Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.03.1997, Blaðsíða 40

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1997, Blaðsíða 40
SKI PULAGSMÁL 2. mynd. Hluti Lindahverfis sem fjallaö er um í greininni. Almenna verkfræðistofan hf. býr yfir öflugum hug- búnaði til að reikna umferðarhávaða. Forritið heitir TST0Y (Terrengmodellbasert beregning og analyse av vegtrafikkstöy) og hefur verið þróað á rannsóknarstofn- uninni SINTEF í Noregi. I forritinu er unnið með tölvu- líkan af landslagi þannig að tekið er tillit til þeirra áhrifa sem hæðir og hólar, hús og byggingar, lega vegar og langhalli hafa á dreifingu hljóðs frá umferðinni. Aðalfor- sendur útreikninganna eru meðal annars umferðarmagn, umferðarhraði og hlutfall þungra bíla í umferðinni. For- ritið byggir á norrænum reiknireglum við útreikning á umferðarhávaða, sem eru sömu reiknireglur og miðað er við í íslensku mengunarvamareglugerðinni nr. 48/1994. Kópavogsbær hefur unnið skipulag að nýju íbúðar- hverfi, Lindahverfi, sem er austan Reykjanesbrautar, það er eitt skólahverfi með um 1000 íbúðum sem skiptist í sérbýlishús, minni og stærri fjölbýlishús. Hluti þessa hverfis snýr að Reykjanesbraut sem er stofnbraut, en Fífuhvammsvegur, sem er tengibraut, liggur um mitt hverfið. Gert er ráð fyrir þungri umferð um Reykjanes- braut og einnig töluverðri umferð um Fífuhvammsveg, mestri þó næst Reykjanesbraut. Þegar tillaga lá fyrir að deiliskipulagi seinni áfanga hverfisins, sem verður norð- an Fífuhvammsvegar, var reiknað væntanlegt hljóðstig á svæðinu miðað við umferðarspár. Útreikningar staðfestu þann grun að án aðgerða væri hljóðstig yfir viðmiðunar- mörkum við nokkrar götur. I framhaldi af því var meðal annars skoðað með hjálp reiknilíkansins hvernig hag- kvæmast væri að setja upp hljóðtálma sem tryggðu að viðunandi hljóðvist yrði í hverfmu. Með hliðsjón af nið- urstöðum útreikninganna var ákveðið að byggja jarð- vegsmanir meðfram Reykjanesbraut, Lindavegi og Fífu- hvammsvegi. Deiliskipulaginu var einnig breytt lítils háttar, m.a. voru nokkur hús næst Reykjanesbraut felld út og háhýsi næst Fífuhvammsvegi lækkuð. Reikningar bentu til þess að þær aðgerðir dygðu til að kröfum meng- unarvarnareglugerðar um hljóðvist væri fullnægt í Lindahverfi nema fyrir íbúðir á efstu hæðum nokkurra fjölbýlishúsa. Þar sem ekki var talið æskilegt að breyta deiliskipulaginu frekar en orðið var setti Kópavogsbær að fengnu samþykki heilbrigðisnefndar fram sérstakar kröfur um útfærslu þeirra íbúða þar sem umferðarhávaði var áætlaður yfir viðmiðunarmörkum. Eins og áður var getið þá eru viðmiðunarmörk fyrir umferðarhávaða 55 dB(A) utan við glugga íbúðarhús- næðis en innanhúss er miðað við 30 dB(A). Hægt er að halda hljóðstigi innanhúss innan tilskilinna marka þrátt fyrir of mikinn hávaða utanhúss með því að gera sérstak- ar kröfur til byggingarinnar. Þær geta t.d. verið að setja hljóðvamargler í glugga, hljóðgildrur í opnanleg fög eða hljóðdeyfðar loftrásir til loftræsingar. Einnig getur verið æskilegt að hafa svalir djúpar og með steyptu handriði 34
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.