Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.08.1997, Blaðsíða 17

Sveitarstjórnarmál - 01.08.1997, Blaðsíða 17
LÍFEYRISMÁL Er þetta rétta leiðin í lífeyrismálum sveitarfélaganna? Frá fundinum á Loftleiöahótelinu 14. nóvember 1996, þar sem kynntar voru ráðgerðar breytingar á lífeyrissjóösmálum rlkisins. Á myndinni eru, talið frá vinstri, Garöar Jónsson, deildarstjóri hagdeildar sam- bandsins, Karl Björnsson, bæjarstjóri á Selfossi, Ögmundur Jónasson, formaður BSRB, og Hálfdán Kristjánsson, bæjarstjóri á Ólafsfiröi. sveitarfélaga (LS) með grunnrétt- indum og séreignarfyrirkomulagi að hluta. Allir starfsmenn sem njóta réttinda í B-deild LSR eða réttinda í sveitarfélagasjóðum geti valið um að vera þar áfram eða að fara í LS. Allir nýir starfsmenn sveitarfélaga færu í LS og sveitarfélagalífeyris- sjóðum þar með lokað fyrir nýjum félögum. Kostir þessa möguleika eru: • Dregið verður úr uppsöfnun skuldbindinga hjá öllum sveitarfé- lögum. • Séreignarfyrirkomulagið býður upp á annars konar og oft betri út- færslu lífeyrisréttinda en áður hefur tíðkast hjá starfsmönnum í opinber- um stéttarfélögum. • Auðveldara verður að útfæra hluta lífeyrisréttinda og aðlaga þau að þörfum einstakra starfsmanna í samvinnu við þá. • Aðstæður skapast til að jafna á skemmri tíma en annars væri lífeyr- isréttindi allra starfsmanna sveitar- félaga. • Einhliða aðgerðir ríkisvaldsins í lífeyrismálum skipta sveitarfélög minna máli en áður. • Sjálfsforræði sveitarfélaga eykst. • Sjóðurinn yrði hvorki of lítill né of stór fyrir markaðinn. Gallar: • Framtíðarskuldbindingar sveitar- félaga hlaðast áfram upp vegna B- deildarfélaga og vegna starfsfólks sem verður áfram í ,,B-deildum“ sveitarfélagasjóða. • Réttindin eru föst og á ábyrgð launagreiðanda nema annað yrði ákveðið. • Líkur eru á að einhver sveitarfé- lög myndu ekki taka þátt í stofnun LS og þar með yrði rofið skarð í samstöðu sveitarfélaga. • Óvissa starfsmanna eykst og kjarasamningar gætu farið í upp- nám. Valkostur 6: Sveitarfélög hætti þátttöku í LSR fyrir nýja starfsmenn og viðkom- andi sveitarfélög loki sveitarfélaga- sjóðum fyrir nýjum starfsmönnum. Sarnið verði við almenna lífeyris- sjóði á viðkomandi landsvæðum um lífeyrismálin. Greitt yrði fyrir 10% grunnréttindin hjá slíkum sjóðum og 5,5% séreignarréttindin hjá sömu sjóðum, starfræki þeir slíkar deildir, eða að öðrum kosti hjá þeim fjár- málastofnunum sem leyfi hafa til reksturs séreignarsjóða. Kostir: • Dregið verður úr uppsöfnun skuldbindinga hjá öllum sveitarfé- lögum. • Séreignarfyrirkomulagið býður upp á annars konar og oft betri út- færslu lífeyrisréttinda en áður hefur tíðkast hjá starfsmönnum í opinber- um stéttarfélögum. • Auðveldara verður að útfæra hluta lífeyrisréttinda og aðlaga þau að þörfum einstakra starfsmanna í samvinnu við þá. • Aðstæður skapast til að jafna á skemmri tíma en annars væri lífeyr- isréttindi allra starfsmanna sveitar- félaga. • Einhliða aðgerðir ríkisvaldsins í lífeyrismálum skipta sveitarfélög minna máli en áður. • Sjálfsforræði einstakra sveitarfé- laga eykst. Gallar: • Framtíðarskuldbindingar sveitar- félaga hlaðast áfram upp vegna B- deildarfélaga og vegna starfsfólks sem verður áfram í ,,B-deiIdum“ sveitarfélagasjóða. • Nokkur hætta á átökuni við stétt- arfélög opinberra starfsmanna. • Óvissa starfsmanna eykst og kjarasamningar gætu farið í upp- nám. IV. Tillögur og nióurstöó- ur nefndarinnar a) Nokkrar staðreyndir í stöðunni Fulltrúar lífeyrissjóðsnefndarinn- ar áttu fundi með fulltrúum fjár- málaráðuneytisins, LSR og SAL- sjóðanna um framtíðarstöðu sveitar- félaganna í lífeyrismálum. Meginniðurstöður þessara funda og frekari vinnslu málsins af hálfu nefndarinnar eru eftirtaldar: 1. Við endurskoðun laga um LSR virðist ekki hafa verið gert ráð fyrir 1 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.