Sveitarstjórnarmál - 01.08.1997, Page 7
F U LLTR ÚARÁÐSF U N DI R
Viö boröiö sitja, taliö frá vinstri, bæjarfulltrúarnir Ingvar Ingvarsson og Guöbjartur
Hannesson á Akranesi og Pórir Jónsson, hreppsnefndarmaöur í Reykholtsdalshreppi,
þrír af fimm fulltrúum Vesturlands, og þeir Magnús Reynir Guömundsson, varabæjar-
fulltrúi í ísafjaröarbæ, og Jón Guömundsson, bæjarfulltrúi í Vesturbyggö, tveir af fimm
fulltrúum Vestfiröinga í fulltrúaráöinu.
Skýrslu stjórnar sambandsins var
dreift prentaðri á fundinum og er fá-
anleg á skrifstofu sambandsins.
Birgir L. Blöndal, aðstoðarfram-
kvæmdastjóri sambandsins, kynnti
ársreikning þess fyrir árið 1996 og
tillögu að fjárhagsáætlun fyrir árið
1997. Var hvorttveggja samþykkt
síðar á fundinum eftir umfjöllun í
fjárhagsnefnd fundarins.
Samvinna sveitarfélaga og
skógræktarfélaga
Sigríður Jensdóttir, bæjarfulltrúi á
Selfossi, flutti erindi um samvinnu
sveitarfélaga og skógræktarfélaga.
Hún lagði fram skýrslu nefndar sem
skipuð var af Skógræktarfélagi ís-
lands og Sambandi íslenskra sveitar-
félaga með niðurstöðum í sjö liðum.
Jafnframt útskýrði hún drög að álykt-
un fulltrúaráðsfundarins um aukið
samstarf um skógrækt.
I umræðu í kjölfar ræðu Sigríðar
tók Björn Árnason, fv. bæjarverk-
fræðingur í Hafnarfirði og fulltrúi í samstarfsnefndinni,
til máls og vakti m.a. athygli á 7. lið í niðurstöðum
nefndarinnar, sem teknar voru upp í ályktun fundarins
og fjallaði um lagalega hlið málsins vegna nýrra sam-
keppnislaga.
Félagslega íbúöakerfiö
Magnús B. Jónsson, sveitarstjóri Höfðahrepps, flutti
erindi um félagslegar íbúðir og kynnti skýrslu starfshóps
er fjallað hafði um málið. Hann nefndi meðal annars að
eignamyndun í hinu félagslega íbúðakerfi væri afar treg
og þess vegna m.a. stæðu nú margar íbúðir í þessu kerfí
auðar og óseljanlegar vítt og breitt um land. Meðal ann-
arra atriða er Magnús nefndi úr skýrslu nefndarinnar
voru hugmyndir um að losa sveitarfélög undan kaup-
skyldu íbúða og að leyfa að selja íbúðir þessar á frjáls-
um markaði.
Húsaleigubótakerfiö
Lára Bjömsdóttir, félagsmálastjóri í Reykjavík, flutti
framsöguerindi um húsaleigubótakerfið. Hún lýsti í
stuttu máli tilurð núverandi húsaleigubótakerfis, gerði
grein fyrir þeirri gagnrýni sem komið hefði fram á það
og lýsti síðan tillögum starfshóps sem félagsmálaráð-
herra skipaði til þess að vinna að endurskoðun laga um
húsaleigubætur. Framsöguerindi Láru birtist í heild í 2.
tbl. Sveitarstjómarmála.
Rekstrarfyrirkomulag sérskólanna
Sigurjón Pétursson, deildarstjóri grunnskóladeildar
sambandsins, skýrði frá starfi vinnuhóps sem þá vann að
gerð tillagna um fyrirkomulag þess að flytja fjármuni,
sem ætlaðir eru til kennslu fatlaðra nemenda, til viðkom-
andi lögheimilissveitarfélags.
Málefni Tölvuþjónustu sveitarfélaga
Bjami Júlíusson tölvunarfræðingur fjallaði um tölvu-
og upplýsingamál sambandsins í erindi sínu og þarfir
sveitarfélaganna í tölvumálum. Taldi hann þurfa að efla
tölvuþjónustu við sveitarfélög á ýmsan hátt. Lagði hann
til að farin yrði svokölluð rammasamningsleið sem sveit-
arfélögin hefðu val um að taka.
I umræðum gerði Logi Kristjánsson grein fyrir verk-
efnum Tölvuþjónustu sveitarfélaga og hvatti til þess að
fljótlega yrði tekin ákvörðun um nýskipan málefna henn-
ar og hvemig lagt væri til að samvinnu sveitarstjóma í
tölvumálum yrði hagað.
Lífeyrissjóósmál sveitarfélaga
Karl Bjömsson, bæjarstjóri á Selfossi, kynnti skýrslu
starfshóps sem unnið hafði að athugun á stöðu sveitarfé-
laga vegna breytinga á lífeyrissjóðsmálum.
Framsöguræða Karls er birt sem grein annars staðar í
þessu tölublaði.
Ályktun um lífeyrissjóösmál
Inga Jóna Þórðardóttir borgarfulltrúi gerði grein fyrir
tillögu lífeyrissjóðsnefndar fundarins að ályktun um líf-
eyrissjóðsmál.
Tillaga nefndarinnar að ályktun fundarins um það efni
1 33