Sveitarstjórnarmál - 01.08.1997, Qupperneq 11
FULLTRUARAÐSFUNDIR
verði tekinn til endurskoðunar og hlutverk hans end-
urmetið.
• Lagt er til að felld verði niður 0,75% þóknun til
tæknideildar Húsnæðisstofnunar ríkisins af nýjum fé-
lagslegum íbúðum. Sveitarfélögum verði falið það
verkefni sem tæknideildin hefur séð um.
• Lagt er til að breyting verði gerð á 40., 41. og 42. gr.
reglugerðar um félagslegar íbúðir og Byggingarsjóð
verkamanna nr. 375/1996, varðandi bílskýli eða bíl-
skúr er fylgir félagslegri íbúð.
• Lagt er til að afborgunarhlutur í húsaleigu vegna
kaupleiguíbúðar nýtist leigjanda sem greiðsla breytist
leiga í kaup. Þetta gerist sjálfkrafa hafi afborgunar-
hlutur náð 10% af uppreiknuðu kaupverði viðkom-
andi íbúðar.
• Jafnframt er lagt til að lánstími vegna 90% hlutar í
kaupleiguíbúð verði 43 ár frá útgáfu afsals fyrir við-
komandi íbúð og að vextir áhvílandi láns af kaup-
leiguíbúð verði tekjutengdir bæði þegar um kaup og
leigu er að ræða. Þannig verði almenn og félagsleg
kaupleiga sameinuð í eitt kerfi kaupleiguibúða.
• Lagt er til að kaupskylda sveitarfélaga á félagslegum
ibúðum verði 5 ár en forkaupsréttur í 30 ár.
• Lagt er til að lögum um skyldur sveitarfélaga til að
innleysa félagslegar íbúðir á nauðungarsölu verði
breytt þannig að innlausnarskyldan sé bundin þeim
tíma sem sveitarfélag hefur kaupskyldu á íbúðinni.
• Lagt er til að lántakandi í félagslega kerfinu geti val-
ið um hvort fyrsta ár sé afborgunarlaust eða ekki með
tilliti til greiðslumats.
• Lagt er til að sveitarfélögum sem þess óska verði
heimilað að hætta að reka félagslegt eignaríbúða-
kerfi. I stað félagslegra eignaríbúða á vegum sveitar-
félaga verði einstaklingum veitt félagsleg íbúðalán.
• Þau sveitarfélög, sem innleiða félagsleg íbúðalán,
beri þó áfram að leysa til sín þær íbúðir í núverandi
kerfi, sem kaupskylda hvílir á, óski eigandi þess. Þær
fbúðir verði síðan seldar á almennum markaði, á
markaðsverði.
• Við sölu þessara íbúða á almennum markaði verði
áhvílandi lán gerð upp miðað við uppgreiðsluvirði
þeirra. Verði uppgreiðsluvirðið og eignarhluturinn
hærri en söluverð viðkomandi íbúðar ber sveitarfé-
lagið og Byggingarsjóður verkamanna skaðann í
réttu hlutfalli við eignarhlut. Hjá þessum sveitarfé-
lögum verði kaupskyldu af félagslegum eignaríbúð-
um aflétt við sölu íbúða út úr núverandi kerfi eða
þegar kaupskyldan fellur niður samkvæmt lögum.
• Verði félagslegt íbúðalánakerfi innleitt í sveitarfélagi
er lagt til að sveitarfélagið selji á almennum markaði
þær félagslegu eignaríbúðir, sem eru í eigu þess og
ekki hafa selst í núverandi kerfi eða geri þær að fé-
lagslegum leiguíbúðum. Viðkomandi íbúðir verði
seldar á markaðsverði. Ahvílandi lán verði gerð upp
rniðað við uppgreiðsluvirði.
• Lagt er til að sveitarfélög reki áfram félagslegar leigu-
íbúðir.
• Lagt er til að vaxtabætur verði greiddar af félagsleg-
um lánum til einstaklinga og þær renni til Byggingar-
sjóðs verkamanna til lækkunar á greiðslubyrði við-
komandi lántakanda.
Fulltrúaráðið leggur til að stjóm Sambands íslenskra
sveitarfélaga beiti sér fyrir:
• að átak verði gert í að efla hinn almenna fasteigna-
markað á landsbyggðinni.
• að náið samráð verði haft við Samband íslenskra
sveitarfélaga urn þá endurskoðun sem nú fer fram á
starfsemi Húsnæðisstofnunar ríkisins og að Samband
íslenskra sveitarfélaga tilnefni fulltrúa í stjóm Hús-
næðisstofnunar.
• að unnið verði markvisst að því að stuðningur hins
opinbera við öflun íbúðarhúsnæðis verði með tvenn-
um hætti, annars vegar með húsaleigubótum og hins
vegar með vaxtabótum.
• að auknir fjármunir verði veittir til Byggingarsjóðs
verkamanna með það að markmiði að hann geti stað-
ið við skuldbindingar sínar gagnvart félagslega íbúða-
kerfinu.
Húsaleigubótakerfiö
Alyktun fundarins um um húsaleigubótakerfið var
svofelld:
Fulltrúaráðið minnir á að sveitarstjórnarmenn hafa
mjög skiptar skoðanir á lögum um húsaleigubætur og
framkvæmd húsaleigubótakerfisins. Mörg sveitarfélög
hafa af þeim sökum ekki tekið upp greiðslu húsaleigu-
bóta og þess í stað lagt til að ríkið tæki að öllu leyti við
húsaleigubótakerfinu sem jafnframt yrði aðlagað vaxta-
bótakerfi ríkisins. Þrátt fyrir það búa um 65% þjóðarinn-
ar í þeim sveitarfélögum sem greiða húsaleigubætur.
Reynsla þeirra sveitarfélaga af greiðslu húsaleigubót-
anna og framkvæmd kerfisins er svo góð að flest þeirra
leggja eindregið til að sveitarfélögin annist það verkefni
áfram.
Fulltrúaráðið telur að forsenda þess að öll sveitarfélög
taki upp greiðslu húsaleigubóta sé að samkomulag náist
milli ríkis og sveitarfélaga um grundvallaruppstokkun á
kerfinu og fjárhagshlið þess. í því sambandi vísast til
samantektar fulltrúa sambandsins í nefnd félagsmálaráð-
herra um framtíðarfyrirkomulag húsaleigubóta.
Fulltrúaráðið leggur til að starfshópur, sem félags-
málaráðherra skipaði 17. maí 1996 til að gera tillögur um
framtíð húsaleigubótakerfisins, semji frumvarp til laga
um nýtt húsaleigubótakerfi, þar sem eftirfarandi megin-
atriði verði höfð að leiðarljósi:
• Ríkissjóður leggi fjármuni til húsaleigubótakerfisins
sem samsvari því að öll sveitarfélög greiddu húsa-
leigubætur samkvæmt núgildandi kerfi með hækkun á
tekjum Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga.
1 37