Sveitarstjórnarmál

Årgang

Sveitarstjórnarmál - 01.08.1997, Side 24

Sveitarstjórnarmál - 01.08.1997, Side 24
UMHVERFISMÁL Dagskrá 21 Ríó-samningurinn og hlutverk sveitarfélaga í umhverfismálum Birgir Þórðarson umhverfisskipulagsfræðingur Á umhverfis- og þróunarþingi Sameinuðu þjóðanna, sem haldið var í Rio de Janeiro í Brasilíu í júní 1992, var samþykkt áætlun þjóð- anna um umhverfis- og þróunarmál fyrir 21. öldina. Áætlun þessi er byggð á vinnu Brundtlandnefndar- innar um helstu leiðir til lausnar á vanda heimsins á 21. öldinni. Dag- skrá 21 er viðamikið verk á um 700 blaðsíðum. Pað fjallar um helstu umhverfisvandamál heimsins: haf- og loftmengun, þróun í landbún- aði, skógrækt og fjölbreytileika tegundanna, vandamál vegna aukins úrgangs, nýtingu auð- n linda og orkumál, byggða- og skipulagsmál. Bent er á nauð- * synlegar aðgerðir á hinum ýmsu sviðum til lausnar umhverfis- vandamálum. Dagskrá 21 fjallar ekki einungis um umhverfismál heldur einnig um ýmis þróunarmál, félagslega þætti og baráttu gegn fá- tækt. Fjallað er um samhengi allra þessara þátta og þörf á róttækum breytingum á neysluvenjum. Dag- skrá 21 er ekki lagalega bindandi samningur en með undirritun áætl- unarinnar hafa þjóðir heims, þ.m.t. Islendingar, skuldbundið sig til að móta ákveðna stjórnmálastefnu og siðareglur í anda sjálfbærrar þróun- ar. Þó að þessar skyldur hvíli mest á herðum stjórnvalda þá snerta þær einnig skyldur einstaklinga, heimila, fyrirtækja, sveitarfélaga og annarra opinberra aðila. Hlutverk sveitarfé- laga er sérstaklega mikilvægt í þessu samhengi, margar nauðsyn- legar breytingar og framfarir eru hluti af skyldum sveitarfélaganna og þau eru sú stjórnsýslueining sem stendur næst fólkinu og geta komið hugmyndum og breytingum í verk. Reynslan hefur einnig sýnt að sveit- arfélögin geta komið á jákvæðum breytingum, t.d. í umhverfismálum, hraðar en t.d. stofnanir á vegum rík- isins. Því er það nokkuð ljóst að stór hluti af framkvæmd Dagskrár 21 verður aðeins unninn af sveitarfé- lögum. I 28. kafla í Dagskrá 21 er fjallað um hlutverk sveitarfélaga f um- hverfis- og þróunaráætlun Samein- uðu þjóðanna. Hér eru öll sveitarfé- lög heimsins hvött til að vinna áætlun fyrir næstu öld um þessa þætti í sinni heiinabyggð í anda sjálfbærrar þróunar, umhverfis- vemdar og réttlætis. Eftirfarandi eru nokkur helstu at- riði úr 28. kafla í Dagskrá 21: Þar sem mörg vandamál og lausn- ir þeirra, sem Dagskrá 21 fjallar um, eru í höndum og á verksviði sveitar- félaga, er samvinna við sveitarfé- lögin lykilatriði til að ná markmið- um. Sveitarfélög stýra, reka og við- halda hagrænum, félagslegum og umhverfisleguni þáttum, þau bera ábyrgð á skipulagsmálum og úrbót- um í umhverfismálum í sínu héraði auk þess að hafa áhrif á þróun hnatt- rænt. Vegna beinna tengsla sveitar- félaga við íbúa er hlutverk sveitarfé- laga mikilvægt til að fræða, virkja og hlusta á skoðanir og óskir íbú- anna til að vinna að framgangi sjálf- bærrar þróunar. Sveitarfélögin skulu, í samstarfi við íbúa, vinna að gerð markmiða fyrir sjálfbæra þróun. Sveitarfélög skulu, í alþjóð- legu samstarfi, vinna að sam- ræmingu starfs til sjálfbærrar þróunar. 1. Dagskrá 21 á að vera þró- un þar sem samfélagið allt tek- ur þátt í að koma í framkvæmd, bæði með vinnu að markmiðs- setningu og að koma markmiðum í framkvæmd. Lögð er áhersla á þátttöku kvenna, bama og unglinga. 2. Dagskrá 21 er leiðarljós til framtíðarinnar. Hafa skal í huga ekki einungis lausnir vandamála næstu 5-10 árin, heldur einnig hvemig samfélagið getur best unnið að sjálfbæru samfélagi næstu 50-100 árin. 3. Dagskrá 21 fjallar um hvemig sveitarfélögin og íbúar þeirra geta lagt sitt fram til lausnar umhverfis- og þróunarvandamálum hnattrænt. Ekki er nóg að fjalla einungis unr vandamál og lausnir þeirra á heima- slóð, heldur ræða þær spurningar sem varða hvernig íbúar í sveitarfé- laginu geti lagt sitt af mörkum til að minnka álag á umhverfíð hnattrænt og hvemig þeir geti stuðlað að rétt- látri nýtingu auðlinda heimsins. 4. Dagskrá 21 fjallar ekki einung- is um umhverfið í víðri merkingu þess orðs, heldur þróun heimsins 1 50

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.