Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.03.1997, Blaðsíða 67

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1997, Blaðsíða 67
RAÐSTEFNUR Ráðstefna um umhverfismál í sveitarfélögum á Egilsstöðum 9.-10. júní Sigurborg Hannesdóttir verkefnisstjóri, Egilsstöðum Er sveitarfélag þitt eitt þeirra sem erufarin að huga að umhveifismálum? Sérð þú fyrir þér að áhersla á umhverfismál geti aukið verðmœtasköpun í sveitarfélaginu, t.d. með aukinni ferðaþjónustu? Unga fólkið horfir til umhverfismál- anna. Paö sem viö gerum í dag skilar sér á morgun til af- komenda okkar. Skilti þessi eru framleidd á Egils- stööum og eru komin mjög víða. Greinarhöfundur tók myndina. Kaupvangur \ VINSAMLEGAST TÖÐVIÐ - VÉLINA-^- r. É Ef svo er átt þú erindi á ráðstefnu um umhverfismál í sveitarfélögum sem haldin verður á Egilsstöðum 9.-10. júní næstkomandi. Ráðstefnan er haldin að tilhlutan Norrænu ráðherranefndarinnar í samvinnu við umhverfisráðuneytið og sambandið. Markmið hennar er að kynna sveitarfélögum ýmsar leiðir til að vinna markvisst að umhverfismál- um og mun þá liggja fyrir handbók um gerð umhverfisáætlana í sveitar- félögum. Handbókin er afrakstur norræns verkefnis um umhverfis- áætlanir í sveitarfélögum sem lauk nú í mars. Sagt verður frá reynslu 17 færeyskra sveitarfélaga sem þátt tóku í verkefninu og frá umhverfis- verkefni Egilsstaðabæjar sem tók þátt fyrir íslands hönd. Einnig verð- ur sagt frá verkefninu Hreint Suður- land sem staðið hefur frá árinu 1993 og lýkur síðar á þessu ári. Síðast en ekki síst skal getið fyrirlesara frá Noregi en þar vinna sveitarfélög nú mjög markvisst að umhverfismálum í framhaldi af samþykktum Ríó-ráð- stefnunnar. Þetta er Steinar Storelv, umhverfisfulltrúi Sambands norskra sveitarfélaga, skemmtilegur fyrirles- ari sem starfaði áður sem umhverf- isfulltrúi hjá sveitarfélagi í Norður- Noregi en hefur nú síðustu árin starfað fyrir Samband norskra sveit- arfélaga. Auk fyrirlestranna verður á ráð- stefnunni hópvinna þar sem fjallað verður um stöðu einstakra mála- flokka umhverfismála, svo sem sorphirðu, fráveitur og neysluvatns- mál, ferðaþjónustu og fleira. Þar geta þátttakendur skipst á skoðun- um og viðrað þær lausnir og leiðir sem famar hafa verið í hinum ein- stöku sveitarfélögum. Til undirbúnings hópvinnunni sendir skrifstofa sambandsins nokkrum sveitarfélögum stuttan spumingalista um stöðu umhverfis- mála hjá þeim. Þess má geta að síðdegis á fyrri degi ráðstefnunnar verður þátttak- endum boðin afþreying í anda grænnar ferðamennsku. Takmarkaður þátttakeudafjöldi Ráðstefnan verður lokuð og er fyrst og fremst ætluð kjömum full- trúum og starfsmönnum sveitarfé- laga. Þar sem þátttakendafjöldi er takmarkaður er þess óskað að full- trúar á ráðstefnuna verði skráðir sem fyrst. Ferðamiðstöð Austur- lands annast skráningu þátttakenda í síma 471 2000. Veitt verða sérstök kjör á flugi, gistingu og fæði og verður það nánar kynnt í dreifibréfi sem sent verður til allra sveitarfé- laga innan tíðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.