Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.08.1997, Blaðsíða 22

Sveitarstjórnarmál - 01.08.1997, Blaðsíða 22
UMHVERFISMAL Skógræktarfélag Árnesinga hóf áriö 1941 ræktun á birkiplöntum í lítilli gróörarstöö á Selfossi og nefndi hana Tryggvagarð eftir Tryggva Gunnarssyni bankastjóra. Síöar af- henti félagiö sveitarfélaginu gróörarstööina og var hún þá gerö aö skruögaröi. Hæstu trén í garöinum eru nú 12-13 metra há. í dag. Á vegum skógræktarfélag- anna eru gróðursettar eitthvað á aðra milljón plantna árlega. Umhirða hefur verið eitt af vax- andi viðfangsefnum félaganna og eðli málsins samkvæmt mun um- hirða aukast þegar skógarnir vaxa og stækka. Umhirðan felst fyrst og fremst í áburðargjöf og annarri að- hlynningu fyrstu árin en grisjun og stígagerð þegar frá líður. Undanfar- in ár hefur Skógræktarfélag Islands boðið aðildarfélögum sínum upp á grisjunarþjónustu en farandflokkur á þess vegum hefur þá farið um landið og grisjað fyrir félögin. LandgrœSsluskógar Verkefnið Landgræðsluskógar hófst árið 1990 undir forystu Skóg- ræktarfélags Islands og aðildarfé- laganna en auk þess voru þrír aðrir samstarfsaðilar, Skógrækt ríkisins, Landgræðsla ríkisins og landbúnað- arráðuneytið. Með átakinu var stigið nýtt skref í skógrækt á Islandi. Sam- einaðar voru í eitt aðferðir land- græðslu og skógræktar og ræktaður skógur á ógrónum og lítt grónum svæðum. Farið var á svæði sem ekki hafði verið reynt að rækta skóg á áður þannig að með þessu skrefi var farið inn á að mörgu leyti ókannaðar slóðir. Með Landgræðsluskóguni hefur verið teygt á mörkurn rækt- aðra skóga eins og árangur sjö ára ræktunar ber glöggt vitni. Gengið hefur verið frá um 100 samningum. Landspildur þessar eru allt að 60% í eigu sveitarfélaga víðs vegar um land og hafa tengsl sveitarfélaga og skógræktarfélaga aukist í kjölfar þessa verkefnis. Til þessa hafa hátt í 8 millj. plantna verið gróðursettar á veguni Landgræðsluskóga. Frœðslumál Eitt aðalverkefni Skógræktarfé- lags íslands er að veita fræðslu um skóg- og trjárækt og auk þess hafa mörg aðildarfélögin sinnt þessurn þætti af mikilli prýði. Þetta starf hefur vaxið verulega síðustu ár enda er áhugi á skóg- og trjárækt veruleg- ur í þjóðfélaginu og kallar á upplýs- ingar af ýmsum toga er varða skóg- rækt. Gefið er út Skógræktarritið sem er fagrit og auk þess fá félags- menn og stuðningsaðilar fréttablað- ið Laufblaðið 2-3 sinnum á ári auk annarrar útgáfu þegar henta þykir. Aðildarfélögin hafa einnig gefið út bæði bækur og fréttablöð og er þessi útgáfa sums staðar í miklum blóma. Þá hafa þau einnig haldið námskeið af ýmsum toga. Yrkjiisjóðiirinn Yrkjusjóðurinn var stofnaður í til- efni af 60 ára afniæli Vigdísar Finn- bogadóttur, þáverandi forseta Is- lands. Sjóðurinn varð til fyrir tilstilli velunnara forsetans sem gáfu út bókina Yrkju, sem seld var um allt land. Söluhagnaður myndaði Yrkju- sjóðinn og óskaði Vigdís þess að hlutverk hans yrði það fyrst og fremst að kosta og stuðla að skóg- rækt rneðal æskufólks. Skógræktar- félagi Islands var falið að varðveita sjóðinn en sérstök stjórn fer með ákvörðunarvald. Stjóm sjóðsins hef- ur úthlutað árlega úr honum frá ár- inu 1992. Úthlutað hefur verið hátt í 200 þúsund trjáplöntum og allt að 30 þúsund nemendur hafa tekið þátt í gróðursetningu. Skógræktarfélögin hafa tekið á móti ungmennum, leið- beint þeim við gróðursetningu og útvegað lönd ásamt verkfærum. Skógar fyrír alla Á síðustu árurn hefur árangur af ræktun áratuga gamalla skógarreita verið að koma í ljós. Svæði þessi hafa reynst mikið aðdráttarafl úti- vistarunnenda. Til að örva og hvetja hinn almenna borgara til að nýta sér þessi svæði enn frekar hafa skóg- ræktarfélögin efnt til skógardaga og kynningar á starfsemi sinni. Iðulega hefur þetta verið gert í samstarfi við sveitarfélög og aðra stuðningsaðila félaganna. Sjálfboðastarf - landnemaspildur Þrátt fyrir mikið framboð á ýmiss konar afþreyingu í nútíma samfélagi hefur það ekki komið í veg fyrir öfl- ugt sjálfboðastarf félaganna. Mesta starfið liggur vissulega í félagslegri uppbyggingu skógræktarfélaga- hreyfingarinnar. Víða hafa skóg- ræktarfélögin úthlutað svokölluðum landnemaspildum á umráðasvæðum sínuni. Upphaf landnemaspildna má rekja allt aftur til upphafsáranna í 1 48
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.