Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.03.1997, Síða 36

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1997, Síða 36
UMFERÐARMÁL Komiö hefur veriö upp sjálfvirku umferöareftirliti viö sex af fjöl- förnustu gatnamótum borgarinnar. Siguröur Valur Sigurösson teiknaöi myndirnar sem greininni fylgja. ferðarráðs sem lagði til allan búnað fyrir úrvinnslu gagna. Með sjálfvirku umferðareftirliti er verið að gera löggæslu skilvirkari og fækka alvarlegum slysum sem verða vegna aksturs á rauðu ljósi. Ef vel tekst til má því búast við aukinni notkun myndavéla í þessum tilgangi og jafnvel til hraðamælinga. Vettvangsskoöun. Umferðarnefnd Reykjavíkur kynnir sér ásamt embættismönnum og sérfræöingum árangur af breytingum sem geröar hafa veriö til aukins öryggis. Á myndinni eru, taliö frá vinstri, Stefán Finnsson, verkfræöingur hjá borgarverkfræö- ingsembættinu, Ólafur F. Magnússon, f umferöarnefnd og vara- borgarfulltrúi, Rúnar Geirmundsson, i umferöarnefnd, Gunnar H. Gunnarsson, verkfræðingur hjá umferöardeild, Ólafur Stefánsson, tæknifræöingur hjá embætti gatnamálastjóra, Baldvin Baldvinsson, yfirverkfræöingur hjá umferöardeild borg- arverkfræöingsembættisins, Höröur Gíslason, skrifstofustjóri hjá Strætisvögnum Reykjavikur, Óskar Dýrmundur Ólafsson, í umferöarnefnd, og dr. Haraldur Sigþórsson, deildar- verkfræöingur hjá umferöardeild. Greinarhöfundur tók myndina. Rannsóknir Vitneskju á sviði umferðaröryggismála hefur verið ábótavant hér á landi. Ekki er nóg að horfa til reynslu annarra þjóða þótt sú aðferð sé að sjálfsögðu betri en engin. í umferðaröryggisáætlun fyrir Reykjavík er bent á ýmis rannsóknarverkefni sem stuðla sérstaklega að unt- ferðaröryggi. Eftirfarandi verkefni koma þar til álita: • Skýrsla unt almenningssamgöngur í Reykjavík • Skýrsla unt biðstöðvar SVR • Yfirlit unt fyrirkomulag á skipulagi safn- og húsagatna í nýjurn hverfum • Umferðaröryggi bama annars vegar og gamals fólks hins vegar • Veðurfar og umferðaröryggi í Reykjavík • Gönguleiðir skólabama, saga, staða og framtíðarsýn • Stór ökutæki og umferðaröryggi • Skýrsla um umferðaröryggi við untferðarljós og gatnamót • Skýrsla um árangur lagfæringa áhættustaða í umferð. Hinn mannlegi þáttur Hér að frarnan hafa verið taldar upp ýmsar frarn- kvæmdir sem borgaryfirvöld hafa þegar gert eða áætla að gera á næslu árum og geta bætt umferðaröryggi. Hinu má ekki gleyma að orsakir umferðarslysa eiga sér oftar rætur í hegðun vegfarandans en í ytra umhverfi. Aróður og fræðsla sem beinist að því að bæta hegðun vegfar- enda er ekki síður mikilvægt atriði í umferðaröryggis- staifi en verklegar framkvæmdir. 2000 óhöpp og 450 umferöarsiys veróa í Reykjavík árlega í Reykjavík verða að meðaltali rúmlega 2000 lög- regluskráð umferðaróhöpp á ári. Þar af slasast fólk í rúmlega 450 tilvikum, 70 manns slasast alvarlega og fímm láta lífið að meðaltali. Áætlað hefur verið að umferðarslys á landinu öllu kosti á bilinu 11-15 milljarða og má gera ráð fyrir að a.m.k þriðjungur þess kostnaðar verði vegna umferðar- slysa í Reykjavík. Það er því til mikils að vinna að fækka slysurn í umferðinni í Reykjavík. Aðalatriðið er þó ekki þeir þættir sem hægt er að meta til fjár. Sorg og sársauki, sem umferðarslys hafa í för með sér, er aldrei hægt að bæta. Umferðaröryggisáætlun er viðleitni til þess að ná tökum á þeirri vá sem umferðarslys eru þjóðfélaginu. Heimildir: Dr. Haraldur Sigþórsson, deildarverkfræðingur hjá uniferðardeild borgarverkfræðings Umferðaröryggisáætlun fyrir umferðamefnd Reykjavíkurborgar Slysaskýrslur Umferðarráðs Hagfræðistofnun Háskóla fslands Kostnaður vegna umferðarslysa 1995 30

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.