Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.03.1997, Page 13

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1997, Page 13
HEIÐURSBORGARAR Friðgeir Þorsteinsson heiðursborgari Stöðvarhrepps Friögeir Þorsteinsson, heiöursborgari Stöövarhrepps, Guöríöur dóttir hans og Vil- hjálmur Hjálmarsson, fv. oddviti og alþingismaöur frá Brekku í Mjóafirði. Ljósm. Al- bert Ó. Geirsson. I tilefni þess að 100 ár voru liðin frá því að verslunarrekstur hófst í byggðinni og að 90 ár voru frá því að Stöðvarhreppur varð sérstakt sveitarfélag samþykkti hrepps- nefndin einróma að kjósa Friðgeir Þorsteinsson heiðursborgara hrepps- ins. „Þegar litið er yfir sögu Stöðvar- fjarðar er nafn Friðgeirs Þorsteins- sonar í Árbæ áberandi,“ sagði Al- bert Omar Geirsson, sveitarstjóri Stöðvarhrepps, er hann afhenti hon- um heiðursborgarabréf því til stað- festingar á hátíðinni í júlí. „Hann var einn af 28 manna hópi sem kom saman til fundar á vordögum 1931 til þess að stofna kaupfélag á staðn- um. Var Friðgeir kjörinn fundar- stjóri þess fundar, aðeins 21 árs að aldri. Frá þeim tíma hefur kaupfélag verið rekið á Stöðvarfirði," sagði Albert. Friðgeir í Árbæ er fæddur á Stöðvarfirði 15. febrúar 1910 og var því 86 ára gamall á sl. ári. Hann átti sæti í hreppsnefnd Stöðvarhrepps frá árinu 1937 til ársins 1970, eða í 33 ár, og var oddviti frá árinu 1940 til ársins 1970, eða í þrjátíu ár. Næsta kjörtímabil á eftir, 1970-1974, var hann formaður hafnarnefndar, eins og hann hafði löngum verið, og var annar tveggja endurskoðenda hreppsins sama kjörtímabil. Þá sat hann fyrir hrepp- inn í sýslunefnd Suður-Múlasýslu 1944-1970. „I marga áratugi er nafn Friðgeirs Þorsteinssonar samofið nafni Stöðv- arhrepps. Það má segja að fram- kvæmdir og framfarir í byggðarlag- inu hafi verið að miklu leyti undir hans stjóm eða fyrir hans tilverkn- að,“ sagði sveitarstjórinn. Á starfsárum hans var unnið að hafnargerð, skólamálum og öðrum menntamálum, að samgöngubótum, byggingu frystihúss, að rafvæðingu og fleiru. Hann vann að uppbygg- ingu Samvinnubankaútibús, sem síðar varð útibú Landsbanka ís- lands. Þá var Friðgeir umboðsmaður Brunabótafélags Islands, sá um sjúkrasamlagið og sat á Fiskiþingi í FRÁ STJÓRN SAM- BANDSINS Sigríður Stefánsdóttir varaformaður Á fundi stjórnarinnar hinn 21. nóvember sl. var Sigríður Stefáns- dóttir, bæjarfulltrúi á Akureyri, kos- in varaformaður sambandsins til eins árs. Jafnframt voru Valgarði Hilmars- syni þökkuð störf hans sem varafor- manns síðasta starfsár. þrjá áratugi. Auk starfs í þágu sveit- arfélagsins sótti Friðgeir sjó og stundaði landbúnað til heimilisnota. Eiginkona Friðgeirs var Elsa Jóna Sveinsdóttir frá Bæjarstöðum í Stöðvarfirði, er lést síðla árs 1978. Þau eignuðust 6 böm. Sveitarfélög Getum útvegað erlendis frá, bœði notað og nýtt, allar gerðir vinnuvéla, vörubíla og traktora svo og heyvinnuvélar. Helgi Harðarson Uppl. í síma 565 4162 7

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.