Sveitarstjórnarmál

Volume

Sveitarstjórnarmál - 01.08.1997, Page 22

Sveitarstjórnarmál - 01.08.1997, Page 22
UMHVERFISMAL Skógræktarfélag Árnesinga hóf áriö 1941 ræktun á birkiplöntum í lítilli gróörarstöö á Selfossi og nefndi hana Tryggvagarð eftir Tryggva Gunnarssyni bankastjóra. Síöar af- henti félagiö sveitarfélaginu gróörarstööina og var hún þá gerö aö skruögaröi. Hæstu trén í garöinum eru nú 12-13 metra há. í dag. Á vegum skógræktarfélag- anna eru gróðursettar eitthvað á aðra milljón plantna árlega. Umhirða hefur verið eitt af vax- andi viðfangsefnum félaganna og eðli málsins samkvæmt mun um- hirða aukast þegar skógarnir vaxa og stækka. Umhirðan felst fyrst og fremst í áburðargjöf og annarri að- hlynningu fyrstu árin en grisjun og stígagerð þegar frá líður. Undanfar- in ár hefur Skógræktarfélag Islands boðið aðildarfélögum sínum upp á grisjunarþjónustu en farandflokkur á þess vegum hefur þá farið um landið og grisjað fyrir félögin. LandgrœSsluskógar Verkefnið Landgræðsluskógar hófst árið 1990 undir forystu Skóg- ræktarfélags Islands og aðildarfé- laganna en auk þess voru þrír aðrir samstarfsaðilar, Skógrækt ríkisins, Landgræðsla ríkisins og landbúnað- arráðuneytið. Með átakinu var stigið nýtt skref í skógrækt á Islandi. Sam- einaðar voru í eitt aðferðir land- græðslu og skógræktar og ræktaður skógur á ógrónum og lítt grónum svæðum. Farið var á svæði sem ekki hafði verið reynt að rækta skóg á áður þannig að með þessu skrefi var farið inn á að mörgu leyti ókannaðar slóðir. Með Landgræðsluskóguni hefur verið teygt á mörkurn rækt- aðra skóga eins og árangur sjö ára ræktunar ber glöggt vitni. Gengið hefur verið frá um 100 samningum. Landspildur þessar eru allt að 60% í eigu sveitarfélaga víðs vegar um land og hafa tengsl sveitarfélaga og skógræktarfélaga aukist í kjölfar þessa verkefnis. Til þessa hafa hátt í 8 millj. plantna verið gróðursettar á veguni Landgræðsluskóga. Frœðslumál Eitt aðalverkefni Skógræktarfé- lags íslands er að veita fræðslu um skóg- og trjárækt og auk þess hafa mörg aðildarfélögin sinnt þessurn þætti af mikilli prýði. Þetta starf hefur vaxið verulega síðustu ár enda er áhugi á skóg- og trjárækt veruleg- ur í þjóðfélaginu og kallar á upplýs- ingar af ýmsum toga er varða skóg- rækt. Gefið er út Skógræktarritið sem er fagrit og auk þess fá félags- menn og stuðningsaðilar fréttablað- ið Laufblaðið 2-3 sinnum á ári auk annarrar útgáfu þegar henta þykir. Aðildarfélögin hafa einnig gefið út bæði bækur og fréttablöð og er þessi útgáfa sums staðar í miklum blóma. Þá hafa þau einnig haldið námskeið af ýmsum toga. Yrkjiisjóðiirinn Yrkjusjóðurinn var stofnaður í til- efni af 60 ára afniæli Vigdísar Finn- bogadóttur, þáverandi forseta Is- lands. Sjóðurinn varð til fyrir tilstilli velunnara forsetans sem gáfu út bókina Yrkju, sem seld var um allt land. Söluhagnaður myndaði Yrkju- sjóðinn og óskaði Vigdís þess að hlutverk hans yrði það fyrst og fremst að kosta og stuðla að skóg- rækt rneðal æskufólks. Skógræktar- félagi Islands var falið að varðveita sjóðinn en sérstök stjórn fer með ákvörðunarvald. Stjóm sjóðsins hef- ur úthlutað árlega úr honum frá ár- inu 1992. Úthlutað hefur verið hátt í 200 þúsund trjáplöntum og allt að 30 þúsund nemendur hafa tekið þátt í gróðursetningu. Skógræktarfélögin hafa tekið á móti ungmennum, leið- beint þeim við gróðursetningu og útvegað lönd ásamt verkfærum. Skógar fyrír alla Á síðustu árurn hefur árangur af ræktun áratuga gamalla skógarreita verið að koma í ljós. Svæði þessi hafa reynst mikið aðdráttarafl úti- vistarunnenda. Til að örva og hvetja hinn almenna borgara til að nýta sér þessi svæði enn frekar hafa skóg- ræktarfélögin efnt til skógardaga og kynningar á starfsemi sinni. Iðulega hefur þetta verið gert í samstarfi við sveitarfélög og aðra stuðningsaðila félaganna. Sjálfboðastarf - landnemaspildur Þrátt fyrir mikið framboð á ýmiss konar afþreyingu í nútíma samfélagi hefur það ekki komið í veg fyrir öfl- ugt sjálfboðastarf félaganna. Mesta starfið liggur vissulega í félagslegri uppbyggingu skógræktarfélaga- hreyfingarinnar. Víða hafa skóg- ræktarfélögin úthlutað svokölluðum landnemaspildum á umráðasvæðum sínuni. Upphaf landnemaspildna má rekja allt aftur til upphafsáranna í 1 48

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.