Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.08.1997, Blaðsíða 50

Sveitarstjórnarmál - 01.08.1997, Blaðsíða 50
IÞROTTIR OG UTIVIST Finnur Magnús Gunnlaugsson, skólastjóri Lundarskóla, tekur viö púlsmæli aö gjöf fyrir hönd skólans. Brynjar Halldórsson fylgist meö úr ræðustóli. Ljósm. Pröstur Aðalbjarn- arson. kaffi fyrir hátíðargesti á eftir. „Aðalbjöm" hefur nú þegar sann- að gildi sitt og er mikil lyftistöng fyrir íþróttalífið í skólanum og hafa krakkamir okkar sýnt mikinn áhuga og staðið sig vel á hverju skólamót- inu á fætur öðru í vetur og til gam- ans má geta þess að þrír piltar úr Lundi voru nú nýverið valdir í úr- tökulið fyrir unglingalandsliðið í körfubolta. íþróttasalurinn á Kópa- skeri Opnunarhátíð íþróttasalarins á Kópaskeri, sem er í öðrum enda Pakkhússins á staðnum, var svo haldin 22. mars sl. og kærkomið að fá þá aðstöðu í notkun því að við gátum ekki leyft okkur að aka böm- unum úr Kópaskersskóla í „Aðal- bjöm“ nema tvisvar í mánuði hverj- um hópi í íþróttir í vetur vegna gíf- urlegs aksturskostnaðar því samfara. Hver ferð fyrir börn frá Kópaskeri er 60 km fram og til baka og 90 km fyrir bömin af Sléttunni. Pakkhúsið, sem er 34 ára gamalt, er nú fullbúið til íþróttakennslu, en hingað til hafa nemendur á Kópa- skeri fengið afnot af mötuneytissal sláturhússins fyrir sína íþróttaiðkun. Hér er því um byltingu að ræða. Pakkhússalurinn er liðlega 280 m:, of lágt er þó til lofts til að hann geti talist „löglegur" sem keppnisvöllur í blaki, en hann nægir okkur fyllilega til þeirra nota, sem hann er ætlaður, og við erum hæstánægð með hann. Búningsaðstaðan er góð og áhorf- endasvæði á svölunum þar fyrir ofan. Dagskráin á opnunarhátíðinni, sem unnin var og kynnt af greinar- höfundi, var sem hér segir: Kirkjukór Snartarstaðakirkju söng þrjú lög undir stjórn James Storm organista. Ingunn St. Svavarsdóttir sveitar- stjóri flutti ávarp. Séra Eðvarð Ingólfsson blessaði húsið. Tónöx, nemendur tónlistarskóla Öxarfjarðarhéraðs, fluttu tónlist undir stjóm Einars A. Melax skóla- stjóra. Þorbjörg Bragadóttir, kennari í Lundi, stjórnaði blokkflautuleik yngri nemenda. Nemendur úr Lundarskóla og grunnskólanum á Kópaskeri kynntu íþróttir með því að sýna stökk, bad- minton og íslenska glímu og fleira undir stjórn skólastjóranna Finns Magnúsar Gunnlaugssonar og Höllu Óladóttur ásamt leikfimikennar- anum, Kristínu Guðbjömsdóttur. Rúnar Þórarinsson oddviti tók við húsinu úr höndum Trémálsmanna og kynnti fyrirkomulag á notkun þess. Leikskólabörn úr Krílakoti og Lundarkoti sungu nokkur lög undir stjóm Elísabetar Hauge kennara. Sex unglingsstúlkur frumfluttu gjörninginn „Vorkomuna“, skap- andi dansverk, undir stjóm Asu Jó- hannesdóttur, sem sarndi verkið; tónlistina samdi Einar A. Melax. Sýningin fékk góðar viðtökur. Loks var boðin hressing og sáu nemendur úr grunnskólanum á Kópaskeri um það undir stjóm Teits Atlasonar leiðbeinanda. Jón Karl Snorrason og Sæmundur Jóhannesson voru jafnframt með ljósmyndir úr héraðinu til sölu og sýnis á veggjum salarins. Um 260 manns á hátíóinni Um 260 manns sóttu opnunarhá- tíðina, sem heppnaðist vel og var okkur öllum til ánægju og gleði. Um kvöldið var svo haldin Góu- gleði og fyrsta Pakkhúsballið og fór það vel fram. Það hefur verið ánægjulegt að komast að raun um hve mikill og al- mennur áhugi hefur verið fyrir byggingu íþróttasalanna. Það sést best á allri þeirri sjálfboðavinnu sem unnin var á báðum stöðunum og gjafafé hinna ýmsu félagasam- taka, sem er umtalsvert í ekki stærra héraði. Rekstur iþróttasalanna tekur auð- vitað sinn toll, en með tilkomu hita- veitu verður hann minni. Við teljum að við höfum ótvírætt verið að styrkja byggð við Öxarfjörð með sölum þessum. 1 76
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.