Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.08.1997, Page 10

Sveitarstjórnarmál - 01.08.1997, Page 10
FULLTRÚARÁÐSFUNDIR breytingar sem ríkisvaldið hefur stað- ið fyrir að undanfömu haft í för með sér verulegt tekjutap og útgjaldaauka fyrir þau. Nauðsynlegt er að þessi tillaga rík- isstjórnarinnar verði skoðuð í sam- hengi við fjármálaleg samskipti rfkis og sveitarfélaga á undanfömum miss- emm. Minnt er á að samkomulag um yfir- töku grunnskólans frá 1. ágúst í fyrra var gert í trausti þess að tekjustofnar sveitarfélaganna yrðu ekki skertir. Fulltrúaráðið bendir á nauðsyn þess að á rnilli ríkis og sveitarfélaga sé gott samstarf byggt á gagnkvæmu trausti. Því má ekki spilla með ofríki ríkisvaldsins í garð sveitarfélaganna. Guöjón Hjörleifsson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, og bæjarfulltrúarnir Ingvar Ingv- arsson og Guöbjartur Hannesson á Akranesi. Rekstrarfyrirkomulag sérskóla og sér- deilda Þá var að tillögu nefndarinnar gerð svofelld ályktun um rekstrarfyrirkomulag sérskóla og sérdeilda sem áður voru á hendi ríkisins: 53. fundur fulltrúaráðs Sambands íslenskra sveitarfé- laga samþykkir að fela stjórn sambandsins að leita samninga við þau sveitarfélög þar sem sérskólar fatlaðra nemenda eru um framtíðarrekstur þeirra. Samningamir verði byggðir á hugmyndum vinnuhóps sambandsins urn sérskóla og sérdeildir (áður ríkisins), sem lagðar hafa verið fram á fundinum. Fundurinn leggur á það þunga áherslu að málefnum fatlaðra grunnskólanemenda verði þannig fyrir komið að unnt verði að auka og bæta þjónustu við þá jafnt innan sem utan sérskóla og sérdeilda. Ámi Þór Sigurðsson borgarfulltrúi kvaddi sér hljóðs um þetta efni og vakti athygli á málefnum fatlaðra leik- skólabarna og kvað ríkið hafa kippt að sér hendinni í stuðningi við þau. Lagði hann ríka áherslu á að stjóm sambandsins léti til sín taka það mál. Samskipti ríkis og sveitarfélaga Loks var að tillögu allsherjamefndar fundarins sam- þykkt svofelld ályktun um samskipti ríkis og sveitarfé- laga: Fulltrúaráð Sambands íslenskra sveitarfélaga mót- mælir vinnubrögðum ríkisstjómarinnar þegar yfirlýsing var gefin urn lækkun útsvars án samráðs við sveitarfé- lögin. Sveitarfélögin njóta ekki tekna af veltuaukningu, sem búast má við í þjóðfélaginu vegna vaxandi kaup- máttar, með sama hætti og ríkið, og svigrúm þeirra til útsvarslækkunar er lítið sem ekkeil. Auk þess hafa skatt- Félagslega íbúóakerfió Olafur Hilmar Sverrisson, bæjar- stjóri í Stykkishólmi, kynnti tillögur húsnæðismálanefndar að ályktunum fundarins og voru þær báðar samþykktar. Sú fyrri fjallaði um félagslega íbúðakerfíð og var samþykkt svofelld: Fulltrúaráðið minnir á að með lögum um félagslega íbúðakerfíð hafa miklar skyldur verið lagðar á sveitarfé- lögin í landinu. Á allra síðustu árurn hafa fjárhagslegar skuldbindingar þeirra farið ört vaxandi vegna kaupskyld- unnar og mikilla innlausna félagslegra íbúða sem ekki hefur reynst unnt að endurselja. Vandi einstakra sveitar- félaga vegna skuldbindinga og ábyrgða af félagslega íbúðakerfinu er þó mjög misjafn og í mörgum þeirra hef- ur rekstur þess gengið vel þótt ýmsar ábendingar hafi komið fram um úrbætur á kerfinu. Eigi að síður standa mörg sveitarfélög framrni fyrir rnjög alvarlegum fjár- hagsvanda og uppsöfnun skulda vegna kaupskyldunnar, sem í sumum tilvikum er gjörsamlega óviðráðanlegur. Fulltrúaráðið leggur til að félagslega íbúðakerfíð verði tekið til gagngerrar endurskoðunar af nefnd þeirri sem félagsmálaráðherra hefur falið endurskoðun laga um fé- lagslegar íbúðir og að vinnu nefndarinnar verði hraðað. Fulltrúaráðið telur að með skýrslu vinnuhóps sambands- ins frá í febrúar 1997 sé lagður góður grunnur að upp- stokkun kerfisins. í meginatriðum er fulltrúaráðið sam- rnála tillögum vinnuhópsins og beinir eftirfarandi til nefndarinnar: • Lagt er til að sveitarfélög geti valið um að vera áfram í núverandi kerfí með ákveðnum breytingum eða inn- leiði nýtt kerfi, þar sem veitt verði félagsleg íbúðalán til einstaklinga. • Lagt er til að vextir af félagslegum íbúðalánum og lánunt vegna félagslegra íbúða verði breytilegir, háðir tekjum kaupenda. • Lagt er til að tryggingarsjóður vegna byggingargalla 1 36

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.