Sveitarstjórnarmál

Årgang

Sveitarstjórnarmál - 01.08.1997, Side 20

Sveitarstjórnarmál - 01.08.1997, Side 20
UMHVERFISMÁL Samstarf sveitarfélaga og skógræktarfélaga Sigríður Jensdóttir, forseti bœjarstjórnar Selfosskaupstaðar 1. Inngangur í framhaldi af fulltrúafundi Skóg- ræktarfélags Islands árið 1995, þar sem Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður Sambands íslenskra sveit- arfélaga, hélt erindi um samstarf sveitar- og skógræktarfélaga, var skipuð nefnd af hálfu Skógræktarfé- lags Islands og Sambands íslenskra sveitarfélaga til að leggja á ráðin og gera úttekt á þessu mikilvæga sam- starfi. í nefndinni áttu sæti af hálfu Skógræktarfélags íslands Björn Árnason, fv. bæjarverkfræðingur í Hafnarfirði, sem á sæti í stjórn Skógræktarfélags íslands, Hallgrím- ur Indriðason, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Eyfirðinga, og Brynjólfur Jónsson, framkvæmda- stjóri Skógræktarfélags íslands, og af hálfu sambandsins þau Magnús Gunnarsson, bæjarfulltrúi í Hafnar- ftrði, og Sigríður Jensdóttir, varafor- seti bæjarstjórnar Selfosskaupstað- ar. Nefndin hefur tekið saman skýrslu sem er sameiginleg niður- staða hennar og er það von nefndar- manna að hún megi koma að gagni í mikilvægu ræktunarstarfi, bæði sveitar- og skógræktarfélögum, sem víða hefur verið að eflast og þróast á síðustu árum. Reynslan sannar að blómlegt starf skógræktarfélaga hefur víða átt verulegan þátt í því að umhverfi og ásýnd sveita og þéttbýlisstaða hefur tekið stakkaskiptum, hún sannar einnig að þetta hefur gerst þar sem starfi þeirra hefur verið sýndur skilningur og þau fengið að þróast og starfa að sínum markmiðum. Á örfáum áratugum hafa kröfur fólks til umhverfis orðið aðrar og meiri en áður. Trjágróður og skóg- lendi skapa umhverfi sem eykur vellíðan manna á ýrnsan hátt. Með nútíma lifnaðarháttum hefur útivist aukist enda er hún talin mikilvæg og lögð er áhersla á hana fyrir heil- brigði og líkamlegt atgervi þjóðar- innar. Skóglendin eru tilvalin vett- vangur fyrir fjölbreytta afjrreyingu árið um kring enda er greinilegt að vaxandi ásókn er í aðgengilega skógarreiti. 2. Sveitarfélögin Próun rœktunarstarfs sveitarfé- laga Til skamms tíma hafa mörg sveit- arféiög lítið sinnt ræktunarmálum, þótt engan veginn sé það algild regla. Almenningsgarðar innan byggðar hafa þó víða verið til, oft fyrir forystu ýmissa samtaka og hugsjónamanna. Á síðari árum hafa slíkir garðar oft komist í eigu og umsjá sveitarfélaga, eftir að þessi forystufélög, sem brotið höfðu ís- inn, hættu starfsemi. Skógræktarfé- lögin hafa víða komið við sögu, einkum í einstökum afgirtum reit- um, sem síðan eru teknir til al- mannanota þegar framvinda gróðurs leyfir. Óvíða hefur slíkt starf verið unnið eftir samhæfðum útivistar- áætlunum, en það færist þó í vöxt. Stofnanir og veitufyrirtæki sveitar- félaganna hafa oft tekið forystu í þessum málurn. I höfuðborginni eru til dæmis alþekkt dæmin um Öskju- hlíð, sem Hitaveita Reykjavíkur hefur kostað, og Elliðaárhólmamir, sem Rafveita Reykjavíkur hefur kostað, hvort tveggja síðan um 1950. Markviss samvinna um rækt- un vænlegra útivistarsvæða er nú hins vegar víða hafin eða er í undir- búningi. Eftir því sem ræktunarverkefnin innan bæja og utan hafa færst í hendur sveitarfélaga hafa hinar hefðbundnu stjórnsýslueiningar kornið til sögunnar. Sveitarstjómir stærri sveitarfélaga skipa oftast nefndir af ýmsu tagi til að sinna af- mörkuðum verkefnum, s.s. skipu- lagsnefndir, umhverfisnefndir o.s.frv. Bæjarráð eru gjama fram- kvæmdanefndir sveitarstjómanna. 3. Skógræktarfélögin Agrip af sögu skógrœktarfélag- anna Skógræktarfélag Islands var stofnað árið 1930 og var frá upphafi mikil lyftistöng fyrir málstað skóg- ræktar í landinu og kom ýmsu til leiðar. Þrátt fyrir lítinn skilning og bágborinn efnahag á þeim árum óx félaginu ásmegin, félagsmönnum fjölgaði og skilningur fór vaxandi á málefnum skógræktar. Félagið var m.a. stofnað á þeim forsendum að skógrækt væri mikilvægt málefni fyrir þjóðina og almenningur ætti að taka virkan þátt í því starfi. Árið 1946 varð breyting á skipan mála. Skógræktarfélag Islands var gert að l 46

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.