Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.03.1997, Blaðsíða 68

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1997, Blaðsíða 68
RÁÐSTEFNUR Ritun byggðarsögu á Islensku söguþingi 28.—31. maí Byggðarsaga og ritun byggðar- sögu verða meðal helstu viðfangs- efna á fyrsta Islenska söguþinginu sem haldið verður 28.-31. maí í húsakynnum Háskóla Islands. Að þinginu standa Sagnfræðistofnun Háskóla Islands og Sagnfræðingafé- lag íslands. í fjölbreyttri dagskrá þingsins er lögð áhersla á mörg, ólík svið í sögu og fortíð Islendinga síðustu 1100 árin. Dagskráin skiptist þó í tvö að- alefni, sem standa heilan dag hvort um sig, og sex hliðarefni, sem standa hálfan dag hvert. Alla dagana verða haldin erindi í þremur mál- stofum í senn en samtals halda fyrir- lestra um sjötíu fræðimenn úr hin- um ýmsum greinum. Tengsl byggðarsögu og íslands- sögu Byggðarsaga verður tekin sérstak- lega fyrir síðasta dag þingsins sem eitt hliðarefna undir yfirskriftinni: ,,Frá hinu stóra til hins smáa". Fimm fræðimenn leggja sitt af mörkum. Friðrik G. Olgeirsson sagnfræðingur llytur fyrirlestur um breytingar á byggðarsöguritun á 20. öld. Bragi Guðmundsson lektor kynnir rannsóknir á sögu Möðru- valla í Hörgárdal. Jón Hjaltason sagnfræðingur nefnir fyrirlestur sinn: „Hvemig á að skrifa byggðar- sögu?" Magnús Guðmundsson skjalavörður setur fram aðra spum- ingu: „Fyrir hvem er byggðarsaga?" Loks fjallar Anna Olafsdóttir Bjömsson sagnfræðingur um tengsl Islandssögu og byggðarsögu. Á þinginu verður sérstök dagskrá undir heitinu Skiptar skoðanir, þar sem tíu fræðimenn af ólíkum svið- um skiptast á skoðunum um hvenær nútíminn hélt innreið sína á Islandi og fluttir verða 12 stakir fyrirlestrar sem öllum er frjálst að hlýða á. Meðal fyrirlestra í þeim flokki má nefna að Þórhallur Vilmundarson, prófessor emeritus, ræðir um „Ör- nefni og sögu", Jóhannes Nordal, fv. seðlabankastjóri, um „Efnahags- legt sjálfstæði Islendinga" og Ingi- björg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri talar um „Sögu og stjómmál". Á þingstað í Odda munu félaga- samtök og stofnanir kynna rann- sóknir sínar og starfsemi á vegg- spjöldum. Skráning þátttakenda fer fram á skrifstofu Sagnfræðistofnunar Há- skóla íslands í sírna 525 4422. Þátt- tökugjald er 6.500 kr. Innifalið í því em tvö ráðstefnurit með öllum fyrir- lestrunum sem fluttir verða á þing- inu. Hluti þinghaldsins er eingöngu ætlaður skráðum þinggestum og fer fram í Odda, en einstakir fyrirlestrar eru opnir öllum. í tilkynningu sem Sveitarstjórnarmálum hefur borist um þingið er allt áhugafólk um sögu og menningu þjóðarinnar að fomu og nýju hvatt til þess að taka þátt í því. r Tilkynning frá úrskurðamefnd um upplýsingamál Skipuð hefur verið úrskurðarnefnd um upplýsingamál sem starfar samkvæmtV. kafla upplýsingalaga nr. 50/1996. Til nefndarinnar má kæra eftirtaldar ákvarðanir stjórnvalda sam- kvæmt upplýsingalögum: 1. Synjun um aðgang að gögnum. 2. Synjun um Ijósrit af skjölum eða afrit af öðrum gögnum. Kærur til nefndarinnar skulu vera skriflegar og fram komnar innan 30 daga frá því að kæranda var tilkynnt um synjun. Póstfang nefndarinnar er: Urskurðarnefnd um upplýsingamál forsætisráðuneytinu 150 REYKJAVÍK Bréfasími 562 4014 Samkvæmt 2. mgr. 20. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 ber stjórnvöldum, þ.á m. sveitarstjórnum og stofnunum þeirra, að leið- beina um kæruleið þessa þegar synjað er um aðgang að gögn- um á grundvelli upplýsingalaga. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál 62
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.