Sveitarstjórnarmál - 01.08.1997, Blaðsíða 21
UMHVERFISMÁL
lögum félaganna eru haldnir aðal-
fundir árlega þar sem kosin er
stjórn. Félögum ber að halda bók-
hald og gera grein fyrir uppgjöri
reikninga á aðalfundum. Stjómin fer
með ákvörðunarvald milli aðal-
funda. Allir löglegir félagsmenn
hafa atkvæðisrétt á félagsfundum.
sambandi skógræktarfélaga í land-
inu og fékk það hlutverk að vera
málsvari og hagsmunasamtök
þeirra. Aðildarfélögum fjölgaði ört
á fimmta áratugnum og voru þau
stofnuð víðs vegar um land. Skóg-
ræktaráhugi dvínaði í kjölfar áfalls í
skógrækt árið 1963 og vonbrigði
settu mark sitt á allan þann áratug.
Almenn umhverfisumræða fór
vaxandi á áttunda áratugnum og
nýtt líf færðist í mörg skógræktarfé-
lög, ekki síst eftir því sem samvinna
við sveitarfélög óx. Eitt umfangs-
mesta verkefni á síðustu árum var
stórátak árið 1980 í tilefni af 50 ára
afmæli Skógræktarfélags Islands og
nefndist það Ar trésins. Atakið vakti
rnikla eftirtekt, fékk jákvæða um-
fjöllun og hafði víðtæk áhrif víða
um þjóðfélagið. Myndarlegt fram-
hald en með öðrum áherslum hófst
árið 1990 þegar hrundið var af stað
Landgræðsluskógum. Nú eru starf-
andi 53 skógræktarfélög víðs vegar
um land með 7100 félagsmenn.
Fyrirkomulag félaganna
Skógræktarfélögin eru byggð upp
sem frjáls félagasamtök með sjálf-
stæð lög er lúta almennum reglum
eins og önnur félög. Samkvæmt
Almenningsgaröar í þéttbýli, eins og Lystigaröurinn á Akureyri, Hellisgeröi í Hafnarfiröi
og Skallgrímsgarður í Borgarnesi uröu tlestir til fyrir forustu félaga eöa framsýnna ein-
staklinga og eru hvarvetna bæjarprýöi. Myndin er úr Skallagrímsgaröi.
Vigdís Finnbogadóttir, þáverandi forseti íslands, gróöursetur birkitré í minningarlund-
inn aö Áshildarmýri í Skeiöahreppi í júni 1996, er 500 ár voru frá því er sunnlenskir
bændur gerðu Áshildarmýrarsamþykkt. Til vinstri á myndinni er Bjarni Bjarnason, fv.
hæstaréttardómari, heiöursfélagi Árnesingafélagsins í Reykjavík.
Skráðar eru fundargerðir en auk
þess eru oft haldnir stjórnar- og
fræðslufundir eða önnur ákveðin
málefni rædd þegar þurfa þykir.
Skógræktarfélögin eru aðildarfélög
að Skógræktarfélagi Islands og
senda fulltrúa sína á aðalfund Skóg-
ræktarfélags íslands, sem haldinn er
árlega, og hafa þar atkvæðisrétt.
Allt funda- og stjómunarstarf á veg-
um skógræktarfélaganna er unnið í
sjálfboðavinnu. Einstaka félög hafa
fastráðna starfsmenn eða ráða í störf
tímabundið.
Verkefni félaganna
Verkefni félaganna eru af ýmsum
toga og umfang þeirra er allmis-
munandi eftir því hve félögin eru
öflug og fjölmenn. Meginverkefni
félaganna eru gróðursetningarstörf,
umhirða með skóglendum eða
svæðum, félagsstarf, fræðsla, kynn-
ing á starfsemi og leiðbeiningar. Fá-
ein félög stunda uppeldi og fram-
leiðslu plantna.
Gróðursetning og umhirða
Gróðursetning hefur verið helsta
verkefni skógræktarfélaganna allt
frá fyrstu tíð og svo er enn þann dag
1 47