Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.03.1997, Side 50

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1997, Side 50
STJORNSYSLA þannig að ef telja verður að upplýsingar eigi ekki erindi við allan þorra manna ber að undanþiggja þær aðgangi. Þegar mál snertir aftur á móti fjárhags- eða viðskipta- málefni fyrirtækja og annarra lögaðila ber að leysa úr málinu á grundvelli mats á því hvort þar sé um að ræða svo mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni að ætla megi, með tilliti til aðstæðna, að það sé til þess fallið að valda hlutaðeigandi fyrirtæki tjóni, ef aðgangur er veitt- ur að upplýsingunum. Af þessum mun á úrlausnar- grundvellinum leiðir að upplýsingalögin takmarka í raun í meira mæli aðgang að upplýsingum er snerta einka- málefni einstaklinga en fjárhagsmálefni fyrirtækja. Þegar vafi leikur á hvort upplýsingar falli undir 5. gr. kann að skipta máli hvort þær eru almennt þekktar og hvort sá, sem upplýsingamar snerta, hefur sjálfur fjallað unt þær á opinberum vettvangi. Þegar mikill vafi leikur á hvort heimilt sé að veita aðgang að gögnum vegna ákvæða 5. gr. getur stjórnvaldi jafnframt verið rétt að leita álits þess sem hinar viðkvæmu upplýsingar varðar. Falli upplýsingar undir 5. gr. er heimilt að veita að- gang að þeim ef sá er upplýsingamar varðar veitir sam- þykki sitt til þess. I þessu sambandi er þó rétt að taka vara á að rétt er að gera nokkuð ríkar kröfur til að sam- þykki sé skýrt og ótvírætt enda hvílir þagnarskylda á op- inberum starfsmönnum um þessar upplýsingar. Nokkuð er örðugt við að eiga að tilgreina nákvæm- lega þau sjónarmið sem stjórnvaldi er rétt að leggja til grundvallar við mat á því hvaða einkamálefni einstakl- inga em þannig vaxin að óheimilt sé að veita almenn- ingi aðgang að þeint. Oft verður einnig að líta til sér- stakra reglna um þagnarskyldu sent koma þá í veg fyrir að aðgang megi veita að þeim upplýsingum sem þær taka til. Dæmi unt það er 2. mgr. 45. gr. laga nr. 66/1995, um grunnskóla, þar sem mælt er svo fyrir að óheimilt sé að veita upplýsingar urn vitnisburði ein- stakra nemenda öðrunt en þeirn sjálfunt og forráða- mönnum þeirra, nenta nauðsyn beri til vegna flutnings nemenda rnilli skóla. Þó er heimilt að veita fræðsluyfir- völdum þessar upplýsingar og öðrum vegna fræðilegra rannsókna enda sé krafist fullrar þagnarskyldu. Þetta ákvæði verður að telja dæmigert sérákvæði um þagnar- skyldu sent geymir svo fastmótaðar og nákvæmar reglur að þær taka frant gildissviði upplýsingalaga, sbr. síðari málslið 3. mgr. 2. gr. uppl. Þegar upplýsingar sem þess- ar eru hins vegar komnar í tölfræðilegt form þar sem nafnleyndar er gætt ntyndu hvorki þagnarskylduákvæði né 5. gr. uppl. standa því í vegi að veittur verði aðgang- ur að slíkum upplýsingum enda séu þær settar fram á þann hátt og úrtakið það stórt að ekki sé unnt að greina urn hvaða einstaklinga er að ræða. Úrskurður úrskurðarnefndar um upplvsingamál frá 27. ianúar 1997 í málinu nr. A-2/1997: Rannsóknastofnun uppeldis- og menntamála hélt því fram með vísan til 2. mgr. 45. gr. laga nr. 66/1995, um grunnskóla, að ekki væri aðeins óheimilt að veita aðgang að einkunnum einstakra