Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.03.1997, Síða 29

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1997, Síða 29
F RÆÐSLUMÁL í stæröfræöitima. Sara, Kalli, Oddur og Gunnar vinna viö mælingar. Myndirnar meö greininni tók Ingibjörg Haraldsdóttir, kennari í Lundarskóla. Árangur starfsins En hvaða þýðingu hefur þessi ráðstöfun haft fyrir nemandann og bekkjarfélaga hans? Þessu er erfitt að svara en athyglis- verð er niðurstaða úr viðhorfskönnun sem lögð var fyrir nemendur í 3.-7. bekk við- komandi skóla. Sýndi könnunin að í þess- um bekk var áberandi meiri vinnufriður og minna var um stríðni en í öðrum bekkjum skólans. Svo virðist þvf sem tek- ist hafi að mynda félagslega sterka heild í bekknum, skapa umburðarlyndi, tillits- semi og vináttu meðal nemenda. Þessi niðurstaða er í samræmi við álit fag- manna á blöndun nemenda í skólastarfi. í Salamancaáætluninni, sem samþykkt var á ráðstefnu Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) og spænska menntamálaráðuneytisins 1994 og ísland var þátttakandi í, segir m.a.: „Nám án aðgreiningar er virkasta leiðin til að treysta samstöðu meðal barna með sérþarfir á sviði menntunar og skólafélaga þeirra. Það á að vera undantekning að barn sé sent í sérskóla - eða varanlega sérdeild eða sér- hekk ískóla sínum" (Salamancayfirlýsingin 1995, 20). Til skólans var úthlutað kennslutíma umfram viðmið- un og þannig gert kleift að koma við tveggja kennara kerfi. Ljóst má vera að hefði nemendunum tveimur ver- ið kennt einstaklingslega hefði þurft sömu úthlutun og jafnvel meiri. Með blöndun nemendanna hefur fjár- magnið sem varið er til kennslunnar nýst fleirum og því komið að meira gagni skólastarfinu öllu. Dómnefndarálit I niðurstöðum dómnefndarálits Helios II um verkefni Lundarskóla segir m.a. í lauslegri þýðingu: „Verkefni Lundarskóla erfrábœrt dœmi um gott staif að blöndun í skólastaifi. Tveim nemendum með sértœka námserfiðleika er að fullu blandað í hverfisskóla og taka báðir 100% þátt í námi og kennslu bekkjarins. Við framkvœmd verkefnisins eru allir þœttir er skipta máli varðandi blöndun í skólastaifi grannskoðaðir. Við- fangsefnið beinist að því að skapa jöfn tœkifœri með því að aðlaga mikilvœga umhveifis- og skólaþœtti. Megin- viðfangsefnið lýtur að breytingu kennsluhátta, námsað- greiningu, sérfrœðiráðgjöf skilyrðum í bekk og sveigj- anlegri bekkjarstjórnun meðal kennara. Þessi nálgun skapar gott námsumhveifi fyrir alla nemendur. Hinir fötluðu nemendur hafa hag af þessari grundvallarnálg- un. Verkefnið er borið áfi-am afnáinni samvinnu foreldra og kennara. Ahrifin ná jafhvel víðar um skólann. Staifs- lið skólans, fjölskyldur og nágrannar hafa sameiginleg gildissjónarmið og eru nánir þátttakendur í því að ná árangri. Verkefnið hefur raunverulegt gildi fyrir framkvœmd blöndunar nemenda með alvarlega námsörðugleika í Evrópu. Mörg lönd eru enn á báðum áttum um starf- rækslu blöndunarskóla fyrir þessa nemendur. Þetta verk- efni getur styrkt stjórnvöld í flestum Evrópulöndum í trú um að hœgt sé að blanda í almenna skóla jafnvel alvar- lega fötluðum nemendum. Arangur er mögulegur þegar pólitískur vilji er til að opna skóla, til að tiyggja nauð- synlegt fjármagn til blöndunarstaifsins og til að tiyggja jákvœtt og skapandi samstaifallra er að máli koma, í og utan skóla. Þannig mótar ,,skóli fyrir alla“ grundvöll „sanfélags fyrir alla“. Lokaoró íslensk skólayfirvöld geta, ekki síður en ýmis evrópsk stjómvöld, margt lært af verkefninu í Lundarskóla og sveitarstjórnir, sem tekið hafa nú við öllum rekstri grunnskóla, geta stuðlað að virkri blöndun í starfi ís- lenska grunnskólans. Eigi að ná árangri í blöndun má vera ljóst að skólanum er nauðsynleg öflug ráðgjafar- þjónusta. Hlutverk hennar er að styðja og styrkja kennar- ana í starfi, miðla þekkingu og finna lausn á kennslu- fræðilegum vandamálum. Mikilvægt er að allir kennarar skólans, almennir kennarar sem sérfræðingar, skoði það sem sameiginlegt viðfangsefni sitt að mæta þörfum allra nemenda skólans. Viðfangsefni menntunar fyrir böm og unglinga með sérþarfir er það sama og fyrir aðra nem- endur. Þannig hafa þau sama rétt til að þroska hæfileika sína í samfélagi við aðra á grundvelli sömu námsskrár, starfa og tómstunda og ætluð eru sérhverjum nemanda. Skólar án aðgreiningar eru þannig til þess fallnir að ná jöfnuði tækifæra, fullri þátttöku og hámarksnýtingu fjár í þágu allra. Þróun skóla í þessa vem er ekki aðeins tækni- legt úrlausnarefni heldur veltur á sannfæringu og dug þeirra er skólasamfélagið mynda. 23 L

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.