Sveitarstjórnarmál

Volume

Sveitarstjórnarmál - 01.08.1997, Page 64

Sveitarstjórnarmál - 01.08.1997, Page 64
LAUNAMÁL Gerð kjarasamninga vel á veg komin Launanefnd sveitarfélaga hafði í lok maímánaðar gert kjarasamninga við 24 bæjarstarfsmannafélög, Fé- lag tónlistarskólakennara og fjöl- mörg verkalýðsfélög á síðustu tveimur mánuðum án atbeina ríkis- sáttasemjara. Einnig var gerður skammtímasamningur við stéttarfé- lög grunnskólakennara sem gildir til 31. júlí 1997 og verður tíminn nýtt- ur til að sinna ítarlegri endurskoðun þeirra kjarasamninga sem sveitarfé- lögin tóku við frá ríkinu vegna grunnskólakennara, eins og frá var skýrt í síðasta tölublaði. Þeir samningar sem launanefndin hefur gert hafa verið samþykktir af félögunum að undanskildum samn- ingum við Starfsmannafélag Kópa- vogs og Starfsmannafélag Vest- mannaeyjabæjar, sem felldu þá samninga sem gerðir voru við þau. Samið var á ný við Starfsmannafé- lag Vestmannaeyjabæjar og Starfs- mannafélag Kópavogs í maí og voru þeir samningar samhljóða þeim samningum sem félögin felldu með þeirri breytingu þó að niður voru felld ákvæði um vinnutímastyttingu við ákveðinn lífaldur gegn ein- greiðslu til allra starfsmanna. I öllum kjarasamningunum er gert ráð fyrir svipuðum launabreytingum og í þeim kjarasamningum sem að undanförnu hafa verið gerðir á vinnumarkaðnum. Fela þeir í sér um 4,7% upphafshækkun, 4% hækkun 1. janúar 1998 og 3,5-3,65% hækk- un 1. janúar 1999, en nokkuð er misjafnt hve langt fram á árið 2000 gildistími samninganna nær. Fer upphafshækkun þess árs eftir lengd samninga en er á bilinu 1.8-3,0%. Launanefnd átti ósamið við átta stéttarfélög um miðjan júní. Sérstaklega bar mikið á milli í samningaviðræðum við Félag ís- lenskra leikskólakennara. Hinn 21. maí sl. lagði launanefnd fram tilboð til félagsins sem er sambærilegt þeim kjarasamningum sem samið hafði verið um við önnur stéttarfé- lög en félagið hafnaði því tilboði af- dráttarlaust. Launanefnd hefur því vísað þeirri deilu til ríkissáttasemjara, enda ljóst að Félag leikskólakennara fór fram á launahækkanir sem eru langt um- fram það sem um hefur verið samið við önnur félög á síðustu misserum. Félagið hefur að viðhafðri alls- herjaratkvæðagreiðslu boðað verk- fall í leikskólum frá 22. september. Frá undirritun kjarasamninga viö Samflot bæjarstarfsmannafélaganna á Hótel Örk í Hverageröi 11. apríl. Á myndinni eru, taliö frá vinstri, Árni Guömundsson, formaöur Starfsmannafélags Hafnarfjaröarbæjar, Elin Björg Jónsdóttir, formaður Samflots bæj- arstarfsmannafélaganna, Karl Björnsson, formaöur Launanefndar sveitarfélaga, Gunn- ar Rafn Sigurbjörnsson, starfsmannastjóri Hafnarfjaröarbæjar, Lúövík Hjalti Jónsson, viöskiptafræöingur og starfsmaður Launanefndar sveitarfélaga, Karl Jörundsson, starfsmannastjóri Akureyrarbæjar, og Jóhanna Reynisdóttir, sveitarstjóri Vatnsleysu- strandarhrepps. Ljósm. Aldís Hafsteinsdóttir. Samninganefnd tónlistarskólakennara kemur af samningafundi viö Hús sveitarfélag- anna aö Háaleitisbraut 11-13. Á myndinni eru, taliö frá vinstri, Kristinn Svavarsson tón- listarkennari, Seltjarnarnesi, Atli Guðlaugsson, fv. skólastjóri Tónlistarskóla Eyjafjarö- ar, nu Tónlistarskólans á Akureyri, Björn Th. Árnason, formaöur Félags íslenskra hljómlistarmanna, Pórarinn Sigurbergsson, tónlistarkennari viö Tónlistarskóla Kefla- víkur, og Sigriöur Sveinsdóttir, formaöur Félags íslenskra tónlistarskólakennara. Ljósm. Unnar Stefánsson. I 90

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.