Sveitarstjórnarmál - 01.08.1997, Blaðsíða 62
KYNNING SVEITARSTJÓRNARMANNA
□
A G R
Auglýsing um Svæðisskipulag
miðhálendis Islands 2015
Sumkvæmt 17. og 18. gr. skipulagslugu nr. 19/1964 er hér með lýst eftir at-
hugasemdum við tillögu að Svæðisskipulagi miðhálendis fslands 2015.
Skipulagstillagan nær yfir alla almenna landnotkun á miðhálendi íslands, en
á skipulagssvæðinu er að jafnaði ekki föst búseta. Skipulagssvæðið markast
í aðalatriðum af hnu, sem dregin er milli heimalanda og afrétta á miðhá-
lendinu.
Tillaga að Svæðisskipulagi miðhálendis íslands liggur frammi á eftirfarandi
stöðum frá 6. júní til 10. október 1997 á skrifstofutíma. Jafnframt er hægt
að skoða tillöguna á heimasíðu Skipulags ríkisins, http://www.islag.is.
1. Skipulagi ríkisins, Laugavegi 166, Reykjavík.
2. Þjóðarbókhlöðunni, Arngrímsgötu 3, Reykjavík.
3. Héraðsnefnd Borgarfjarðarsýslu, skrifstofu Reykholtsdalshrepps, Reyk-
holti.
4. Héraðsnefnd Mýrasýslu, bæjarskrifstofunni Borgarbyggð, Borgar-
braut 11, Borgarnesi.
5. Héraðsnefnd Vestur-Húnavatnssýslu, skrifstofu Hvammstangahrepps,
Klapparstíg 4, Hvammstanga.
6. Héraðsnefnd Austur-Húnavatnssýslu, Brautarhvanuni, Blönduósi.
7. Héraðsnefnd Skagafjarðar, stjórnsýsluhúsinu, Skagfirðingabraut 21,
Sauðárkróki.
8. Héraðsnefnd Eyjafjarðar, Strandgötu 29, Akureyri.
9. Héraðsnefnd Suður-Þingeyjarsýslu, Útgarði 1, Húsavík.
10. Héraðsnefnd Múlasýslna, Skólabraut 10, Stöðvarfirði.
11. Sýslunefnd Austur-Skaftafellssýslu, bæjarskrifstofu Hornafjarðar, Hafn-
arbraut 27, Höfn.
12. Héraðsnefnd Vestur-Skaftafellssýslu, Klausturvegi 10, Kirkjubæjar-
klaustri.
13. Héraðsnefnd Rangárvallasýslu, skrifstofu Rangárvallahrepps, Lauf-
skálum 2, Hellu.
14. Héraðsnefnd Árnessýslu, bæjarskrifstofum Selfosskaupstaðar, Austur-
vegi 10, Selfossi.
15. Sýslumanninum á ísafirði, stjórnsýsluhúsinu, Hafnarstræti 1, ísafirði.
16. Sambandi sveitarfélaga á Suðurnesjum, Vesturbraut lOa, Reykjanesbæ.
Skriflegum athugasemdum skal skila fyrir 10. október 1997 til samvinnu-
nefndar um Svæðisskipulag miðhálendis íslands hjá Skipulagi ríkisins,
Laugavegi 166, 150 Reykjavík.
Þeir sem ekki gera athugasemdir innan tilskilins frests teljast samþvkkir til-
lögunni.
Samvinnunefnd
um SvæSisskipulag miðhálendis Islands
Skipulagsstjóri ríkisins
J
Unnur V. Ingólfsdóttir
forstöðumaður félags-
málasviðs Mosfellsbæjar
Unnur V. Ing-
ólfsdóttir félags-
málastjóri hefur
verið ráðin for-
stöðumaður fé-
lagsmálasviðs
Mosfellsbæjar.
Félagsmálasvið hefur umsjón með
félagsþjónustu Mosfellsbæjar sem
og rekstri íbúða aldraðra að Hlað-
hömrum.
Unnur er fædd 15. janúar árið
1952 og uppalin í Reykjavík. For-
eldrar hennar eru Alfheiður Unnars-
dóttir og Ingólfur Jóhannsson. Hún
lauk stúdentsprófi frá Menntaskól-
anum við Hamrahlíð árið 1972 og
námi í félagsráðgjöf frá Háskólan-
um í Lundi í Svíþjóö árið 1979.
Að loknu námi starfaði Unnur á
Kleppsspítala, Fjórðungssjúkrahús-
inu á Akureyri og á geðdeild Borg-
arspítalans. I september 1987 hóf
hún störf sem félagsmálastjóri í
Mosfellsbæ og varð forstöðumaður
félagsmálasviðs við stjórnkerfis-
breytinguna hinn 1. september sl.
Unnur hefur sótt fjölda nám-
skeiða í tengslum við starf sitt á
sviði félagsþjónustu, þar með talin
námskeið fyrir stjómendur í félags-
þjónustu á vegum NOPUS sem er
háskóli rekinn af norrænu ráðherra-
nefndinni.
Unnur var formaður Stéttarfélags
íslenskra félagsráðgjafa tímabilið
1994 til 1996 og situr í stjórn
Bandalags háskólamanna.
Unnur er gift Guðjóni Magnús-
syni umhverfisfræðingi sem starfar
hjá Landgræðslu ríkisins og eiga
þau einn son.
Auk þeirra þriggja forstöðumanna
sviða sem hér hafa verið kynntir er
Asgeir Eiríksson forstöðumaður
fræðslu- og menningarsviðs. Hann
hefur starfað hjá Mosfellsbæ frá
árinu 1991 og var kynntur í 6. tbl.
Sveitarstjómarmála 1991.
1 88