Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.08.1997, Side 30

Sveitarstjórnarmál - 01.08.1997, Side 30
FRÆÐSLUMAL Börnin voru þegar á ofanveröum sl. vetri farin aö biöa eftir skólahúsinu sínu. Ljósm. U. Stef. sér verkstæði í tengslum við mynd- og handmenntastof- ur þar sem hægt væri að gefa kost á fjölbreyttara verk- menntanámi en nú er. Þá þarf að vera svigrúm fyrir tæknikennslu en það er ný námsgrein sem horfir til nýrr- ar aldar ásamt kennslu í nýsköpun. Matsalur/samkomusalur Matsalur með góðri mataraðstöðu/samkomusalur þarf að vera miðsvæðis. Hann þarf að vera skipulagður þannig að hann nýtist sem matsalur daglega en einnig sem samkomusalur og fyrir aðra starfsemi. Æskilegt er að heimilisfræðistofan og vel hljóðeinangruð tón- menntastofa séu í tengslum við salinn. Slíkur salur er ákjósanlegur staður fyrir félags- og tómstundastarf nem- enda eftir að skólatíma lýkur. Við salinn er æskilegt að hafa afgreiðsluaðstöðu, salemi, svið, búningsaðstöðu, fatahengi og aðstöðu fyrir nemendaráð og foreldrafélag. Iþróttasalur Skipulag íþróttasalar á að vera þannig að hann nýtist til kennslu á daginn en til annarrar íþróttastarfsemi eftir kennslu. Við hönnun búningsklefa og sturtuklefa sé þess vandlega gætt að sem minnst hætta skapist á einelti. Lengri skóladvöl Húsnæði vegna dvalar nemenda í skólanum eftir að hefðbundinni kennslu lýkur þarf að vera valinn þannig staður að auðvelt sé að nýta samkomusalinn, bókasafnið og e.t.v. einhverjar sérgreinastofur fyrir böm sem dvelja lengur í skólanum. Með lengdum skólatíma munu aðrir þættir skólastarfs en hefðbundin kennsla fá aukið vægi. Ljóst er að skipulag skólahúsnæðisins hefur afgerandi áhrif á það hvernig starf í einsetnum skóla tekst. Stjóniun/viiuiuaðstaða kennara Skrifstofur skólastjóra og aðstoðarskólastjóra þurfa að vera rúmgóðar, samtengdar skrifstofu og fundaraðstöðu. Kennarastofa verður að vera á sama svæði, þar þarf einnig að vera aðstaða til að matast. Vinnuaðstaða kennara þarf að vera nálægt kennarastofu. Jafnframt þurfa kennarar að geta nýtt kennslustofur sem vinnuaðstöðu utan kennslu- tíma. Æskilegt er að skrif- stofur sálfræðings, námsráð- gjafa og hjúkrunarfræðings séu í stjómunarálmunni. Skólalóðin Vel skipulögð lóð þar sem gert er ráð fyrir helstu leikj- um bama og unglinga. Nauðsynlegt er að lóðinni sé skipt niður og hvert svæði sé skipulagt með þarfir ákveðins aldurshóps í huga. Lóðin á að vera opin svo að auðvelt sé að fylgjast með nemendum, engin skot fyrir myrkra- verk og einelti. Mikilvægt er að lóðin sé skjólgóð. Gera þarf ráð fyrir markvissri leikja- og íþróttakennslu í úti- verutíma a.m.k. einu sinni á dag, t.d. í tengslum við há- degi. Verólaunatillögurnar Dómnefnd var nokkur vandi á höndum þegar kom að því að velja úr öllum þeirn góðu tillögum sem bámst. Dómnefndin var einhuga um þær sex tillögur sem valdar voru til frekari útfærslu í annað þrep samkeppninnar og einnig um verðlaunatillögumar þrjár. A fundi dómnefndar 20. maí 1995 var nafnleynd rofin og reyndust höfundar verðlaunatillagnanna vera: 1. verðlaun, og þar með hönnun Engjaskóla, hlutu arkitektamir Baldur O. Svavarsson og Jón Þór Þorvalds- son hjá teiknistofunni Uti og Inni sf. Umsögn dómnefndar um þessa tillögu var m.a. eftir- farandi: „Tillagan býður upp á mikinn sveigjanleika hvað varðar innra fyrirkomulag og starfshætti. Hún felur m.a. í sér, að auðvelt er að aðlaga húsnæðið breytilegum for- sendum skólastarfs. Tillagan er einnig hvetjandi og gefur hugmyndaríkum skólastjórnendum og öðru starfsliði skólans tækifæri til að þróa fjölbreytilegt innra starf. Að- alkostur tillögunnar liggur í „götunni". Hún er björt og býður upp á líflegt umhverfi án þess að hafa truflandi áhrif í kennslustofunum. Staðarval hússins skapar skjól á 1 56

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.