Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.08.1997, Síða 27

Sveitarstjórnarmál - 01.08.1997, Síða 27
FRÆÐSLUMAL árin 1997-2002. Heildarfjárhæð til styrktar framkvæmdum við grunn- skólabyggingar úr ríkissjóði nemur því samtals 2.135 milljónum króna og skal varið til að greiða allt að 20% af normkostnaði við grunn- skólabyggingar. Jöfnunarsjóður sveitarfélaga skal setja nánari reglur um norm og úthlutun fjárins að höfðu samráði við Samband ís- lenskra sveitarfélaga. Þótt fyrir liggi að mikið rými vanti í skóla landsins og að u. þ.b. 70 skólar séu tvísettir vantar upplýs- ingar um það hvemig sveitarfélögin hugsa sér að standa að framkvæmd- um við skólana. Sumarið 1996 stóð sambandið fyrir könnun á fram- kvæmdaáformum sveitarfélaga til ársins 2002 í grunnskólabygging- um. Samkvæmt innsendum svörum er nú unnið að stefnumótun varð- andi grunnskólann í nokkuð mörg- um sveitarfélögum og geta þau því ekki svarað fyrirspurnum um það með hvaða hætti þau muni haga framkvæmdum næstu sex árin. Önnur sveitarfélög hafa gert tillögur að framkvæmdum við grunnskólana og metið kostnað við þær fram- kvæmdir. Eftirfarandi er samantekt á þeim svörum sem borist hafa reiknað til verðlags í janúar 1997. „Lausar kennslu- stofur'* hafa víöa komið að góðum notum sem bráöabirgöalausn á húsnæðisvanda skólanna. Myndin er frá Selfossi. Ljósm. U. Stef. 2. mynd. Framkvæmdakostnaður viö skólabyggingar til ársins 2002. Fyrirhugaður heildarfram- kvæmdakostnaður sveitarfélaga á ári í grunnskólum: Ar Milljónir króna 1997 2158,9 1998 2134,8 1999 1923,7 2000 1844,3 2001 1916,7 2002 1996,1 Samtals 11974,5 Ef allar þessar framkvæmdir sveitarfélaganna í grunnskólunum væm metnar að fullu styrkhæfar hjá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga þá næmi kostnaðarþátttaka ríkissjóðs 11974,5 x 20% = 2395,9 milljónum króna. Rétt er að árétta að inn í þessar tölur vantar upplýsingar um framkvæmdaáform frá nokkrum stórum sveitarfélögum sem hafa tví- setta skóla og því eiga þessar tölur eftir að hækka. Þannig er ljóst að rniðað við þær upplýsingar sem borist hafa er full þörf á öllu því fjármagni sem ríkissjóður mun leggja til gmnnskólaframkvæmda á næstu ámm. Fjárfesting í grunnskóla- byggingum 1985-2002 A 2. mynd er settur saman bók- færður kostnaður við grunnskóla- framkvæmdir árin 1985— 1995 og þær áætlanir til ársins 2002 sem upplýsingar hafa borist um. I súlu- ritinu er áætlaður kostnaður sveitar- félaga í grunnskólabyggingum 1800 milljónir króna árið 1996. Miðað við þessar upplýsingar mun fjárfesting sveitarfélaganna í skólabyggingum á næstu árum hækka úr um l ,9 milljarði króna á ári í um 2,1 milljarð króna á ári. Lokaorö Að lokum vil ég þakka fyrir svör við fyrirspurn minni um fram- kvæmdaáform sveitarfélaga í grunn- skólum sem ég sendi út sumarið 1996. Hjá Jöfnunarsjóði sveitarfé- laga er mikill áhugi á að fyrir liggi sem fyrst upplýsingar um heildar- framkvæmdaáform sveitarfélaganna í grunnskólunum til ársins 2002. Eg vil því biðja þau sveitarfélög sem hafa ekki getað svarað fyrirspurn sambandsins um framtíðaráform sveitarfélagsins að koma þeim upp- lýsingum til greinarhöfundar þegar þær liggja fyrir. 1 53

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.