Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.03.1997, Blaðsíða 48

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1997, Blaðsíða 48
STJÓRNSÝSLA vegar er gerð krafa til að beiðni um aðgang tiltaki það mál eða þau gögn í máli sem leitað er eftir en það kemur unt leið í veg fyrir að unnt sé að óska aðgangs að ótil- teknum fjölda mála eða gögnum í ótilteknum málum af ákveðinni tegund eða frá ákveðnu tímabili. Að öllum líkindum hefur þessi afmörkun í för með sér að ekki er t.d. liægt að óska aðgangs að fundargerðunt sveitar- stjórna eða annarra stjórnsýslunefnda sem að jafnaði hafa fleiri en eitt og óskyld mál til umfjöllunar á fundurn sínum. Hins vegar myndar umfjöllun um mál í fundar- gerð hluta af gögnum þess og væri því rétt að láta í té út- drátt úr þeint hluta fundargerðar er mál varðar, ef að- gangur er á annað borð heimill skv. 1. mgr. 3. gr.:’ Þessi afmörkun er útfærð frekar í 1. mgr. 10. gr. uppl. og verður nánar vikið að henni síðar. Jafnframt gerir sami áskilnaður 1. mgr. 3. gr. uppl. almennt kröfu til að gögn hafi verið búin til, lögð fram eða þeirra aflað vegní/ máls sem er eða hefur verið til meðferðar eða afgreiðslu hjá stjórnvöldum. Búi stjórnvöld yfir gögnum af öðru til- efni, t.d. vegna framleiðslu á efni sem þau hafa að geyma, standa líkur til að lögin eigi ekki við. Loks leiðir sama afmörkun 1. mgr. 3. gr. til þess að lögin veita ekki rétt til aðgangs að skrárn sem stjómvöld halda, ef frá er talin undantekning 3. tölul. 2. mgr. 3. gr. um dagbókar- færslur og ntálaskrár. I 2. mgr. 3. gr. uppl. er nánar tiltekið til hvaða gagna upplýsingaréttur 1. mgr. 3. gr. nær til. Ekki skiptir máli hvenær gögn urðu til eða hvenær þau bárust stjómvöld- um, sbr. 2. mgr. 24. gr. uppl. Samkvæmt 1. tölul. 2. mgr. 3. gr. nær réttur til að- gangs að gögnum til allra skjala sem mál varða og skv. 2. tölul. sömu málsgreinar til allra annarra gagna sem til eru í máli. Meginreglan er samkvæmt þessu að upplýs- ingaréttur almennings gildir án tillits til á hvaða formi upplýsingar eru varðveittar innan stjómsýslunnar. Jafn- framt gildir upplýsingarétturinn bæði um mál sem lokið er og um þau sem enn eru til meðferðar. Rétturinn nær hins vegar aðeins til gagna sem til eru þegar um þau er beðið. A stjómvöld er því hvorki lögð skylda til að út- búa gögn sem ekki eru til né heldur til að kynna eða senda gögn sem eftir eiga að bætast við mál á síðara tímamarki. Réttinum til aðgangs að gögnum em þó sett tímamörk í tvenns konar tilvikum. Annars vegar verður réttur til aðgangs að afritum af bréfum sem stjómvald hefur sent frá sér ekki virkur fyrr en ætla má að viðtakanda hafi borist erindið skv. 1. tölul. 2. mgr. 3. gr. og hins vegar má ekki veita upplýsingar um hverjir sótt hafa um opin- berar stöður fyrr en umsóknarfrestur er liðinn skv. nið- urlagi 4. tölul. 4. gr. uppl. Að því er fyrra atriðið varðar kemur til álita hvort sú regla komi í veg fyrir að stjóm- 2) I úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál frá 30. janúar 1997 í málinu nr. A-3/1997 var hreppsnefnd gert að veita aðgang að tilteknum bókunum í tveimur fundargerðum hreppsnefndar. vald geti að eigin frumkvæði birt upplýsingar í slíkum gögnum áður en viðtakanda er kunnugt um þær, en það getur t.d. átt við urn það verklag sveitarstjóma eða fram- kvæmdastjórna sveitarstjórna að tilkynna opinberlega um ákvarðanir teknar á fundum þeirra þegar að þeim loknum. Þessu svara upplýsingalögin ekki beint, enda byggjast þau á frumkvæði almennings. Við upplýsinga- miðlun að frumkvæði stjórnvalda gildir því eftir sem áður sú óskráða meginregla stjómarfarsréttar að þeim sé almennt heimilt að láta upplýsingar í té þegar reglur um þagnarskyldu standa ekki í vegi fyrir því. Við afmörkun þessarar heimildar væri stjómvöldum hins vegar rétt að taka bæði mið af markmiðum upplýsingalaga, sem og þeim takmörkunum sem undanþágur frá meginreglu þeirra setja og eru yfirleitt hinar sömu og reglur um þagnarskyldu standa fyrir þegar þær eiga við. Þá er í 3. tölul. 2. mgr. 3. gr. uppl. veittur réttur til að- gangs að dagbókarfærslum sent lúta að gögnum máls og lista yfir málsgögn, en skv. 1. mgr. 22. gr. uppl. er stjómvöldum skylt að færa skrá yfir mál sem þau fá til meðferðar og varðveita málsgögn þannig að þau séu að- gengileg. Vert er að árétta að þetta ákvæði veitir hins vegar ekki alntennan aðgang að dagbók stjórnvalda, þannig að hægt sé að kanna hvaða mál hafi kornið til af- greiðslu hjá þeim, heldur einungis að þeim hluta hennar sem geymir færslur um það mál sem tiltekið er í beiðni. Með því að upplýsingalögin taka einungis til fyrirliggj- andi gagna hjá stjómvöldum verður jafnframt að líta svo á að aðgangur verði aðeins veittur að lista yfir málsgögn ef hann er á annað borð til en leggi ekki skyldu á stjóm- völd til að útbúa hann sérstaklega. Rétt er þó að benda á að slíkir listar auðvelda mjög framkvæmd upplýsinga- laga og stjómvöld ættu almennt að haga skjalastjórnun sinni með þeim hætti að hún nýtist á hagkvæman hátt til að leita að, fínna og láta í té gögn eftir þeim leiðum sem upplýsingalögin bjóða. Er óhætt að fullyrða að það verð- ur meðal þeirra atriða sem reglugerð, sem heimilað er að setja í 2. mgr. 22. gr. uppl., um skjalastjómun í stjóm- sýslu ríkisins, mun hafa að meginmarkmiði. Enda þótt sú reglugerð muni að vísu ekki taka til skjalastjórnunar í stjómsýslu sveitarfélaga er rétt að benda á að stofnunum þeirra er jafnskylt og ríkinu að haga skjalastjómun sinni með þeirn hætti að hún svari þeim lágmarkskröfum sem upplýsingalög setja og heyra til vandaðra stjórnsýslu- hátta. Loks er í 23. gr. lögfest ein forsenda þess að upplýs- ingalögin hafi tilætluð áhrif en það er reglan um skrán- ingu upplýsinga urn málsatvik. Þessi regla kemur m.a. í veg fyrir að stjómvöld fari í kringum upplýsingalögin með því að koma því svo fyrir að stjómsýslumál séu ein- göngu afgreidd á grundvelli munnlegra upplýsinga þannig að ekki verði til nein gögn í máli sem almenning- ur á rétt til aðgangs að. Þessi regla á þó eingöngu við urn meðferð stjómsýslumála í skilningi stjómsýslulaga, en á t.d. ekki við um þjónustustarfsemi, svo sem kennslu og 42
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.