Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.03.1997, Síða 55

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1997, Síða 55
STJÓRNSÝSLA Sé beiðni borin fram skriflega, hvort sem það er að kröfu stjórnvalds eða ekki, ber stjórnvaldi að svara henni skriflega, sbr. 13. gr. uppl. Meginreglan um almennan aðgang að upplýsingum í II. kafla uppl. byggist á því sjónarmiði að öllum sé tryggður réttur til aðgangs að gögnum hjá stjómvöldum án þess að þurfa að sýna fram á tengsl við mál eða aðila þess og án þess að þurfa að sýna fram á hagsmuni af því að fá eða nota umbeðnar upplýsingar. Af þessu leiðir að stjómvald má ekki krefjast þess af þeim sem upplýsinga óskar að hann greini frá því í hvaða tilgangi hann vilji fá þær. Þetta horfir aftur á móti á annan veg við þegar aðili óskar eftir aðgangi að gögnurn um hann sjálfan á grund- velli 9. gr. uppl. Oski aðili að byggja rétt sinn á því ákvæði verður að gera kröfu til að hann sýni fram á tengsl sín við mál og jafnvel í hvaða tilgangi hann óskar upplýsinganna og hvaða hagsntunir séu í húfi til að hagsmunamat skv. 3. mgr. 9. gr. geti eftir atvikum farið fram. Þegar óskað er aðgangs að gögnum á grundvelli 9. gr. uppl. er stjómvaldi sennilega bæði rétt og skylt að óska eftir að aðili leggi fram persónuskilríki til að unnt verði að staðreyna að upplýsingar um einkamálefni, sent almenningi er ekki heimill aðgangur að eða þagnar- skylda kann að ríkja um, verði ekki afhentar óviðkom- andi. Málshraði Samkvæmt fyrri málslið 1. mgr. 11. gr. uppl. ber stjómvaldi svo fljótt sem verða má að taka ákvörðun um hvort það verði við beiðni um aðgang að gögnum. Mik- ilvægt er að þetta ákvæði sé virt og beiðni afgreidd án ástæðulausra tafa, enda getur upplýsingarétturinn orðið þýðingarlaus ef verulegar tafir verða á afgreiðslu slíkra erinda. A málshraðanum er þess vegna hert í síðari málslið 1. mgr. 11. gr. uppl. og stjómvöldum gert að skyldu að greina beiðanda upplýsinga frá ástæðum tafa og hvenær ákvörðunar sé að vænta, ef beiðni hans hefur ekki verið afgreidd innan sjö daga frá móttöku hennar. Frest þennan ber að reikna út í samræmi við 8. gr. stjórnsýslulaga. Hann gefur hins vegar hvorki stjóm- völdum meira svigrúm til að afgreiða erindi en leiðir af ákvæði fyrri málsliðar málsgreinarinnar, né heldur aðila rétt til að fá beiðni sína afgreidda á þeim tíma. Telji stjómvald t.d. nauðsynlegt að afla umsagnar annarra að- ila um beiðnina áður en ákvörðun er tekin, svo sem ef upplýsingar snerta viðkvæm einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga eða mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahags- muni fyrirtækja, myndi slík álitsumleitan yfirleitt seinka afgreiðslu beiðni fram yfir sjö daga frestinn. Skv. 2. mgr. 9. gr. stjómsýslulaga bæri stjórnvaldi þá að setja álitsgjafa ákveðinn frest til að láta umsögn sína í té og skv. síðari málslið 11. gr. uppl. að tilkynna beiðanda upplýsinganna um álitsumleitanina sem ástæðu tafanna og afgreiðslu beiðninnar svo fljótt sem verða má eftir að umsögn liggur fyrir. Sýning, Ijósrit eða afrit af gögnuw Samkvæmt 1. mgr. 12. gr. uppl. er meginreglan sú að stjómvald tekur ákvörðun um hvort umbeðin gögn verði sýnd eða hvort það veiti af þeim ljósrit eða afrit. Fari að- ili hins vegar sjálfur fram á að fá ljósrit eða afrit skal orðið við þeirri beiðni skv. 2. mgr. sömu greinar, nema gögnin séu þess eðlis eða fjöldi þeirra svo mikill að það sé vandkvæðum bundið. I því tilviki, eða ef stjórnvald hefur ekki til þess aðstöðu, er því heimilt að fela öðrum, s.s. fjölföldunarstofu, að annast ljósritun eða afritun gagnanna, sbr. 3. mgr. sömu greinar. Ef aðili óskar sjálf- ur að fá ljósrit eða afrit af þeim gögnum sem hann leitar eftir aðgangi að er stjómvaldi heimilt að taka fyrir það gjald samkvæmt gjaldskrá sem forsætisráðherra hefur sett og birt í B-deild Stjómartíðinda nr. 579/1996, sam- kvæmt heimild í 4. mgr. 12. gr. uppl. Sama á við ef stjómvald hefur falið öðrum að annast um ljósritun eða afritun, sbr. 3. málsl. 3. mgr. 12. gr. uppl. Skv. 2. mgr. 5. gr. framangreindrar gjaldskrár fyrir ljósrit og afrit sem veitt em á gmndvelli upplýsingalaga skal beiðandi þeirra greiða fyrir aðkeypta þjónustu samkvæmt reikningi þess er hana annast. I samræmi við vandaða stjómsýsluhætti ætti stjómvald að gera aðila grein fyrir að hann geti orð- ið fyrir kostnaði af þessum sökum, áður en Ijósritunin eða afritunin fer fram. Synjun, leiðbeiningar um rökstuðning og kœru- heimild Þegar stjómvald tekur ákvörðun um að synja beiðni um aðgang að gögnum að hluta eða öllu leyti ber að til- kynna aðila um það, sbr. 1. mgr. 20. gr. stjómsýslulaga. Hafi beiðni verið skriflega fram borin ber að svara henni skriflega, sbr. 13. gr. uppl. Hafi aðili borið fram munn- lega beiðni og henni er svarað á sama hátt á hann rétt á að fá synjun staðfesta skriflega, óski hann þess. Þegar synjun er tilkynnt skriflega ber skv. 2. mgr. 20. gr. stjómsýslulaga að leiðbeina aðila um heimild hans til að fá þá ákvörðun rökstudda, ef rökstuðningur fylgir henni ekki, og til að kæra hana skriflega til úrskurðar- nefndar um upplýsingamál skv. 14. gr. uppl. innan 30 daga frá því að tilkynningin berst honum, sbr. 1. mgr. 16. gr. uppl. Um efni rökstuðnings vísast til 22. gr. stjómsýslulaga en þar segir m.a. í 3. mgr. að takmarka megi efni rökstuðnings að því leyti sem vísa þarf til gagna sem ekki er heimill aðgangur að. Stjórnsýslukæra Með V. kafla upplýsingalaga var komið á fót sjálf- stæðri og óháðri stjórnsýslunefnd, úrskurðarnefnd um upplýsingamál, sem skipað er til hliðar við hið almenna stjórnkerfi ríkis og sveitarfélaga og falið að leysa úr ágreiningsmálum um aðgang almennings að upplýsing- um hjá stjómvöldum. Valdsvið nefndarinnar nær til allr- ar stjómsýslu hins opinbera án tillits til á hvaða stjóm- 49

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.