Sveitarstjórnarmál - 01.08.1997, Qupperneq 37
FRÆÐSLUMAL
Heilsdagsskólinn er næst að-
alinngangi og er innangengt úr
anddyri að þessu rými. Þetta
staðarval auðveldar foreldrum
að koma með og sækja börn
sín í hann og þurfa því ekki að
fara langar leiðir um skóla-
bygginguna. Heilsdagsskólinn
er í beinum tengslum við tón-
listarstofu sem gefur mögu-
leika á samnýtingu eins og t.d.
tónlistarkennslu í samvinnu við
einhverja tónlistarskóla. Rými
heilsdagsskóla hefur verið
brotið upp og er óreglulegt í
laginu til aðgreiningar frá
venjubundnu ferhyrndu
munstri skólastofunnar.
Hátíðar- og matsalur er eins
konar aðaltorg í „gatnaskipu-
lagi“ skólans. Salurinn er í góðum tengslum við hús-
stjómarkennslu sem og tónlistarstofu vegna samnýtingar
hljóðfæra o.fl. Eldhús og afgreiðsla er hinum megin við
götuna gegnt salnum þannig að það nýtist öllu félags-
rýminu enda takmarkast salurinn í raun ekki við hið af-
lokanlega rými. Hann er stækkanlegur út á götuna og
getur þá í vissum tilvikum tekið allt að 450 manns í sæti.
Aflokaður rúmar hann að öllu jöfnu um 180 manns við
borð á matmálstímum, en um 270 manns í sætaröðum.
Gert er ráð fyrir að tómstundarými og setustofa nem-
enda verði hluti af götulífinu en einnig að hluta til á
svölum framan við stofumar og yfir anddyrum.
Lagnir, tœknirými o.fl.
Höfundar hafa lagt ríka áherslu á að skapa einfaldar
og skýrar lagnaleiðir. Leitast var við að koma hreinlæt-
isaðstöðu, salemum og ræstingu fyrir með það að leiðar-
ljósi.
Gangamir tengjast lagnarými í kjallara, þar sem inn-
taksklefi og loftræsikerfi verður valinn staður ásamt
ræstimiðstöð skólans.
Með útveggjum beggja bygginganna verði ofnalagnir
sem og raflagnastokkur. Öll loft verða niðurtekin með
hljóðdeyfandi kerfisloftum. Millirými ofan kerfislofta
verður nýtt til þess að þvera leiðir milli lagnastokks og
útveggja.
Tæknirými, s.s. inntaksklefi fyrir vatn og hita, er í
kjallara. Þaðan eru lagnir með vatn, heitt og kalt, raf-
magn svo og loftræsing til beggja álmanna um lagna-
stokk sem er undir hluta bygginganna. Frá tæknirými
utan á austurhlið eru strompar sem þjóna sem út- og inn-
loftunarstokkar fyrir loftræsikerfi byggingarinnar.
Sorpgeymslu er valinn staður við aðalaðkomu akandi
umferðar og því þurfa sorpbílar ekki að fara um skóla-
lóðina við sorphirðu og skapa þannig óþarfa hættu á
skólalóðinni.
Ytra yfirbragð
Byggingunni er, líkt og áður sagði, skipt í tvo sjálf-
stæða hluta, austur- og vesturálmu. Byggingarnar eru
báðar staðsteyptar, einangraðar og klæddar að utan.
Önnur með hefðbundnu íslensku bárustáli en hin með ís-
lensku múrkerfi. Þök bygginganna eru einhalla því sem
næst flöt þök. Álmumar tvær fá þannig hvor sitt yfir-
bragð en tengjast með léttu vænglaga milliþaki sem
„svífur“ yfir götunni milli byggingaálmanna tveggja.
Undir þessum svífandi væng eru aðalinngangar bygging-
arinnar og höfuðrými, „gatan“.
Lokaorð
Hönnunar- og byggingaferlið hefur verið undir stjóm
byggingadeildar Reykjavíkurborgar. Umsjónarmaður er
Sighvatur Amarsson tæknifræðingur og daglegur eftir-
litsmaður Lárus Ragnarsson húsasmíðameistari. Hönn-
uðir eru Verkfræðistofa Sigurðar Thoroddsen hf., sem
séð hefur um hönnun burðarþols, lagna og loftræsingar,
en raflagnahönnun hefur verið í höndum Rafteiknistofu
Thómasar Kaaber. Lóðahönnun er í höndum Landslags-
arkitekta R.V. og Þ.H.
Höfundar hafa leitast við að halda utan um heildar-
stærð skólans vegna kostnaðarhámarksins sem sett var í
upphafi, en viðhalda þó rýmisgæðum með tilliti til upp-
haflegrar hugmyndar. Leitað hefur verið bestu hugsan-
legra lausna hvað varðar byggingartæknilegar útfærslur
með tilliti til upphaflegrar hugmyndar og kostnaðar, í
góðri samvinnu við byggingadeild Reykjavíkurborgar og
aðra hönnuði byggingarinnar.
1 63