Sveitarstjórnarmál - 01.08.1997, Page 4
FORUSTUGREIN
Umhverfismál í sveitarfélögunum
Umhverfismálin eru víðtækur málaflokkur sem snertir
flesta þætti mannlífsins. Sífellt eykst áhugi og skilningur
almennings á mikilvægi umhverfisvemdar og æ fleiri
gera sér Ijóst að dagleg umgengni þeirra skiptir máli um
vernd náttúrunnar.
Með samþykkt Dagskrár 21 á Ríó-ráðstefnunni skuld-
bundu ríkisstjómir 181 nkis sig til að setja fram áætlanir
um sjálfbæra þróun í viðkomandi ríki og hefur ríkis-
stjóm íslands samþykkt slíka framkvæmdaáætlun í um-
hverfismálum með hliðsjón af samþykkt ráðstefnunnar.
Þróun mála hefur orðið sú að úrlausnir í umhverfis-
málum em meðal brýnustu verkefna á alþjóðavettvangi.
Þjóðum heims er að verða æ ljósara að hreint umhverfi
og óspillt náttúra séu hin verðmætustu lífsgæði sem
hverri þjóð beri að varðveita og styrkja fyrir komandi
kynslóðir. Náttúruvernd er víðfeðmur málaflokkur og
umhverfismál í víðari skilningi eru alþjóðleg og þekkja
ekki landamæri. Þessi staðreynd og reynsla þjóðanna á
sviði umhverfismála knýr þær til náins og vaxandi sam-
starfs á svo fjölmörgum sviðum um þessar mundir.
fslendingar hafa mikilla hagsmuna að gæta varðandi
virka framkvæmd umhverfis- og náttúruvemdar. Imynd
landsins út á við er hrein og óspillt náttúra og á þeim
grunni er unnið að markaðssetningu matvælavinnslunn-
ar og ferðaþjónustunnar. Bætt umgengni við landið og
hafið er því ein mikilvægasta forsenda þess að styrkja
stöðu matvælaframleiðslu og ferðaþjónustu í landinu.
Sveitarfélögin hafa á undanfömum árurn unnið með
markvissum hætti að umhverfismálum og lagt mikla
fjármuni í framkvæmdir á því sviði, ekki síst vegna
sorp- og fráveitumála. Með margvíslegum aðgerðum
hafa þau sýnt og sannað að þau taka hlutverk sitt í um-
hverfismálum alvarlega og kappkosta að rækja skyldur
sínar. Það eru fyrst og fremst sveitarfélögin, atvinnulífið
og félagasamtök en ekki ríkið sem leggja fjármuni til
umhverfisúrbóta. Árangur í umhverfismálum veltur m.a.
á fjárhagslegri getu sveitarfélaganna en byggist ekki ein-
göngu á hertum reglum sem ríkisvaldið setur og hafa
aðallega í för með sér aukinn kostnað fyrir sveitarfélög-
in og atvinnulífið. Þeirri staðreynd mega yfirvöld um-
hverfismála á íslandi ekki gleyma.
í samræmi við samþykkt Ríó-ráðstefnunnar er mikil-
vægt að öll sveitarfélög skipuleggi vinnu við gerð áætl-
ana um umhverfismál, svokallaðar „Staðardagskrár 21“,
en flest þeirra vandamála sem vikið er að í Dagskrá 21
eiga rætur í staðbundinni starfsemi, sem eðlilegast er að
staðbundið stjórnvald eins og sveitarstjórnirnar hafi
frumkvæði um að leysa. Sveitarfélögin standa næst því
fólki er umhverfismálin varða með beinum hætti og þau
eiga auðveldast með að veita almenningi fræðslu um
markmið og nauðsyn sjálfbærrar þróunar og skipuleggja
aðgerðir.
Á ráðstefnu um umhverfismál í sveitarfélögunum, sem
Samband íslenskra sveitarfélaga, umhverfisráðuneytið,
Norræna ráðherranefndin og Egilsstaðabær héldu á Eg-
ilsstöðum 9.-10. júní sl„ var fjallað um vinnu sveitarfé-
laganna að umhverfismálum og gerð umhverfisáætlana í
sveitarfélögunum. í Egilsstaðabæ hefur verið unnið að
gerð umhverfisáætlunar með hliðsjón af þeirri stefnu-
mörkun sem fram kemur í „Staðardagskrá 21".
Viðleitni sveitarfélaganna til að vinna að úrbótum í
umhverfismálum og áætlanagerð í samræmi við „Staðar-
dagskrá 21“ þarf að njóta stuðnings umhverfisyfirvalda
og skilningur þarf að vera á því að aðstæður sveitarfélag-
anna eru ntisjafnar bæði af fjárhagslegum og landfræði-
legum ástæðum. Samband íslenskra sveitarfélaga og um-
hverfisráðuneytið hafa að undanfömu átt gott samstarf
um ýmsar aðgerðir í umhverfismálum sem í framtíðinni
munu skila betri árangri í umhverfis- og náttúruvemd og
sameiginlegt verkefni þessara aðila er að kynna og auð-
velda sveitarfélögunum umrædda áætlanagerð.
Til þess að betri árangur náist í umhverfis- og náttúm-
vernd þurfa allir aðilar að leggjast á eitt, sveitarfélög,
ríki, félagasamtök og almenningur. Meginmarkmiðið er
að efla vitund fólks um nauðsyn umhverfis- og náttúm-
vemdar og hvetja til þátttöku þess í aðgerðum þar að lút-
andi þar sem henni verður við komið. Hlutverk stjóm-
valda er einnig mikilvægt hvað varðar upplýsingamiðlun
og fræðslu til almennings um alla þætti umhverfismála.
Öllu skiptir þó að almenningur hafi ekki á tilfinning-
unni að vera einungis áhorfandi eða þolandi í umhverfis-
verndarmálum, miklu fremur þarf tilfinning hins al-
menna borgara að vera sú að hann geti með markvissu
starfi og aðgerðum á þessum vettvangi ráðið miklu um
umhverfi sitt í nútíð og framtíð.
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson
1 30