Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.08.1997, Blaðsíða 24

Sveitarstjórnarmál - 01.08.1997, Blaðsíða 24
UMHVERFISMÁL Dagskrá 21 Ríó-samningurinn og hlutverk sveitarfélaga í umhverfismálum Birgir Þórðarson umhverfisskipulagsfræðingur Á umhverfis- og þróunarþingi Sameinuðu þjóðanna, sem haldið var í Rio de Janeiro í Brasilíu í júní 1992, var samþykkt áætlun þjóð- anna um umhverfis- og þróunarmál fyrir 21. öldina. Áætlun þessi er byggð á vinnu Brundtlandnefndar- innar um helstu leiðir til lausnar á vanda heimsins á 21. öldinni. Dag- skrá 21 er viðamikið verk á um 700 blaðsíðum. Pað fjallar um helstu umhverfisvandamál heimsins: haf- og loftmengun, þróun í landbún- aði, skógrækt og fjölbreytileika tegundanna, vandamál vegna aukins úrgangs, nýtingu auð- n linda og orkumál, byggða- og skipulagsmál. Bent er á nauð- * synlegar aðgerðir á hinum ýmsu sviðum til lausnar umhverfis- vandamálum. Dagskrá 21 fjallar ekki einungis um umhverfismál heldur einnig um ýmis þróunarmál, félagslega þætti og baráttu gegn fá- tækt. Fjallað er um samhengi allra þessara þátta og þörf á róttækum breytingum á neysluvenjum. Dag- skrá 21 er ekki lagalega bindandi samningur en með undirritun áætl- unarinnar hafa þjóðir heims, þ.m.t. Islendingar, skuldbundið sig til að móta ákveðna stjórnmálastefnu og siðareglur í anda sjálfbærrar þróun- ar. Þó að þessar skyldur hvíli mest á herðum stjórnvalda þá snerta þær einnig skyldur einstaklinga, heimila, fyrirtækja, sveitarfélaga og annarra opinberra aðila. Hlutverk sveitarfé- laga er sérstaklega mikilvægt í þessu samhengi, margar nauðsyn- legar breytingar og framfarir eru hluti af skyldum sveitarfélaganna og þau eru sú stjórnsýslueining sem stendur næst fólkinu og geta komið hugmyndum og breytingum í verk. Reynslan hefur einnig sýnt að sveit- arfélögin geta komið á jákvæðum breytingum, t.d. í umhverfismálum, hraðar en t.d. stofnanir á vegum rík- isins. Því er það nokkuð ljóst að stór hluti af framkvæmd Dagskrár 21 verður aðeins unninn af sveitarfé- lögum. I 28. kafla í Dagskrá 21 er fjallað um hlutverk sveitarfélaga f um- hverfis- og þróunaráætlun Samein- uðu þjóðanna. Hér eru öll sveitarfé- lög heimsins hvött til að vinna áætlun fyrir næstu öld um þessa þætti í sinni heiinabyggð í anda sjálfbærrar þróunar, umhverfis- vemdar og réttlætis. Eftirfarandi eru nokkur helstu at- riði úr 28. kafla í Dagskrá 21: Þar sem mörg vandamál og lausn- ir þeirra, sem Dagskrá 21 fjallar um, eru í höndum og á verksviði sveitar- félaga, er samvinna við sveitarfé- lögin lykilatriði til að ná markmið- um. Sveitarfélög stýra, reka og við- halda hagrænum, félagslegum og umhverfisleguni þáttum, þau bera ábyrgð á skipulagsmálum og úrbót- um í umhverfismálum í sínu héraði auk þess að hafa áhrif á þróun hnatt- rænt. Vegna beinna tengsla sveitar- félaga við íbúa er hlutverk sveitarfé- laga mikilvægt til að fræða, virkja og hlusta á skoðanir og óskir íbú- anna til að vinna að framgangi sjálf- bærrar þróunar. Sveitarfélögin skulu, í samstarfi við íbúa, vinna að gerð markmiða fyrir sjálfbæra þróun. Sveitarfélög skulu, í alþjóð- legu samstarfi, vinna að sam- ræmingu starfs til sjálfbærrar þróunar. 1. Dagskrá 21 á að vera þró- un þar sem samfélagið allt tek- ur þátt í að koma í framkvæmd, bæði með vinnu að markmiðs- setningu og að koma markmiðum í framkvæmd. Lögð er áhersla á þátttöku kvenna, bama og unglinga. 2. Dagskrá 21 er leiðarljós til framtíðarinnar. Hafa skal í huga ekki einungis lausnir vandamála næstu 5-10 árin, heldur einnig hvemig samfélagið getur best unnið að sjálfbæru samfélagi næstu 50-100 árin. 3. Dagskrá 21 fjallar um hvemig sveitarfélögin og íbúar þeirra geta lagt sitt fram til lausnar umhverfis- og þróunarvandamálum hnattrænt. Ekki er nóg að fjalla einungis unr vandamál og lausnir þeirra á heima- slóð, heldur ræða þær spurningar sem varða hvernig íbúar í sveitarfé- laginu geti lagt sitt af mörkum til að minnka álag á umhverfíð hnattrænt og hvemig þeir geti stuðlað að rétt- látri nýtingu auðlinda heimsins. 4. Dagskrá 21 fjallar ekki einung- is um umhverfið í víðri merkingu þess orðs, heldur þróun heimsins 1 50
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.