Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.03.1997, Blaðsíða 13

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1997, Blaðsíða 13
HEIÐURSBORGARAR Friðgeir Þorsteinsson heiðursborgari Stöðvarhrepps Friögeir Þorsteinsson, heiöursborgari Stöövarhrepps, Guöríöur dóttir hans og Vil- hjálmur Hjálmarsson, fv. oddviti og alþingismaöur frá Brekku í Mjóafirði. Ljósm. Al- bert Ó. Geirsson. I tilefni þess að 100 ár voru liðin frá því að verslunarrekstur hófst í byggðinni og að 90 ár voru frá því að Stöðvarhreppur varð sérstakt sveitarfélag samþykkti hrepps- nefndin einróma að kjósa Friðgeir Þorsteinsson heiðursborgara hrepps- ins. „Þegar litið er yfir sögu Stöðvar- fjarðar er nafn Friðgeirs Þorsteins- sonar í Árbæ áberandi,“ sagði Al- bert Omar Geirsson, sveitarstjóri Stöðvarhrepps, er hann afhenti hon- um heiðursborgarabréf því til stað- festingar á hátíðinni í júlí. „Hann var einn af 28 manna hópi sem kom saman til fundar á vordögum 1931 til þess að stofna kaupfélag á staðn- um. Var Friðgeir kjörinn fundar- stjóri þess fundar, aðeins 21 árs að aldri. Frá þeim tíma hefur kaupfélag verið rekið á Stöðvarfirði," sagði Albert. Friðgeir í Árbæ er fæddur á Stöðvarfirði 15. febrúar 1910 og var því 86 ára gamall á sl. ári. Hann átti sæti í hreppsnefnd Stöðvarhrepps frá árinu 1937 til ársins 1970, eða í 33 ár, og var oddviti frá árinu 1940 til ársins 1970, eða í þrjátíu ár. Næsta kjörtímabil á eftir, 1970-1974, var hann formaður hafnarnefndar, eins og hann hafði löngum verið, og var annar tveggja endurskoðenda hreppsins sama kjörtímabil. Þá sat hann fyrir hrepp- inn í sýslunefnd Suður-Múlasýslu 1944-1970. „I marga áratugi er nafn Friðgeirs Þorsteinssonar samofið nafni Stöðv- arhrepps. Það má segja að fram- kvæmdir og framfarir í byggðarlag- inu hafi verið að miklu leyti undir hans stjóm eða fyrir hans tilverkn- að,“ sagði sveitarstjórinn. Á starfsárum hans var unnið að hafnargerð, skólamálum og öðrum menntamálum, að samgöngubótum, byggingu frystihúss, að rafvæðingu og fleiru. Hann vann að uppbygg- ingu Samvinnubankaútibús, sem síðar varð útibú Landsbanka ís- lands. Þá var Friðgeir umboðsmaður Brunabótafélags Islands, sá um sjúkrasamlagið og sat á Fiskiþingi í FRÁ STJÓRN SAM- BANDSINS Sigríður Stefánsdóttir varaformaður Á fundi stjórnarinnar hinn 21. nóvember sl. var Sigríður Stefáns- dóttir, bæjarfulltrúi á Akureyri, kos- in varaformaður sambandsins til eins árs. Jafnframt voru Valgarði Hilmars- syni þökkuð störf hans sem varafor- manns síðasta starfsár. þrjá áratugi. Auk starfs í þágu sveit- arfélagsins sótti Friðgeir sjó og stundaði landbúnað til heimilisnota. Eiginkona Friðgeirs var Elsa Jóna Sveinsdóttir frá Bæjarstöðum í Stöðvarfirði, er lést síðla árs 1978. Þau eignuðust 6 böm. Sveitarfélög Getum útvegað erlendis frá, bœði notað og nýtt, allar gerðir vinnuvéla, vörubíla og traktora svo og heyvinnuvélar. Helgi Harðarson Uppl. í síma 565 4162 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.