Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.08.1997, Blaðsíða 64

Sveitarstjórnarmál - 01.08.1997, Blaðsíða 64
LAUNAMÁL Gerð kjarasamninga vel á veg komin Launanefnd sveitarfélaga hafði í lok maímánaðar gert kjarasamninga við 24 bæjarstarfsmannafélög, Fé- lag tónlistarskólakennara og fjöl- mörg verkalýðsfélög á síðustu tveimur mánuðum án atbeina ríkis- sáttasemjara. Einnig var gerður skammtímasamningur við stéttarfé- lög grunnskólakennara sem gildir til 31. júlí 1997 og verður tíminn nýtt- ur til að sinna ítarlegri endurskoðun þeirra kjarasamninga sem sveitarfé- lögin tóku við frá ríkinu vegna grunnskólakennara, eins og frá var skýrt í síðasta tölublaði. Þeir samningar sem launanefndin hefur gert hafa verið samþykktir af félögunum að undanskildum samn- ingum við Starfsmannafélag Kópa- vogs og Starfsmannafélag Vest- mannaeyjabæjar, sem felldu þá samninga sem gerðir voru við þau. Samið var á ný við Starfsmannafé- lag Vestmannaeyjabæjar og Starfs- mannafélag Kópavogs í maí og voru þeir samningar samhljóða þeim samningum sem félögin felldu með þeirri breytingu þó að niður voru felld ákvæði um vinnutímastyttingu við ákveðinn lífaldur gegn ein- greiðslu til allra starfsmanna. I öllum kjarasamningunum er gert ráð fyrir svipuðum launabreytingum og í þeim kjarasamningum sem að undanförnu hafa verið gerðir á vinnumarkaðnum. Fela þeir í sér um 4,7% upphafshækkun, 4% hækkun 1. janúar 1998 og 3,5-3,65% hækk- un 1. janúar 1999, en nokkuð er misjafnt hve langt fram á árið 2000 gildistími samninganna nær. Fer upphafshækkun þess árs eftir lengd samninga en er á bilinu 1.8-3,0%. Launanefnd átti ósamið við átta stéttarfélög um miðjan júní. Sérstaklega bar mikið á milli í samningaviðræðum við Félag ís- lenskra leikskólakennara. Hinn 21. maí sl. lagði launanefnd fram tilboð til félagsins sem er sambærilegt þeim kjarasamningum sem samið hafði verið um við önnur stéttarfé- lög en félagið hafnaði því tilboði af- dráttarlaust. Launanefnd hefur því vísað þeirri deilu til ríkissáttasemjara, enda ljóst að Félag leikskólakennara fór fram á launahækkanir sem eru langt um- fram það sem um hefur verið samið við önnur félög á síðustu misserum. Félagið hefur að viðhafðri alls- herjaratkvæðagreiðslu boðað verk- fall í leikskólum frá 22. september. Frá undirritun kjarasamninga viö Samflot bæjarstarfsmannafélaganna á Hótel Örk í Hverageröi 11. apríl. Á myndinni eru, taliö frá vinstri, Árni Guömundsson, formaöur Starfsmannafélags Hafnarfjaröarbæjar, Elin Björg Jónsdóttir, formaður Samflots bæj- arstarfsmannafélaganna, Karl Björnsson, formaöur Launanefndar sveitarfélaga, Gunn- ar Rafn Sigurbjörnsson, starfsmannastjóri Hafnarfjaröarbæjar, Lúövík Hjalti Jónsson, viöskiptafræöingur og starfsmaður Launanefndar sveitarfélaga, Karl Jörundsson, starfsmannastjóri Akureyrarbæjar, og Jóhanna Reynisdóttir, sveitarstjóri Vatnsleysu- strandarhrepps. Ljósm. Aldís Hafsteinsdóttir. Samninganefnd tónlistarskólakennara kemur af samningafundi viö Hús sveitarfélag- anna aö Háaleitisbraut 11-13. Á myndinni eru, taliö frá vinstri, Kristinn Svavarsson tón- listarkennari, Seltjarnarnesi, Atli Guðlaugsson, fv. skólastjóri Tónlistarskóla Eyjafjarö- ar, nu Tónlistarskólans á Akureyri, Björn Th. Árnason, formaöur Félags íslenskra hljómlistarmanna, Pórarinn Sigurbergsson, tónlistarkennari viö Tónlistarskóla Kefla- víkur, og Sigriöur Sveinsdóttir, formaöur Félags íslenskra tónlistarskólakennara. Ljósm. Unnar Stefánsson. I 90
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.