Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.03.1997, Síða 47

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1997, Síða 47
STJÓRNSÝSLA lýsingalögin gilda ekki um aðgang að upplýsingum og gögnum sem slík ákvæði taka til, sbr. 2. málsl. 2. mgr. 2. gr. uppl. Hins vegar leiðir gagnályktun frá 2. málsl. 3. mgr. 2. gr. til sörnu niðurstöðu að því er varðar ákveðinn hluta þagnarskyldureglna sem settar hafa verið í lög eða eiga sér skýra stoð í lögum en í því ákvæði segir að almenn ákvœði laga um þagnarskyldu tákmarki ekki rétt til að- gangs að gögnum samkvæmt upplýsingalögum. Þetta orðalag ákvæðisins skírskotar til lagatæknilegrar uppbyggingar þagnarskyldureglna og gerir ráð fyrir tvenns konar flokkun þeirra: Annars vegar eru þær settar fram sem almennt orðað- ar vísireglur og tilgreina þá ekki sérstaklega hvaða upp- lýsingar það eru sem þagnarskyldan á við um, inntak þeirra hvílir á mati og getur breyst í samræmi við ríkj- andi réttarvitund á hverjum tíma. Þetta eru þau ákvæði sem 2. málsl. 3. mgr. 2. gr. uppl. vísar til og takmarka því ekki aðgang að gögnum samkvæmt upplýsingalög- um. Dæmi um almenn þagnarskylduákvæði er t.d. að finna í 18. gr. laga nr. 70/1996, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, og sambærilegt ákvæði var í 32. gr. eldri laga sama heitis nr. 38/1954, sem enn gilda að því leyti sem til slíkra laga er vísað í samþykktum sveit- arfélaga og ekki hafa verið endumýjaðar eftir gildistöku nýju laganna l.júlí 1996. Hins vegar hefur löggjafinn stundum vegið sjálfur og sérgreint þá hagsmuni sem almennt eru í húfí og sett þá fram með fastmótuðum og nákvœmum reglum um hvernig með skuli fara. Það fer eftir efni og orðalagi hvemig slík þagnarskylduákvæði verða skýrð og sam- þýdd ákvæðum upplýsingalaga en oft eru þeir hagsmun- ir sem slíkum ákvæðum er ætlað að verja hinir sömu og undanþáguákvæði 4.-6. gr. uppl. taka til. Það má því segja að slík ákvæði hindri því aðeins aðgang að gögn- um ef þau standa til að undanþiggja upplýsingar í víð- tækari mæli en 4.-6. gr. uppl. eða taka til annarra upp- lýsinga en þar eru undanþegnar. Fremur er fátítt að ís- lensk lög geymi slík ákvæði og óhætt að fullyrða að um óvemleg frávik er að ræða frá þeim upplýsingarétti sem upplýsingalögin veita. Af framangreindu leiðir að almenn ákvæði um þagn- arskyldu í reglugerð eða öðrum stjómvaldsfyrirmælum takmarka ekki rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt upplýsingalögum og sérákvæði um þagnarskyldu í slík- um réttarheimildum ekki heldur, nema þau eigi sér sér- staka og skýra lagastoð. Yfirmaður getur ekki heldur takmarkað þennan rétt, sé hann á annað borð fyrir hendi, með fyrirmælum um þagnarskyldu, nema þau eigi sér skýra stoð í sérákvæði laga urn þagnarskyldu. Ljóst þyk- ir t.d. að 18. gr. laga nr. 70/1996, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, og 42. gr. sveitarstjómarlaga nr. 8/1986 koma ekki í veg fyrir aðgang að gögnum sem annars væri heimill og skapa því ekki grundvöll fyrir slík fyrirmæli. í þessu samhengi er einnig vert að draga fram að stjómvöld geta ekki heitið að halda trúnað um gögn sem þeim eru látin í té og takmarkað með því aðgang al- mennings í víðtækari mæli en leiðir af undanþágu- ákvæðum 4.-6. gr. uppl. og sérákvæðum laga um þagn- arskyldu. Sá er afhendir stjórnvöldum gögn getur ekki heldur bundið þau áskilnaði um trúnað ef undanþágu- ákvæðin eiga ekki við um upplýsingamar. Úrskurður úrskurðamefndar um uDDlvsingamál frá 30, ian- úar 1997 í málinu nr. A-3/1997: Synjað hafði verið um að- gang að tilteknum bókunum í fundargerðum tveggja hreppsnefndarfunda þar sem fjallað hafði verið um mál fyr- ir luktum dyrum og ákveðið að gætt skyldi trúnaðar um málið. I niðurstöðu úrskurðamefndar sagði um þetta að „af 3. mgr. 2. gr. upplýsingalaga leiðir að ekki skiptir máli þótt hreppsnefnd hafi með heimild t' 3. mgr. 48. gr. sveitar- stjómarlaga nr. 8/1986, ákveðið að ræða málið fyrir luktum dymm og hreppsnefndarmenn skuli skv. 42. gr. laganna gæta þagnarskyldu um það sem þeir verða áskynja um í starfi sínu og leynt á að fara samkvæmt lögum eða eðli máls“. Meginreglan um almennan aögang að upplýsingum Efnisreglur laganna urn upplýsingarétt eru tvenns kon- ar. Önnur mælir fyrir um almennan aðgang að upplýs- ingum, hin um aðgang aðila að upplýsingum um hann sjálfan. Verður fyrst vikið að hinni fyrmefndu. Meginreglan um almennan aðgang að upplýsingum er í 1. mgr. 3. gr. uppl. og býður að allir geti krafist að- gangs að gögnum hjá stjómvöldum með þeim takmörk- unum sem greinir í 4.-6. gr. uppl. Aðalatriði þessarar meginreglu og það sem greinir hana frá flestum öðrum reglum um aðgang að gögnum hjá stjómvöldum er það að einstaklingar og lögaðilar, þ.m.t. fjölmiðlar, eiga lög- um samkvæmt rétt til aðgangs að gögnum mála innan stjómsýslunnar án þess að þurfa að sýna fram á tengsl við málið eða aðila þess og án þess að þurfa að sýna fram á hagsmuni af því að fá eða nota umbeðnar upplýs- ingar. I því felst jafnframt að sá er upplýsinganna beiðist þarf ekki að tiltaka ástæður fyrir beiðni sinni en af því leiðir t.d. að óheimilt væri að synja um aðgang á þeim grundvelli að ætla megi að upplýsingamar verði birtar. A hinn bóginn getur birting eða notkun upplýsinga sem afl- að er á grundvelli upplýsingalaga varðað við lög, svo sem höfundarlög og almenn hegningarlög, og viðkom- andi getur verið gert að sæta ábyrgð eftir almennum reglum. Inntak meginreglunnar skýrist fyrsta kastið af orðalagi hennar sjálfrar en samkvæmt 1. mgr. 3. gr. uppl. er stjómvöldum „skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að gögnum sem varða tiltekið mál með þeim tak- mörkunum sem greinir í 4.-6. gr.“. Enda þótt orðinu „mál“ beri að ljá rúma merkingu felst þó þegar í því hug- taki ákveðin afmörkun á efni upplýsingaréttarins. Annars 4 1

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.