Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.08.1997, Síða 5

Sveitarstjórnarmál - 01.08.1997, Síða 5
FU LLTRÚARÁÐSFU N DI R 53. fundur fulltruaráðs sambandsins: „I öllum samskiptamálum ríkis og sveitarfélaga þarf að ríkja jafnræði og trúnaður“ „Sveitarfélögin hafa kynnst því í fjármálalegum sam- skiptum sínum við ríkisvaldið að þaðan getur stundum fyrirvaralaust verið von á óvæntum aðgerðum og í þeim samskiptum verða sveitarstjómarmenn að standa vel í ístaðinu og vera sífellt á verði,“ sagði Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson, formaður sambandsins, í ræðu á 53. fundi fulltrúaráðs þess, sem haldinn var á Hótel Sögu í Reykjavík 21. og 22. mars 1997. „Þrátt fyrir eðlileg og oftast ágæt samskipti ríkis og sveitarfélaga á fjölmörg- um sviðum gerist það stundum að ríkisvaldið telur sig verða að stjóma hinu stjómsýslustiginu í landinu, sveit- arfélögunum, með handafli. Ríkisvaldið verður á hinn bóginn að gera sér grein fyrir því að í sambúð ríkis og sveitarfélaga felst sameig- inlegt viðfangsefni þeirra að halda uppi samfélagi í sam- ræmi við lög og reglugerðir en ekki með ofríki annars aðilans í garð hins. Til að efla sveitarfélögin, styrkja sjálfsforræði þeirra og færa til þeirra fleiri verkefni og til að sveitarstjómir og sveitarstjómarmenn geti rækt hlutverk sitt er nauðsynlegt að til stað- ar sé gott samstarf ríkis og sveitarfélaga, byggt á gagnkvæmu trausti. Þess vegna er það stór þáttur í störfum sveitarstjórnar- manna og samtaka þeirra að eiga góð sam- skipti við löggjafar- og framkvæmdavaldið í þeim tilgangi að tryggja fjárhagslegt og stjómarfarslegt sjálfstæði sveitarfélaganna og stofnana þeirra. A þessum fulltrúaráðsfundi verða til um- fjöllunar mörg mikilvæg hagsmunamál sveitarfélaganna. Mér er það fullkomlega ljóst að skiptar skoðanir eru um einstök mál. Það er á hinn bóginn skylda okkar, fulltrúa sveitarfélaganna í landinu, að leiða mál til lykta á þann veg að heildarhags- munum sveitarfélaganna í landinu sé sem best borgið. Það er von mín að störf þessa fulltrúa- ráðsfundar verði til þess að þoka margvís- legum baráttumálum sveitarfélaganna áleiðis í rétta átt og treysta samheldni sveitarstjórnar- manna. Þessi fulltrúaráðsfundur þarf' ennfremur að senda skýr skilaboð til ríkis og sveitarfélaga í ákveðnum mál- um og jafnframt gera ríkisvaldinu ljóst að í öllum sam- skiptamálum ríkis og sveitarfélaga þarf að ríkja jafnræði og trúnaður.“ Eftir að formaður sambandsins hafði sett fundinn flutti Guðrún Ágústsdóttir, forseti borgarstjómar Reykjavíkur, ávarp. Bauð hún fundarmenn velkomna til höfuðborgarinnar og gerði að umtalsefni fjármálaleg samskipti ríkis og sveitarfélaga. Átaldi Guðrún síðustu aðgerðir ríkisvalds- ins í skattamálum sem gerðu ráð fyrir mörg hundruð milljóna króna skerðingu á skatttekjum sveitarfélaga. Fundarstjórar og fundarritarar Guðrún var síðan kjörin fundarstjóri ásamt formanni. Fundarritarar voru Gísli Sverrir Ámason, forseti bæjar- Vilhjálmur P. Vilhjálmsson, formaður sambandsins, setur fundinn. 1 3 1

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.