Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.08.1997, Síða 9

Sveitarstjórnarmál - 01.08.1997, Síða 9
FULLTRUARAÐSFUNDIR Frá Norðurlandskjördæmi vestra sitja saman Valgaröur Hilmarsson, oddviti Engihlíö- arhrepps, Bjarnl Þór Elnarsson, framkvæmdastjóri Sambands sveitarfélaga í Noröur- landskjördæmi vestra, Ingibjörg Hafstaö, oddviti Staöarhrepps í Skagafiröi, og Guö- mundur Haukur Sigurösson, hreppsnefndarmaöur í Hvammstangahreppi. laganna sem eignaraðila BI að því máli. Samstarf vió skógræktar- félög Ingibjörg Hafstað gerði grein fyrir tillögum allsherjamefndar að álykt- unum fundarins. Um samstarf sveit- arfélaga við skógræktarfélög var svo- felld ályktun gerð: Fulltrúaráðsfundur Sambands ís- lenskra sveitarfélaga fagnar tillögum nefndar á vegum sambandsins og skógræktarfélaga um aukið samstarf. Fundurinn beinir því til sveitarfélaga og stjómar að vinna að framkvæmd þessara tillagna. 1. Samband íslenskra sveitarfélaga og Skógræktarfélag Islands em sam- mála um að stuðla að aukinni þátt- töku almennings í skógrækt og land- græðslu. Á þann hátt skapast þekking og reynsla og virðing vex fyrir því ræktunarstarfi sem unnið hefur verið að á undanfömum ámm. 2. Nauðsynlegt er að sveitarstjómir tryggi skógrækt- arfélögum sem starfa innan heimasvæða aðstöðu og að- gengi til skógræktar eftir því sem hægt er. Því þarf að gera ráð fyrir athafnasvæðum skógræktarfélaga í aðal- og deiliskipulagi sveitarfélaganna. Skipulögð skógrækt myndar skjól fyrir alla byggð. Nýta ber möguleika skóg- ræktar til að bæta svæði sem síðar á að byggja og gera þau og nágrenni vænlegri til búsetu. 3. Unnið skal að skógræktar- og landnýtingarskipulagi í samvinnu við viðeigandi nefndir sveitarfélaga. Til þess verði fengnir fagmenn á því sviði, s.s. sérfræðingar skógræktarfélaganna og landslagsarkitektar. 4. Mælt er með því að gerðir verði umsjónarsamningar milli sveitarfé- laga og skógræktarfélaga er fjalli m.a. um umsjón með skógræktarsvæðum, þjónustu við vinnuskóla, umhverfis- fræðslu o.fl. Skógræktarfélag Islands og skógræktarfélögin búa yfir fag- legri þekkingu og reynslu á þessu sviði. 5. Vinna skal að framtíðarstefnu- mörkun skógræktar og landgræðslu á vegum sveitarfélaga. Með því móti geta nágrannasveitarfélög samræmt áætlanir og framkvæmdir. 6. Aukin skógrækt er m.a. viður- kennt tæki til að stemma stigu við gróðurhúsaáhrifum. Leita ber alþjóð- legs samstarfs til þess að fullnýta möguleika Islands á því sviði. 7. Lagt er til að athuguð verði vandlega lagaleg hlið þeirra árekstra sem orðið hafa vegna nýrra sam- keppnislaga. Fjórir fulltrúar höfuöborgarinnar, taliö frá vinstri, Jóna Gróa Siguröardóttir, Inga Jóna Þóröardóttir, Guörún Ögmundsdóttir og Sigrún Magnúsdóttir. Fjær sjást Bjarni Þór Einarsson, framkvæmdastjóri Sambands sveitarfélaga í Noröurlandskjördæmi vestra, og Ingibjörg Hafstaö, oddviti Staöarhrepps í Skagafiröi. 1 35

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.