Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.08.1997, Blaðsíða 8

Sveitarstjórnarmál - 01.08.1997, Blaðsíða 8
FULLTRUARAÐSFUNDIR Austfiröingar á fundinum. Á myndinni eru, taliö frá vinstri, Broddi B. Bjarnason, bæjar- fulltrúi í Egilsstaðabæ og formaöur Sambands sveitarfélaga í Austurlandskjördæmi, Magnhildur B. Björnsdóttir á Ytri-Víöivöllum II, hreppsnefndarfulltrúi i Fljótsdals- hreppi, Magnús Porsteinsson, oddviti Borgarfjaröarhrepps, og Þráinn Jónsson, odd- viti Fellahrepps. var samþykkt og er svofelld: Fulltrúaráðið vísar til skýrslu starfshóps stjómar sam- bandsins um lífeyrissjóðsmál dags. 20. mars 1997 og leggur til að Samband íslenskra sveitarfélaga feli lífeyr- issjóðsnefndinni að vinna áfrarn að málinu og veiti henni jafnframt heimild til að ráða sérfræðing sér til að- stoðar. Hlutverk hans verði annars vegar að leiða saman þau sveitarfélög sem áhuga hafa á stofnun lífeyrissjóðs sveitarfélaga og hins vegar að aðstoða þau sveitarfélög sem ákveða að fara aðrar leiðir í lífeyrismálum, s.s. að semja við SAL-sjóði í viðkomandi landshlutum. Hluti nefndarinnar myndi framkvæmdanefnd sem vinni að málinu í samvinnu við fulltrúa heildarsamtaka stéttarfélaga opinberra starfsmanna. Stefnt skal að því að endanlegar niðurstöður liggi fyrir eigi síðar en við lok septembermánaðar 1997. Tölvuþjónusta sveitarfélaga Drífa Sigfúsdóttir, forseti bæjarstjórnar Reykjanes- bæjar, hafði orð fyrir fjárhagsnefnd fundarins. Nefndin lagði frain tillögu um svofellda ályktun unt málefni Tölvuþjónustu sveitarfélaga sem var samþykkt: 53. fulltrúaráðsfundur Sambands íslenskra sveitarfé- laga felur stjóm sambandsins að kanna möguleika á því að færa þjónustu einstakra tölvukerfa frá santbandinu og í því sambandi athugað með svokallaða rammasamn- inga við einstaka þjónustuaðila. í tengslum við slíka samninga verði tryggð hagkvæm og örugg þjónusta við sveitarfélögin. Fulltrúaráðið telur jafnframt mikilvægt að sambandið sinni áfram verkefnum á sviði stefnu- mótunar og samræmingar í tölvumál- urn sveitarfélaganna. í tengslunt við afgreiðslu ársreikn- ings og tillögu að fjárhagsáætlun fyrir árið 1997 kvað Drífa það álit fjár- hagsnefndarinnar að hún teldi eðlilegt að kostnaður vegna landsþings Sam- bands íslenskra sveitarfélaga verði greiddur af sambandinu en sveitarfé- lögin beri sjálf ferða- og dvalarkostn- að vegna fulltrúa sinna. Innheimtustofnun sveitar- félaga Þá samþykkti fundurinn að tillögu fjárhagsnefndarinnar svofellda álykt- un um greiðslur Jöfnunarsjóðs sveit- arfélaga vegna vanskila á meðlögum og ntálefni Innheimtustofnunar sveit- arfélaga: Fulltrúaráðið telur að staða Jöfnun- arsjóðs sveitarfélaga sé með öllu óviðunandi í framhaldi af ákvörðun ríkisstjórnarinnar um hækkun með- laga hinn 1. janúar 1993. Frá þeirn tíma hafa greiðslur sjóðsins vegna vanskila meðlaga verið langt umfram það sem nokkurn tíma var reiknað með, sem leitt hefur til þess að hann hefur illa getað sinnt sínu lögbundna hlut- verki við sveitarfélögin. Að mati löggiltra endurskoðenda olli ákvörðunin um hækkun meðlaga varanlegum viðbótarútgjöldum, sem á árunum 1993, 1994, 1995 og 1996 námu 712 milljónum króna. Frá þeirri fjárhæð dragast 250 millj. króna sem ríkið greiddi jöfnunarsjóðnum á árinu 1993. Mismunur- inn nemur 462 millj. kr. sem fulltrúaráðið gerir kröfu til að ríkissjóður endurgreiði jöfnunarsjóðnum ásamt greiðslum sjóðsins á vangreiddum meðlögum umfram 300 rnillj. kr. á árinu 1997. Fulltrúaráðið leggur til að jöfnunarsjóðurinn verði leystur undan ábyrgð á greiðslu vangreiddra meðlaga, þar sem ljóst er að ríkisvaldið getur með ákvörðunum sínurn lagt á hann fjárhagsbyrðar sem skerða mjög ntöguleika hans til að sinna sínu lögbundna hlutverki. Innheimtustofnun sveitarfélaga verði lögð niður og innheimta meðlaga verði færð til innheimtumanna nkis- sjóðs sem beri þá fulla ábyrgð á meðlagskröfunni. í umræðunni urn málefni Innheimtustofnunar sveitar- félaga bar á góma það sem þá dagana var að gerast í málefnum Brunabótafélags Islands (BI) að Landsbanki íslands hafði keypt hlut félagsins í Vátryggingafélagi ís- lands (VÍS). Sigurgeir Sigurðsson, bæjarstjóri Seltjamar- neskaupstaðar, og Ólafur Kristjánsson, bæjarstjóri Bol- ungarvíkurkaupstaðar, gerðu grein fyrir stöðu sveitarfé- 1 34
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.