Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.03.1997, Blaðsíða 53

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1997, Blaðsíða 53
STJÓRNSÝSLA stjórnsýslulaga þar sem þau ná aðeins til þess þegar stjómvald tekur ákvarðanir um rétt eða skyldu manna. Þess vegna má ætla að oftast reyni á 9. gr. uppl. þegar einstaklingar og lögaðilar eiga réttmæta hagsmuni um- fram aðra af því að fá upplýsingar sem varða þá sérstak- lega í öðrum tilvikum en þeim sem falla undir stjóm- sýslulögin. Sem dæmi má nefna ýmsa þjónustustarfsemi stjórnvalda, svo sem umönnun fatlaðra og aldraðra, kennslu, bókavörslu og félagslega ráðgjöf. Upplýsingar um slík mál em almennt ekki veittar á grundvelli stjóm- sýslulaga. A þessum sviðum geta einstaklingar aftur á móti oftast fengið aðgang að þeim upplýsingum sem skráðar hafa verið unt þá á grundvelli 9. gr. uppl. Þannig ætti maður almennt að geta fengið aðgang að þeim upp- lýsingum sem starfsmaður félagsmálastofnunar hefur skráð um hann í tilefni af félagslegri ráðgjöf sem honum hefur verið veitt vegna félagslegs og persónulegs vanda hans. Samkvæmt 1. mgr. 9. gr. er upplýsingaréttur aðila skil- greindur á svipaðan hátt og upplýsingaréttur almennings skv. 3. gr. s.l. að því viðbættu að skjöl og önnur gögn, sem óskað er eftir aðgangi að, skulu hafa að geyma upplýsing- ar um aðila sjálfan, en aðili í þessum skilningi getur hvort heldur verið einstaklingur sem lögaðili. I 2. og 3. mgr. koma síðan fram þær takmarkanir sem gera verður á upplýsingarétti aðila vegna mikilvægra hagsntuna. Takmarkanirnar eru annars vegna vegna einkahagsmuna annarra einstaklinga og hins vegar vegna opinberra hagsmuna. Reikna má með að hags- munir hins opinbera af leynd rekist tiltölulega sjaldan á við hagsmuni einstaklings af því að fá vitneskju um upplýsingar er varða hann sjálfan. A þetta getur engu að síður reynt og gilda þá undanþágur 4. gr. og takmarkanir 6. gr. uppl. fullum fetum, sbr. 1. og 2. tölul. 2. mgr. 9. gr. uppl. Á hinn bóginn er líklega algengara að sömu gögn hafi að geyma upplýsingar um einka-, fjárhags- eða viðskiptamálefni fleiri en eins aðila. Reynir þá á andstæða hagsmuni, annars vegar þess sem upplýsing- anna óskar og hins vegar annarra þeirra sem hlut eiga að máli og kunna að eiga réttmæta hagsmuni af því að til- teknum atriðum, er þá varða, sé haldið leyndum. Kjami reglunnar í 3. mgr. 9. gr. uppl. felst í því að vega skuli og meta þessa andstæðu hagsmuni en síðamefndu hags- munimir em að meginstefnu til hinir sömu og liggja að baki 5. gr. uppl. Til viðmiðunar rná hafa að aðgangur að gögnum verður því aðeins takmarkaður að talin sé hætta á því að einkahagsmunir skaðist ef aðila yrði veittur að- gangur að upplýsingum. Sjónarmið urn að aðgangur að tiltekinni tegund upplýsinga sé almennt til þess fallinn að valda einhverju tjóni geta því ekki orðið til að synja aðila um aðgang að gögnum, heldur verður að leggja mat á aðstæður í hverju máli fyrir sig. Úrskurður úrskurðarnefndar um unnlvsingamál frá 12. mars 1997 í málinu nr. A-7/1997: Opinber stofnun hafði synjað kæranda um aðgang að bréfi frá þriðja aðila sem höfðu að geyma upplýsingar er snertu kæranda sjálfan. Bréfið var sent stofnuninni sem meðeiganda bréfritara að fasteign sem kærandi sóttist eftir að fá að nýta og var því ekki hluti af stjómsýslumáli þar sem taka átti stjómvalds- ákvörðun í skilningi 2. mgr. 1. gr. stjómsýslulaga. Af þeim sökum gilti III. kafli upplýsingalaga um aðgang kæranda að bréftnu. I úrskurðinum kemur fram að nefndin hafi á grundvelli 3. mgr. 9. gr. uppl. metið hagsmuni bréfritara af að halda upplýsingum í bréfinu leyndum. Síðan segir að það sé „álit úrskurðamefndar ... að í hinu umbeðna skjali sé ekki að ftnna neinar þær upplýsingar um einkamálefni annarra, sem mæli með því að upplýsingunum sé haldið leyndum. Sérstaklega skal tekið fram að í athugasemdum með frumvarpi til upplýsingalaga segir berum orðum að yftrlýsing þess, sem á andstæðra hagsmuna að gæta, um að hann vilji ekki að upplýsingar, sem leitað er eftir skv. 9. gr. laganna, séu gefnar sé ein og sér ekki nægileg ástæða til að synja beiðni um upplýsingar." Úrskurðað var að stofnun- inni bæri að veita kæranda aðgang að hinu umbeðna skjali. Málsmeðferó Sá sem fer fram á aðgang að gögnum öðlast ekki þar með aðild að því máli sem gögnin varða. Hann verður hins vegar aðili að nýju og sjálfstæðu stjórnsýslumáli sem hefst á því að stjórnvald fær í hendur beiðni hans um aðgang að gögnum og ber við meðferð þess að fylgja bæði almennum reglum stjómsýslulaga eins og hnykkt er á í 2. mgr. 11. gr. uppl., svo og þeim sérstöku reglum sem settar eru í IV. kafla uppl. Hér verður einungis gefið stutt yfirlit yfir reglur síðamefndu laganna en þær ýmist árétta nokkrar reglur stjórnsýslulaga eða gera auknar kröfur til málsmeðferðar stjómvalda. Hvert á að beina erindi um aðgang að gögnum? I 3. mgr. 10. gr. upplýsingalaga er mælt fyrir um til hvaða stjómvalds beina beri erindi um aðgang að gögn- um og þar með hvaða stjómvald sé bært að lögum til að taka ákvörðun um það hvort aðgangur skuli leyfður. I ákvæðinu er greinarmunur gerður á því hvort óskað er aðgangs að gögnum stjórnsýslumáls þar sem taka á eða tekin hefur verið stjómvaldsákvörðun, sbr. 2. mgr. 1. gr. stjómsýslulaga, eða hvort óskað er aðgangs að gögnum annarra mála. Þegar um stjómsýslumál er að ræða heyr- ir undir það stjórnvald, sem taka mun eða tekið hefur ákvörðun í málinu, að leysa úr beiðni um aðgang að gögnum þess, en að öðrum kosti það stjómvald sem hef- ur gögn í vörslum sínum, nema annað leiði af lögum. Ef fleiri en eitt stjómvald búa yfir sömu gögnum getur sá sem óska vill aðgangs að þeim valið til hvaða stjómvalds hann beinir erindi sínu, nema ef um stjómsýslumál er að ræða, þá einungis til þess stjórnvalds sem fer með ákvörðunarvald í málinu, enda ætti það almennt að vera best í stakk búið til að meta hvort og þá að hvaða marki takmörkunarreglur 5. og 6. gr. uppl. eigi við. Þessi regla hefur t.d. þýðingu þegar gögn stjómsýslumáls eru send öðrum stjómvöldum í tilefni af álitsumleitan. Sem dæmi 4 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.