Sveitarstjórnarmál

Ukioqatigiit

Sveitarstjórnarmál - 01.08.1997, Qupperneq 25

Sveitarstjórnarmál - 01.08.1997, Qupperneq 25
UMHVERFISMAL þar sem öllum íbúum séu tryggð líf- vænleg lífskjör og áhrif á samfélag- ið. Með þetta í huga á Dagskrá 21 í heimabyggð að fjalla um félagsleg- ar og hagfræðilegar afleiðingar breytinga í átt að sjálfbærri þróun og hvernig sú þróun getur einnig unnið að bættum lífskjörum þeirra sem minna mega sín í dag. Dagskrá 21 er beint til allra sveit- arfélaga heimsins, henni er beint til allra manna. Öll sveitarfélög skulu því ræða þessi mál við íbúana, félagasamtök, fyrirtæki og stofnanir til að koma á „Dagskrá heimabyggðar 21“. I þessum viðræðum og kynningu skulu sveitarfélögin draga lærdóm af hugmyndum íbúanna, hverfasam- taka, félagasamtaka, verkalýðsfé- laga og fyrirtækja. Þá þekkingu sem fæst með þessum viðræðum skal nýta til að þróa markmið og leiðir til sjálfbærrar þróunar. Samráðsaðferð- ir þessar ættu að auka skilning og þekkingu íbúanna á sjálfbærri þró- un. Markmið, leiðir og reglur sem eru hlutar af Dagskrá 21 skulu að- löguð og metin með tilliti til heima- byggðar og þeirra skoðana sem fram koma í viðræðum og sett fram í stefnu sveitarfélagsins um leiðir til sjálfbærrar þróunar. Ferðaþjónusta á fjöllum Birgir Þórðarson umhverfisskipulagsfræðingur Á undanförnum misserum hefur farið fram, sem svo oft áður, um- ræða og skoðanaskipti um framtíð íslenskrar ferðaþjónustu og hafa þar m.a. komið fram ýmsar skoðanir t.d. um fyrirkomulag og rekstur ferða- þjónustu á hálendinu. Flestum, sem taka þátt í þessari umræðu, eru ljós þau verðmæti og sú fegurð sem í íslenskri náttúru eru, fegurð sem varðveita þarf til framtíðar. Nokkuð hefur komið á óvart hversu víða ferðaþjónusta á hálendi Suðurlands er. Um er að ræða 94 staði, þar sem einhvers konar gist- ing er látin í té gegn greiðslu. Á þessum stöðum eru gistirými fyrir um 1750 manns. Hér er átt við fjallaskála af ýmsum gæðum og stærðum, allt frá nokkuð fullkomnu gistihúsi, t.d. eins og Hálendismið- stöðina í Hrauneyjum þar sem í boði er gisting fyrir 60 manns í upp- búnum rúmum, veitingasalur með vínveitingum og önnur alhliða þjón- usta, t.d. í sambandi við útsýnisferð- ir, og niður í fjallakofa, án vatns eða hreinlætisaðstöðu, sem taka 5-10 manns í gistingu. Jafnvel eru dæmi um að boðin sé gisting í helli þar sem gestir liggja á timburbálkum á hellisgólfi - gegn greiðslu til ferða- skrifstofunnar sem lætur þjónustuna í té. Einungis á fáum stöðum hefur verið aflað tilskilinna leyfa frá við- komandi yfirvöldum, sem nauðsyn- leg eru til reksturs gistiþjónustu. í nýlegri könnun hafa verið athugaðir þættir eins og fráveitumál, sorpförg- un, neysluvatnsgæði, aðstaða í gisti- skálum og aðbúnaður til eldunar og geymslu matvæla ásamt ýmsum öðrum umhverfisþáttum. Verkefnið er tvíþætt þ.e. skráning á ýmsum upplýsingum um aðstöðu og rann- sóknir t.d. á gæðum neysluvatns þar sem seld er gistiþjónusta. Markmið- ið með þessari könnun er að hún megi notast til að koma málum í betra horf og að koma með ábend- ingar um úrbætur þar sem þess er talin þörf. í umræddri könnun kernur m.a. fram að meðferð á sorpi frá ferða- þjónustu á hálendinu hefur stórbatn- að á síðastliðnum fimm árum. I flestum tilvikum er sorp flutt til byggða til förgunar. Hreinlætisað- staða hefur víða batnað en förgun á seyru hefur til þessa verið stórlega ábótavant. Algengt er að seyra úr rotþróm, þar sem þær eru á annað borð til staðar, sé losuð í næsta læk, á eða jafnvel í stöðuvötn. Neyslu- vatnsgæði eru æði misjöfn í gisti- skálum - ástæðan er oft léleg vatns- tökusvæði eða gæði vatnsins eru skemmd með lélegum búnaði. Þetta veldur því oft að neysluvatnið er mengað kólí- eða saurkólígerlum. Á fáeinum stöðum má finna olíutanka sem ekki uppfylla kröfur um meng- unarvarnir. Jafnvel má sjá farand- olíutanka eða tunnur sem vélsleða- menn eða olíusölufyrirtæki hafa skilið eftir á viðkvæmum stöðum. Þó að endanlegar niðurstöður um- ræddrar könnunar og rannsókna liggi ekki enn fyrir leiða margar upplýsingar í henni til umhugsunar. Hvaða kröfur á að gera til ferða- þjónustu á fjöllum? Eiga ekki sömu reglur að gilda um þjónustu á fjöll- um og þjónustu í byggð, t.d. hvað varðar gistirými, meðferð matvæla, vatnsgæði, fráveitur og aðra um- hverfisþætti? Þetta hljóta að vera grundvallarspurningar sem íslensk ferðaþjónusta, aðrir hagsmunaaðilar og umhverfisyfirvöld þurfa að svara. Athyglisvert er að í mörgum til- vikum eru það félög og fyrirtæki, með aðsetur á höfuðborgarsvæðinu, sem hafa fjárhagslega ávinninginn af umræddri þjónustu. Hlutur heimamanna er þar oft lítill og merkilegt að þessi þáttur er nánast aldrei tiltekinn í umræðu um at- vinnuuppbyggingu í sveitum Suðurlands. Félög á borð við Ferðafélag ís- lands og Útivist hafa unnið merki- legt brautryðjendastarf í ferðaþjón- ustu á hálendinu og búa yfir mikil- vægri þekkingu, t.d. varðandi mark- aðsmál í þessari þjónustu. Gott sam- starf heimamanna og slíkra félaga hlýtur að vera mikil nauðsyn varð- andi uppbyggingu ferðaþjónustu á hálendinu í framtíðinni. 1 5 1
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.