Sveitarstjórnarmál

Volume

Sveitarstjórnarmál - 01.08.1997, Page 47

Sveitarstjórnarmál - 01.08.1997, Page 47
BYGGÐAMÁL heimamönnum á hinum svokölluðu RITTS-svæðum til aðstoðar við skipulagningu og framkvæmd verk- efnanna. íslenski ICE-REGIONS hópurinn grennslaðist fyrir um 12 evrópsk ráðgjafarfyrirtæki og heint- sótti nokkur þeirra sl. suntar. Nú þegar hefur verið undirrituð sam- starfsyfirlýsing við MERIT í Hollandi, sem er ráðgjafarfyrirtæki rekið í tengslum við háskólann í Maastricht, og írsku ráðgjafarskrif- stofuna CIRCA-group í Dublin. Einnig eru líkur á að samið verði við ítalska fyrirtækið Nomisma í Bologna, en til gamans má geta að stjórnarformaður þess er Rontano Prodi, núverandi forsætisráðherra Ítalíu. Öll hafa þessi fyrirtæki mikla reynslu af verkefnunt af þessu tagi og hafa náð árangri í því að tengja saman atvinnulíf og mennta- og tæknistofnanir, auk þess sent net- samstarf á milli fyrirtækja hefur gefið góða raun undir handleiðslu þeirra. Eins og fram kom í inngangi þessarar greinar er Island aðeins eitt af u.þ.b. 80 öðrum svokölluðum RITTS-svæðum í Evrópu. Meðan á verkefninu stendur leggur ESB mikla áherslu á að tengsl myndist milli þessara svæða, sem geti orðið grunnur að samstarfi á sviði ný- sköpunar, atvinnuþróunar eða við- skipta. Þeir aðilar sem að verkefn- unum koma munu þannig geta sótt um styrki til þess að ferðast til ann- arra svæða og kynnt sér aðstæður og framgang verkefna þar. Einnig mun ESB leggja til sérstaka fjárveit- ingu til þess að halda gangandi fag- hópum milli landa, t.d. á sviði ferðaþjónustu, matvælaiðnaðar, stál- iðnaðar, landbúnaðar o.s.frv. Sem dæmi af öðrum svæðum sem fengið hafa styrki frá ESB til RITTS-verk- efna eru Vestur-Noregur, Norður- og Suður-Svíþjóð, Skoska hálendið og eyjamar Krít, Kanaríeyjar, dreif- býlið kringum Madrid, Limburg í Belgíu, Yorkshire og Humberside í Englandi, Sikiley og Þessalóníka í Grikklandi. Væntingar Með því verk- efni sem hér hef- ur verið lýst fæst m.a. stöðumat á stuðningsum- hverfi atvinnu- lífsins á íslandi, auk þess sem auðvelt verður að kortleggja styrk- leika og veik- leika þeirra svæða sem hin nýstárlega úttekt nær til. Þrátt fyrir að verkefninu sé fyrst og fremst ætlað að ljúka með ráðgefandi niðurstöðum hef- ur íslenski hóp- urinn fullan hug á að sjá raun- veruleg sam- starfsverkefni í framkvæntd áður en ICE-REG- IONS verkefninu lýkur. Hér er átt við möguleika á auknu samstarfi fyrirtækja (fyrir- tækjanet) í hér- aði, samstarfi fyrirtækja milli landshluta og sam- starfi við önnur fyrirtæki í Evrópu. Hér gæti einnig verið um að ræða öflugt samstarf á sviði markaðssetn- ingar og fjölgun nýsköpunarverk- efna, ný fyrirtæki, starfsmannaskipti og þjálfun og síðast en ekki síst betra stuðningsumhverfi atvinnulífs- ins. Það er nauðsynlegt fyrir stjórn- völd, sveitarstjómir. hagsmunaaðila, atvinnuþróunarfélög, stjórnendur fyrirtækja og stofnana og aðra þá sem koma að eflingu atvinnulífs á Islandi að átta sig á því að ICE- REGIONS verkefnið getur verið einstakt tækifæri til þess að opna þeim dyr sem hyggjast nýta sér samstarfsmöguleika og sjóði Evr- ópusambandsins á sviði nýsköpun- Fyrirtækiö Máki hf. á Sauöárkróki varö fyrsta fyrirtækið á Islandi til þess aö stjórna stóru rannsóknarverkefni sem styrkt er af ESB. Á myndinni er Guömundur Örn Ingólfsson verkefnisstjóri aö mæla súrefnl í barra-eldlskerl. Ljósmyndastofa Péturs á Sauöárkrókl tók myndina. ar, rannsókna og þróunar. Á undan- förnum tveimur árum hafa íslensk fyrirtæki og stofnanir fengið um 800 milljónir króna til samstarfs- verkefna úr áðurnefndum sjóðum ESB. þannig að til mikils er að vinna. Sóknarfærin em til staðar og von- andi verður ICE-REGIONS verk- efnið aðeins fyrsta skrefið í Evrópu- væðingu landsbyggðarinnar - þróun sem skilar sér m.a. í fjölbreyttara at- vinnulífi, aukinni fjárfestingu og hagvexti og auðugra mannlífi. Sigurður Tómas Björgvinsson er deildarstjóri Kynningarmiðstöðvar Evrópurannsókna og situr í stjórn ICE-REGIONS verkefnisins. 1 73

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.