Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.08.1997, Blaðsíða 29

Sveitarstjórnarmál - 01.08.1997, Blaðsíða 29
FRÆÐSLUMÁL var að takmarka umferð gegnum hverfin, þannig að gönguleiðir skólabama yrðu öruggari. Opin samkeppni Skólamálaráð samþykkti tillögu formanns 3. október 1994 um að leggja til við borgarráð að efna til opinnar samkeppni um hönnun einsetins, heildstæðs gmnnskóla í Engjahverfi. Samkeppnin yrði tveggja þrepa og niður- staða hennar nýtt til að hanna jafnframt skóla í Víkur- og Borgahverfi. Borgarráð samþykkti þessa tillögu 18. október 1994 og skipaði jafnframt dómnefnd. Borgarráð tilnefndi eftirtalda í dómnefndina: Sigrúnu Magnúsdótt- ur borgarfulltrúa, sem formann dómnefndar, Steinunni Ámiannsdóttur skólastjóra og Viktor A. Guðlaugsson, forstöðumann skólaskrifstofu. Arkitektamir Guðmundur Kr. Guðmundsson og Jak- ob Líndal voru tilnefndir af stjórn Arkitektafélags Is- lands. Tæknilegur ráðgjafi var Guðmundur Pálmi Krist- insson, forstöðumaður byggingadeildar borgarverkfræð- ings, og ritari Ágúst Jónsson, skrifstofustjóri borgar- verkfræðings. Trúnaðarmaður dómnefndar var Sigurður Harðarson, arkitekt FAI. Ný sjónarmiö í skólamálum Hverfin þrjú, Engja-, Víkur- og Borgahverfi, sem samkeppnin náði til, em af heppilegri stærð með tilliti til skólastærðar. Fjöldi nemenda í skólunum verður frá 350-400, þannig að hver árgangur verður um 35-40 nemendur. Tveir bekkir verða þá í árgangi og um 17-20 nemendur í bekk, sem er kjörstærð bekkjar. Borgaryfirvöldum fannst áhugavert að efna til hug- myndasamkeppni um þessa skóla, þar sem langt er síðan slík samkeppni um skólabyggingar hefur verið haldin, og þó alveg sérstaklega vegna nýrra sjónarmiða í skóla- málum, sem byggja á einsetningu og lengri viðveru bama í skólum. Jafnframt var lögð áhersla á að gætt yrði fyllstu hagkvæmni með tilliti til kostnaðar. Fyrra þrep samkeppninnar var sem sagt opin hug- myndasamkeppni þar sem fyrst og fremst var leitað eftir hugkvæmni og nýsköpun keppenda að skóla framtíðar- innar, þ.e.a.s. einsetnum, heildstæðum (þ.e. skóla með öllum bekkjardeildum grunnskólans), tveggja hlið- stæðna grunnskóla (en með því er átt við að tveir bekkir séu í hverjum árgangi) með lengda viðveru skólabama (heilsdagsskóla) og með aukna áherslu á verk-, list- og tæknigreinar. Keppnisgögn fyrir fyrra þrepið vom afhent 2. desem- ber 1994 og var skilafrestur tillagna 25. janúar 1995. Alls bámst 54 tillögur og uppfylltu þær allar skilyrði keppninnar. Mat dómnefndar í mati sínu á einstökum tillögum í báðum þrepum samkeppninnar lagði dómnefnd einkum til grundvallar eftirtalin sjónarmið: a. Heildarlausn frá sjónarhóli kennslufræði og bygg- ingarlistar. b. Hagkvæmni í uppbyggingu, rýmisnýtingu og efn- isvali. c. Hugkvæmni og nýsköpun í hönnun einsetins skóla. d. Skipulag skólalóðar, m.a. með tilliti til öryggis skólabarna og skjólmyndunar, og tengingu hennar og skólabyggingarinnar. e. Gæði húsnæðis með tilliti til langrar viðveru nem- enda og starfsfólks. f. Byggingar-, viðhalds- og rekstrarkostnað. Þá voru keppendur hvattir til að leita nýrra leiða í til- lögum sínum, sem miða að því að skólinn geti í senn verið góður vinnustaður nemenda og starfsfólks skólans, með áherslu á verk- og listgreinar, og jafnframt vistlegur dvalar- og tómstundastaður utan hefðbundins skólatíma, t.d. með nýtingu félagsaðstöðu, sérgreinastofa, skólalóð- arinnar o.s.frv. Dómnefndin taldi æskilegt að skólahús- næðið væri einnig hannað með það í huga að íbúar hverfisins ættu sem greiðastan aðgang að því utan hefð- bundins skólatíma. Forsögn dómnefndar um einsetinn, heild- stæöan skóla Eftirfarandi setti dómnefnd m.a. fram í keppnislýsingu á haustdögum 1994 um einsetinn, heildstæðan skóla: „Heildstæður grunnskóli merkir að þar fari fram kennsla í öllum árgöngum skyldunámsins, sem spannar aldurinn 6-15 ára í 10 bekkjardeildum. Einsetinn grunn- skóli er skóli, þar sem allir nemendur hefja nám árdegis og skóladagur nemenda er samfelldur. í ritinu „Til nýrrar aldar“, sem gefið var út árið 1991, er einsetinn, samfelldur skóli skilgreindur þannig að skóladagur allra nemenda grunnskóla verði 6-7 klst. Hér yrði um skylduviðveru að ræða og starfsdagurinn á að skiptast í skipulegt nám, frjálst starf, matarhlé og önnur hlé milli kennslustunda. I skýrslu nefndar um mótun menntastefnu frá júní 1994 er einnig talað um að grunnskólanemendur eigi kost á lengdri viðveru í skólanum við þroskandi við- fangsefni utan lögbundinnar kennslu. Kennslustofur Æskilegt er að hver árgangur upp í 8. bekk hafi sam- liggjandi heimastofur. í tengslum við kennslustofur þarf að vera rými sem nýta má t.d. í hópvinnu, ítamám, við sérstök verkefni nemenda, sem leiksvæði yngri barna o.fl. Fagstofur eru heppileg lausn fyrir nemendur 8.-10 bekkjar. Sérgreinastofur, s.s. tölvuver, stofur fyrir hand- og myndmennt, tónmenntastofa, heimilisfræðistofa og bókasafn, þurfa að vera aðgengilegar öllum nemendum skólans. í einsetnum skóla hljótum við að gera ráð fyrir aukinni kennslu í hand-/verkmennt og vel mætti hugsa 1 55
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.