Sveitarstjórnarmál

Årgang

Sveitarstjórnarmál - 01.08.1997, Side 14

Sveitarstjórnarmál - 01.08.1997, Side 14
LÍFEYRISMÁL fyrir boðaði stjórn sambandsins til kynningarfundar um greinargerð starfshópsins og almennt um fram- hald málsins hinn 24. janúar 1997. A fundi stjórnar sambandsins eftir kynningarfundinn sama dag var samþykkt að koma á fót lífeyris- sjóðsnefnd á vegum þess sem skip- uð væri 14 fulltrúum auk tveggja starfsmanna. Þess var gætt við þessa nefndarskipan að fulltrúar níu sjálf- stæðra lífeyrissjóða sveitarfélaga ættu sæti í nefndinni og voru þeir tilnefndir af viðkomandi sveitarfé- lögum. I nefndinni áttu sæti Karl Bjöms- son, bæjarstjóri á Selfossi, sem var formaður, Jón G. Kristjánsson, starfsmannastjóri Reykjavíkurborg- ar, Gunnar Sigurbjörnsson, starfs- mannastjóri Hafnarfjarðar, Björn Valdemarsson, bæjarstjóri á Siglu- l'irði, Þórir Sveinsson, fjármálastjóri Isafjarðarbæjar, Helga Jónsdóttir, borgarritari í Reykjavík, Sigurður Geirdal, bæjarstjóri í Kópavogi, Ingvar Viktorsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, Hjörtur Zakaríasson, bæjarritari í Reykjanesbæ, Guðjón Hjörleifsson, bæjarstjóri í Vest- mannaeyjum, Guðmundur Bjarna- son, bæjarstjóri í Neskaupstað, Ein- ar Njálsson, bæjarstjóri á Húsavík, Jakob Bjömsson, bæjarstjóri á Ak- ureyri, og Jón Pálmi Pálsson, bæjar- ritari á Akranesi. Garðar Jónsson og Vigfús As- geirsson störfuðu með nefndinni frá upphafi. Nefndin kom saman tvisvar auk þess sem hluti hennar myndaði framkvæmdahóp sem fundaði nokkrum sinnum vegna vinnslu ákveðinna þátta málsins fyrir nefnd- ina. Það sem sett er fram í greinargerð þessari er sameiginleg niðurstaða nefndarinnar með tillögum um framhaldsvinnslu málsins. II. Stööumat og greining Nefndin skilgreindi verkefni sitt á þann veg að fara bæri betur yfir fyr- irliggjandi upplýsingar með tilliti til hugsanlegra viðbragða sveitarfélaga vegna þeirrar breyttu stöðu sem orð- in er í Iífeyrissjóðsmálum lands- manna. 1 því sambandi bæri henni að kanna frekar þá kosti sem kynntir hafa verið auk annarra nýrra sem nefndin tilgreindi. í ljósi þess liggur nú fyrir nýtt mat á þeim valkostum sem til greina þykja koma. 1. Helstu staðreyndir um stööu lífeyrissjóösmála landsmanna Lífeyriskerfi landsmanna er í að- alatriðum með eftirtöldum hætti nú: 1.1 Almennir lífeyrissjóðir Um 104.000 launþegar eða um 39% landsmanna eiga aðild að al- mennum lífeyrissjóðum. Launþegar greiða í þá 4% af heildarlaunum og launagreiðendur 6% eða samtals 10%. Réttindum er fullnustað jafn- óðum og er verðmæti þeirra og breytingar á þeim því háðar ávöxtun þess fjár sem viðkomandi lífeyris- sjóðir sýsla með. 1.2 B-deild Lífeyrissjóös slarfs- inaiiiia ríkisins (LSR) og sjólf- stœöir sveitarfélagasjóöir Um 19.000 launþegar eða um 7% landsmanna eiga aðild að LSR og um 5.500 manns (5.200 stöðugildi) eða um 2% landsmanna eiga aðild að 9 sjálfstæðum sveitarfélagasjóð- um. Launþegar greiða í þá 4% af dagvinnulaunum og launagreiðend- ur 6% af sama grunni eða samtals 10%. Réttindum er ekki fullnustað jafnóðum og er verðmæti þeirra mun meira en samtímagreiðslur og ávöxtun fjármagns sjóðanna getur staðið undir. Þess vegna bæta launa- greiðendur við útgreiðslur sjóðanna sívaxandi aukagreiðslum svo standa rnegi undir umsömdum lífeyrisrétt- indum sem launagreiðandinn ber ábyrgð á. Breytingar réttinda eru því ekki háðar ávöxtun þess fjár sem viðkomandi lífeyrissjóðir sýsla með. 1.3 A-deild LífeyrissjóÖs starfs- iiianiia ríkisins eöa LSR Um þessar mundir eru einungis örfáir launþegar enn orðnir aðilar að A-deild LSR en búist er við að fyrir árslok 1997 hafi um 10-15 þús. manns fært sig úr B-deild LSR yfir í A-deild. I A-deild greiða launþegar 4% af heildarlaunum og launagreið- endur 11,5% af sama grunni eða samtals 15,5%. Réttindum er fulln- ustað jafnóðum og er verðmæti þeirra talið um 55% meira en hjá þeim sjóðum sem mynda Samband almennra lífeyrissjóða (SAL). Rétt- indin í A-deildinni eru talin vera um 10% verðmætari en í B-deildinni sem er í raun munurinn á 4% greiðslu launþegans af öllum laun- um í A-deildinni en einungis af grunnlaunum í B-deildinni. Launa- greiðendur þurfa ekki að bæta við aukagreiðslum svo standa megi undir samtímaskuldbindingu um- saminna lífeyrisréttinda sem launa- greiðandinn ber engu að síður ábyrgð á. Verði forsendubrestur fyr- irliggjandi útreikninga, t.d. hvað ávöxtunarkröfuna varðar, þá getur hlutur launagreiðandans breyst þar sem lífeyrisréttindin eru föst gagn- vart launþeganum. Breytingar rétt- inda eru því ekki háðar ávöxtun þess fjár sem LSR sýslar með. 1.4 Séreignarsjóöir Grunnréttindi lífeyris er tryggður launþegum með lögum um starfs- kjör launafólks og skyldutryggingu lífeyrisréttinda nr. 55/1980. Sjálf- stæðir atvinnurekendur og aðrir þeir sem ekki eiga aðild að framan- greindum sjóðum auk þeirra sem vilja auka við lífeyrisréttindi sín umfram það er starfandi samtrygg- ingarlífeyrissjóðir bjóða hafa margir hverjir keypt sér réttindi í séreignar- sjóðum sem reknir eru af fjármála- fyrirtækjum. Hlutur framlaga af heildarlaunagreiðslum viðkomandi getur verið mjög mismunandi. Ið- gjöld til þessara séreignarsjóða á ársgrundvelli eru um 8,4% af heild- ariðgjöldum til lífeyrissjóðanna. Hlutur séreignarsjóða fer þó stöðugt vaxandi. Lífeyrisréttindi í séreignar- sjóðum geta verið mismunandi. Helstu kostir séreignarsjóða eru 1 40

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.