nemenda, heldur yrði að gæta þess, ef útreikningar á ein- kunnum yrðu gerðir opinberir, að ekki yrði unnt að komast að einkunnum einstakra nemenda. Með vísan til 5. gr. uppl. féUst úrskurðarnefndin á þetta sjónarmið og lagði fyrir stofnunina, að fengnu áliti sérfræðings í tölfræði, að veita aðgang að útreikningunum að brott felldum upplýsingum um meðaltal einkunna í þeim skólum þar sem 10 nemendur eða færri hefðu þreytt hin samræmdu próf. í áliti sérfræð- ingsins sagði m.a.: „Miðað við eðlilegt próf eru 10 nem- endur óþarflega há tala til að koma í veg fyrir að þeir sem þekkja aðeins meðaleinkunn í skóla geti dregið miklar ályktanir um einkunnir einstakra nemenda. En sumir vita talsvert meira. Nemandi og foreldrarnir þekkja einkunn hans og oft líka einkunn besta vinarins. Hæstu einkunnir eru sjaldan feimnismál svo að hver sem vill getur fengið vitneskju um þær. Meðaleinkunn í viðbót við svona vitn- eskju getur veitt talsverðar upplýsingar um einkunnir ann- arra nemenda í fámennum hópi. Með hliðsjón af þessu sýn- ist mér að talan 10 ... sé nokkuð góð málamiðlun við laga- skyldu að veita upplýsingar um meðaleinkunn og vemda upplýsingar um einkunnir einstakra nemenda.“ Þegar sérstökum þagnarskyldureglutn sleppir er vís- bendingar um utnfang 5. gr. uppl. helst að finna í ýmsum lagaákvæðum sem sett hafa verið í sama skyni, sbr. t.d. 4. gr. tölvulaga, og í málaflokkum þar sem almennt rná búast við að slíkar upplýsingar sé að finna. I dæmaskyni má nefna upplýsingar um heilsuhagi tiltekinna einstakl- inga, svo sem grun eða vitneskju um sjúkdóma manna og lyfja-, áfengis- eða vímuefnanotkun, upplýsingar um félagsleg vandamál einstaklinga, s.s. upplýsingar um ósamlyndi milli hjóna eða milli foreldra og barna, og upplýsingar urn hvort maður hafi verið grunaður, ákærð- ur eða dæmdur fyrir refsiverðan verknað. Úrskurður úrskurðamefndar um upplvsingamál frá 22. ian- úar 1997 í málinu nr. A-l/1997: Vísað var til 4. gr. tölvu- laga við skýringu 5. gr. uppl. og á þeim grundvelli talið að upplýsingar um sakaferil einstaklings væru upplýsingar um einkamálefni sem sanngjamt væri og eðlilegt að leynt fæm. Þar eð samþykki viðkomandi lá ekki fyrir var stjómvaldinu rétt að neita kæranda um aðgang að upplýsingum um saka- feril hans, að svo miklu leyti sem þær væri að finna í þeim gögnum sem beiðni kæranda tók til. Ákvæði 5. gr. taka jafnframt til hvers konar fyrirtækja sem rekin eru á einkaréttarlegum grundvelli, t.d. sam- eignarfélaga, samvinnufélaga og hlutafélaga. Aftur á móti taka ákvæði 3. tölul. 6. gr. uppl. til opinberra fyrir- tækja og stofnana. Undir ákvæðið geta fallið upplýsingar unt atvinnu-, framleiðslu- og viðskiptaleyndarmál, svo og viðkvæmar upplýsingar um rekstrar- og samkeppnis- stöðu fyrirtækja. Úrskurður úrskurðamefndar urn upplvsineamál frá 50. ian- úar 1997 f nrálinu nr. A-3/1997: Drög að viðskiptasam- komulagi milli sveitarfélags, stjóma tveggja hlutafélaga og eins ríkisviðskiptabanka voru talin geyma upplýsingar um svo mikilvæga fjárhagsmuni hlutafélaganna að sanngjamt væri og eðlilegt að þær færa leynt, sbr. 5. gr. uppl. Hins 44

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.