Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.03.1997, Blaðsíða 44

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1997, Blaðsíða 44
STJÓRNSÝSLA UPPLÝSINGALÖGIN Kristján Andri Stefánsson lögfrœðingur, deildarstjóri íforsœtisráðuneytinu Hinn 1. janúar síðastliðinn öðluðust gildi ný lög um aðgang almennings að upplýsing- um hjá stjórnvöldum. Eru það fyrstu lögin sem hafa að geyma almennar reglur á þessu sviði. Er óhætt að fullyrða að þær breyti starfsskilyrðum stjórnvalda allverulega frá því sem verið hefur, enda hefur íslensk stjórnsýsla þangað til nýlega þróast með nokkuð öðrum hætti en hjá næstu nágranna- þjóðum okkar, þar á meðal hjá Færeyingum sem tóku upp reglur um „innlit'* í stjómsýsl- una árið 1994. Það var þó á svipuðum tíma og annars staðar á Norð- urlöndum sem áhugi á og tilraunir til að setja upplýs- ingalög hófust á Alþingi. Arið 1969 var tillaga til þings- ályktunar um upplýsingaskyldu stjórnvalda fyrst lögð fram og var tvívegis endurflutt áður en hún var sam- þykkt í maí 1972. Upp úr því voru stjórnarfrumvörp þess efnis nokkrum sinnum lögð fram á áttunda áratugn- um en síðan var málinu ekki hreyft á ný fyrr en um ára- tug síðar þegar áform um setningu reglna af þessu tagi tóku að rata inn í stefnuyfirlýsingar og málefnasamn- inga ríkisstjóma. Umboðsmaður Alþingis benti einnig á bagalegan skort á slíkum reglum fljótlega eftir að hann tók við embætti og loks tókst í sjöundu tilraun á síðast- liðnu vori að afgreiða frumvarp það er varð að upplýs- ingalögum nr. 50/1996. Á þessu sviði höfðu fyrir aðeins verið settar reglur um einstaka málaflokka, svo sem lög um upplýsingamiðlun og aðgang að upplýsingum um umhverfismál, nr. 21/1993, og um tiltekna Iwpa, svo sem um aðgang aðila máls samkvæmt stjómsýslulögum nr. 37/1993 að upp- lýsingum um stjórnsýslumál, auk nokkurra annarra dreifðra og ósamstæðra ákvæða í lögum sem höfðu því ekki mikla almenna skírskotun." Algengara hefur og verið að starfsskilyrði stjómvalda hafi verið vörðuð á hinn veginn, með þagnarskylduákvæðum í lögum, ýmist 1) Til fróðleiks má benda á dæmaskrá sem fylgdi frumvarpi til upp- lýsingalaga í meðferð Alþingis og birt var sem fylgiskjal 1 við það frumvarp, Alþt. A, 1995-1996, bls. 3034-3037, og í ritinu Upplýsingalögin ásamt greinargerð, forsætisráðuneytið 1996, bls. 77-80. almenns eðlis eða um sérgreind tilvik sem op- inberum starfsmönnum hefur verið skylt að gæta að við meðferð upplýsinga í vörslum stjómvalda. Þegar settum reglum sleppti má því segja að almenningur hafi ekki átt neinn rétt til aðgangs að upplýsingum hjá stjórn- völdum en á hinn bóginn hafi stjómvöldum oft verið heimilt að veita almenningi rýmri aðgang að upplýsingum en réttur beiðanda stóð til, enda hafi reglur um þagnarskyldu ekki staðið í vegi fyrir því. Það hefur því verið til baga jafnt fyrir almenning sem og starfslið stjórnsýslunnar að búa ekki að hlutlægum reglum á þessu sviði og úrlausn mála á ólögfestum grundvelli, sem rétt er að hnykkja á að getur orðið ansi flókin og ekki einfalt að leysa úr, hefur oft valdið töfum og stundum harðvítugum deilum um aðgang að upplýs- ingum hjá stjómvöldum, hamlað því að samræmd fram- kvæmd kæmist á og jafnvel ýtt undir að gögnum hafi í vafatilvikum verið haldið leyndum umfram það sem þörf hefur verið á. Með upplýsingalögunum hafa nú verið settar skýrari reglur en áður hafa gilt um rétt almennings til aðgangs að gögnum í vörslu stjómvalda og jafnframt hefur verið tryggt að unnt verði að leysa úr ágreiningi um úrlausn stjórnvalda á grundvelli laganna með einföldum og skjótum hætti, eins og nánar verður vikið að síðar. Með lögunum hefur réttur almennings til aðgangs að gögnum verið rýmkaður mikið frá því sem áður var á þeim svið- um sem stjómvöldum hefur verið talið heimilt, en ekki skylt, að láta upplýsingar í té. Á skýringarmyndinni hér á eftir er þeim breytingum sem upplýsingalögin eiga að leiða til lýst með einfölduðum hætti. Þjóófélagsleg nauósyn og markmió upplýsingalaga Þegar forsætisráðherra mælti fyrir fmmvarpi til upp- lýsingalaga á Alþingi benti hann á að fyrri frumvörp hefðu hlotið misgóðar undirtektir í þinginu og þjóðfélag- inu almennt, allt frá því að vera drærnar við fyrstu fmm- vörpunum til þess að vera kröftuglega gagnrýnd. Sú gagnrýni hefði aðallega beinst að samspili meginreglu þeirra um óheftan aðgang að opinberum gögnum við þær 38
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.