Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.08.1997, Blaðsíða 36

Sveitarstjórnarmál - 01.08.1997, Blaðsíða 36
FRÆÐSLUMÁL Þverskuröur skólahússins. Vesturálman, „gatan" og austurálman tveggja hæöa. Byggingin Gatan Innra skipulag skólans byggir á „götunni“ sem tengir saman alla starfsemi innan stofnunarinnar, jafnframt því að vera rammi um félagslífið í skólanum. „Gatan“ bæði skilur að og tengir saman hina mismunandi starfsemi innan veggja skólans. Nemendur skólans eiga jafngreið- an aðgang að öllum rýmum byggingarinnar bæði til kennslu og félagsstarfa. Stigar að hæðum austurálmunn- ar eru líkt og aðkoma að „húsum“ við götu. Framan við bókasafn gegnt sal er stigi hafður breiðari til þess að undirstrika mikilvægi þessarar „stofnunar" sem bóka- safnið er í þessu götulífi. Frambrúnir stiga af annarri hæð skaga fram í götuna þannig að greina megi stað- setningu þeirra úr fjarlægð. Lyftu er valinn staður mið- svæðis í tengslum við salemiskjama sem tilheyra félags- rými skólans, þ.e.a.s. götunni og salnum. Anddyri skólans eru til enda götunnar. Norðurinn- gangurinn fyrir yngstu bömin, vesturinngangurinn fyrir millistigið og suðurinngangurinn fyrir þau elstu. Staðar- val innganganna skapar hæfilega fjarlægð milli yngri og eldri nemenda. Anddyri eru nýtt sem skápa- og skó- geymslur. Auk þess er sérstakur inngangur að búnings- herbergjum og íþróttasal vegna kvöld- og helgamotkun- ar þegar skólinn sjálfur er lokaður. Austurálma Heimastofur (almennar kennslustofur) ásamt bóka- safni, stjórnunarálmu og íþróttasal eru allar í lengri byggingunni austan götunnar, austurálmunni, sem er tveggja hæða. Þetta staðarva! hefur í för með sér að sólarálag inni í kennslustofum verður í lág- marki sem og umhverfisónæði frá skólalóð og aðkomu. Heimastofurnar tengjast göt- unni um ganga, tröppur og svalir framan við hverja stofu sem nýta má til hópvinnu. Rýmin framan við kennslu- stofurnar þjóna því hlutverki að vera áhaldageymslur, hópherbergi, myndbandaver, ræsting, lyfta o.þ.h. A úthlið- um þeirra verða litlir gluggar sem gera þessi rými að eins konar „húsum“ við „götuna". Skólagangarnir virka þá eins og „hliðargötur“ og samkomu- salurinn sem „aðaltorg“ þessa litla samfélags sem skólinn verður. Bókasafni er valinn staður miðsvæðis í húsinu, gegnt sal og myndar með honum eins konar þvergötu á aðalgötuna um aðaltröppu skólans. Þannig er lögð áhersla á þessi rými sem hjarta skólans. Veitingasölu er valinn staður við götuna í tengslum við salinn líkt og sölubúð. Stjómunarrými skólans er einnig valinn staður í bein- um tengslum við aðalinngang og aðkomu að skólanum. Þaðan eru bein tengsl við aðkomuleiðir að heimastofum. Innangengt er í tölvuver og bókasafn frá stjómunarrými. Kennarastofan nýtur næðis frá ærslum nemenda á skóla- lóðinni, er þjakaðir kennaramir leita þar skjóls í frímín- útum eftir erilsama kennslutöm. Ur kennarastofu má sjá inn í leikfimisal. Þar em jafnframt svalir og líkt og frá bókasafni mikilfenglegt útsýni til austurs. Húsverði er valinn staður framan við afgreiðslu og hefur góða yfir- sýn yftr aðkomu og inngang. Vesturálma Sérkennslustofum er valinn staður handan götunnar í styttri byggingunni, vesturálmunni, sem er einnar hæðar. Þar af leiðandi næst umbeðinn aðskilnaður þessara kennslugreina, þ.e.a.s. sérkennslu og almennrar kennslu, auk þess sem rýmishæð þessarar álmu verður meiri. Smíðastofa er fjærst vegna hugsanlegra hljóðtruflana, með sér aðkomu fyrir efni og áhöld. Hússtjómarstofa er í beinum tengslum við matsal og félagsaðstöðu nemenda. Tónlistarstofa er einnig í tengslum við sal sem gerir auð- velda samnýtingu hljóðfæra og annarra tækja með hátíð- arsal. Tónlistarstofan getur þar að auki nýst sem baksvið í tengslum við sýningar í hátíðarsal. Ahersla er lögð á að veggir stofunnar séu ekki samsíða til þess að auka hljóð- og hljómgæði. 1 62
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.