, skyldu stjómvalds til þess að veita aðgang að gögnum eða skyldu þess til að veita að- gang í formi ljósrits af skjali eða afrits af öðrum gögn- um. Eins og fram kernur í framangreindum útdrætti get- ur sá ágreiningur t.d. birst í því að stjómvald telji bera að leysa úr máli á grundvelli annarra laga en upplýs- ingalaga. Málsmeðferð Sá einn sem synjað er getur verið aðili að kærumáli til úrskurðamefndarinnar. Aðili sem telur sig eiga hags- muna að gæta af því að ekki verði veittur aðgangur að tilteknum gögnum, t.d. vegna þess að þar er fjallað um einkamálefni hans, getur því ekki kært ákvörðun stjóm- valds um að veita aðgang að þeim til úrskurðamefndar- innar. Hann gæti á liinn bóginn kært stjómvald til lög- reglu eða ríkissaksóknara teldi hann að ákvæði laga um þagnarskyldu hefðu verið brotin með veitingu upplýs- inganna. Samkvæmt 1. mgr. 16. gr. uppl. skal kæra til nefndar- innar vera skrifleg og fram komin innan 30 daga frá því að aðila barst tilkynning um synjunina. Eðli máls sam- kvæmt þarf nafn kæranda og póstfang að koma fram, til- greining á hinni kærðu ákvörðun og því stjómvaldi sem hana tók. Vegna kærufrests þarf kærandi að greina frá því hvenær honum var tilkynnt um hina kærðu ákvörð- un. Jafnframt þarf hann að skýra frá hvers hann óskar og af hvaða ástæðu hann telur hina kærðu ákvörðun ranga að efni til. Með kæru skulu fylgja nauðsynleg gögn, s.s. ljósrit af beiðni um upplýsingar og hinni kærðu af- greiðslu, hafi hún verið tilkynnt skriflega, en munnlega tilkynnt synjun verður væntanlega einnig eftir atvikum talin kæranleg skriflega til nefndarinnar. Hirði stjómvald ekki um að svara beiðni um aðgang að upplýsingum eða dragi það óhóflega á langinn er skv. 4. mgr. 9. gr. stjóm- sýslulaga heimilt að kæra það til þess stjórnvalds sem ákvörðun í málinu verður kærð til. Enn hefur ekki reynt á hvort úrskurðamefndin telur slík málsatvik kæranleg til nefndarinnar meðan gagnger synjun er ekki komin fram, en a.m.k. eru þau kæranleg eftir hefðbundnum leiðum, sé æðra stjómvald fyrir hendi. Upplýsingalög búa úrskurðamefndinni ekki heimild til að taka kærugjald af aðila máls. Af þeim sökum er með- ferð og úrskurður nefndarinnar aðila máls að kostnaðar- lausu. Samkvæmt rannsóknarreglu 10. gr. stjórnsýslulaga, sbr. 4. mgr. 16. gr. upplýsingalaga, ber nefndinni að sjá til þess að mál sé nægilega upplýst áður en hún kveður upp úrskurð sinn. Venjulega veitir hún stjórnvaldi því sem í hlut á stuttan frest til að lýsa viðhorfi sínu til kæmnnar og rökstyðja ákvörðun sína, hafi rökstuðningur ekki komið fram áður. Á grundvelli rannsóknarskyld- unnar og kærusambands stjórnvalda við nefndina ber hlutaðeigandi stjórnvaldi einnig að láta nefndinni í té þær upplýsingar sem málið snýst um, liggi þær á annað borð fyrir. Þegar úrskurður er upp kveðinn er hann tilkynntur kæranda og viðkomandi stjómvaldi eins skjótt og verða má, sbr. 17. gr. uppl., og ber stjómvaldinu að bregðast við úrskurðinunr jafnskjótt og hann er birtur því, nema það ákveði að leita eftir því úrræði sem boðið er í 18. gr. uppl. Ef stjórnvald er ekki sátt við niðurstöðu úrskurðar- nefndarinnar getur það á grundvelli 18. gr. uppl. leitað eftir því við nefndina að hún fresti réttaráhrifum úrskurð- ar með það fyrir augum að bera hann undir dómstóla. I athugasemdum við fmmvarp það er varð að upplýsinga- lögum kemur fram að heimild þessari beri aðeins að beita í undantekningartilvikum. Fallist nefndin á beiðn- ina ber henni að binda frestunina því skilyrði að stjóm- vald óski eftir svokallaðri flýtimeðferð einkamáls skv. XIX. kafla laga nr. 91/1991, um meðferð einkamála. 50
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.