Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.08.1997, Blaðsíða 47

Sveitarstjórnarmál - 01.08.1997, Blaðsíða 47
BYGGÐAMÁL heimamönnum á hinum svokölluðu RITTS-svæðum til aðstoðar við skipulagningu og framkvæmd verk- efnanna. íslenski ICE-REGIONS hópurinn grennslaðist fyrir um 12 evrópsk ráðgjafarfyrirtæki og heint- sótti nokkur þeirra sl. suntar. Nú þegar hefur verið undirrituð sam- starfsyfirlýsing við MERIT í Hollandi, sem er ráðgjafarfyrirtæki rekið í tengslum við háskólann í Maastricht, og írsku ráðgjafarskrif- stofuna CIRCA-group í Dublin. Einnig eru líkur á að samið verði við ítalska fyrirtækið Nomisma í Bologna, en til gamans má geta að stjórnarformaður þess er Rontano Prodi, núverandi forsætisráðherra Ítalíu. Öll hafa þessi fyrirtæki mikla reynslu af verkefnunt af þessu tagi og hafa náð árangri í því að tengja saman atvinnulíf og mennta- og tæknistofnanir, auk þess sent net- samstarf á milli fyrirtækja hefur gefið góða raun undir handleiðslu þeirra. Eins og fram kom í inngangi þessarar greinar er Island aðeins eitt af u.þ.b. 80 öðrum svokölluðum RITTS-svæðum í Evrópu. Meðan á verkefninu stendur leggur ESB mikla áherslu á að tengsl myndist milli þessara svæða, sem geti orðið grunnur að samstarfi á sviði ný- sköpunar, atvinnuþróunar eða við- skipta. Þeir aðilar sem að verkefn- unum koma munu þannig geta sótt um styrki til þess að ferðast til ann- arra svæða og kynnt sér aðstæður og framgang verkefna þar. Einnig mun ESB leggja til sérstaka fjárveit- ingu til þess að halda gangandi fag- hópum milli landa, t.d. á sviði ferðaþjónustu, matvælaiðnaðar, stál- iðnaðar, landbúnaðar o.s.frv. Sem dæmi af öðrum svæðum sem fengið hafa styrki frá ESB til RITTS-verk- efna eru Vestur-Noregur, Norður- og Suður-Svíþjóð, Skoska hálendið og eyjamar Krít, Kanaríeyjar, dreif- býlið kringum Madrid, Limburg í Belgíu, Yorkshire og Humberside í Englandi, Sikiley og Þessalóníka í Grikklandi. Væntingar Með því verk- efni sem hér hef- ur verið lýst fæst m.a. stöðumat á stuðningsum- hverfi atvinnu- lífsins á íslandi, auk þess sem auðvelt verður að kortleggja styrk- leika og veik- leika þeirra svæða sem hin nýstárlega úttekt nær til. Þrátt fyrir að verkefninu sé fyrst og fremst ætlað að ljúka með ráðgefandi niðurstöðum hef- ur íslenski hóp- urinn fullan hug á að sjá raun- veruleg sam- starfsverkefni í framkvæntd áður en ICE-REG- IONS verkefninu lýkur. Hér er átt við möguleika á auknu samstarfi fyrirtækja (fyrir- tækjanet) í hér- aði, samstarfi fyrirtækja milli landshluta og sam- starfi við önnur fyrirtæki í Evrópu. Hér gæti einnig verið um að ræða öflugt samstarf á sviði markaðssetn- ingar og fjölgun nýsköpunarverk- efna, ný fyrirtæki, starfsmannaskipti og þjálfun og síðast en ekki síst betra stuðningsumhverfi atvinnulífs- ins. Það er nauðsynlegt fyrir stjórn- völd, sveitarstjómir. hagsmunaaðila, atvinnuþróunarfélög, stjórnendur fyrirtækja og stofnana og aðra þá sem koma að eflingu atvinnulífs á Islandi að átta sig á því að ICE- REGIONS verkefnið getur verið einstakt tækifæri til þess að opna þeim dyr sem hyggjast nýta sér samstarfsmöguleika og sjóði Evr- ópusambandsins á sviði nýsköpun- Fyrirtækiö Máki hf. á Sauöárkróki varö fyrsta fyrirtækið á Islandi til þess aö stjórna stóru rannsóknarverkefni sem styrkt er af ESB. Á myndinni er Guömundur Örn Ingólfsson verkefnisstjóri aö mæla súrefnl í barra-eldlskerl. Ljósmyndastofa Péturs á Sauöárkrókl tók myndina. ar, rannsókna og þróunar. Á undan- förnum tveimur árum hafa íslensk fyrirtæki og stofnanir fengið um 800 milljónir króna til samstarfs- verkefna úr áðurnefndum sjóðum ESB. þannig að til mikils er að vinna. Sóknarfærin em til staðar og von- andi verður ICE-REGIONS verk- efnið aðeins fyrsta skrefið í Evrópu- væðingu landsbyggðarinnar - þróun sem skilar sér m.a. í fjölbreyttara at- vinnulífi, aukinni fjárfestingu og hagvexti og auðugra mannlífi. Sigurður Tómas Björgvinsson er deildarstjóri Kynningarmiðstöðvar Evrópurannsókna og situr í stjórn ICE-REGIONS verkefnisins. 1 73
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.